Afi skenkti leikmönnum Dortmund bjór Valur Páll Eiríksson skrifar 1. júní 2024 14:16 Tómas Meyer er spenntur og nokkuð bjartsýnn fyrir kvöldinu. Vísir/Getty Stöð 2 Sport ræddi við stuðningsmann Dortmund í tilefni af stórleik kvöldsins á Wembley leikvanginum í London. Sá á afa sem færði leikmönnum liðsins bjór á knæpu í Dortmund og passar enn í treyju sína frá árinu 1997. Dortmund spilar í dag til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í þriðja sinn og í fyrsta skipti frá árinu 2013 þegar félagið tapaði fyrir löndum sínum í Bayern Munchen. Eini sigur liðsins í keppninni var árið 1997 þegar Dortmund vann Juventus 3-1 í úrslitum þökk sé mörkum Karl-Heinz Riedle og Lars Ricken. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15. Tómas Meyer, fótboltadómari með meiru er harður stuðningsmaður Dortmund, og fylgist því spenntur með í kvöld. En hvernig byrjaði Tómas að halda með Dortmund? „Þegar ég uppgötvaði það sem ungur maður að fjölskyldan mín hafði búið í Dortmund. Amma mín og afi eru Þjóðverjar, og þar af leiðandi mamma. Afi rak bar þar sem leikmenn liðsins komu og fengu sér sopa eftir æfingar,“ segir Tómas. „Mér finnst ég vera hluti af þessu félagi.“ Tómas Meyer er mikill stuðningsmaður Dortmund.Vísir/Stöð 2 Sport Tóku PSG tvisvar Hann bjóst ekki við þeim góða árangri sem Dortmund náði í keppninni í vetur. Dortmund dróst í afar erfiðan riðil með Paris Saint-Germain, AC Milan og Newcastle United. En endaði þar efst. „Nei. Þegar haustið byrjaði og riðillinn kom, þá hugsaði ég með mér: „Reynum að ná í fimm til sjö stig, förum í Evrópudeildina og reynum að vinna þýska titilinn.“ En þeir unnu riðilinn og voru eiginlega bara langbesta liðið,“ segir Tómas. Dortmund mætti PSG aftur í undanúrslitum og vann tvo 1-0 sigra. „Það er leikurinn á móti Paris Saint Germain. Fyrst við tókum sigur heima var ég viss um að liðið væri að fara á Wembley. Og vildi fá Bayern með,“ segir Tómas en Real hafði að endingu betur gegn Bayern svo ekki verður endurtekning frá leiknum 2013 í kvöld. Klippa: Afi færði leikmönnum Dortmund bjór Passar enn í treyjuna frá 1997, takk fyrir Tómasi líst vel á kvöldið og segir tilfinninguna betri en 2013. Hún sé líkari árinu 1997 þegar Dortmund lagði Juventus. „Mér líst mjög vel á þetta. Búinn að kjósa forseta. Það er búin að vera önnur ára yfir liðinu í Meistaradeildinni. Tímabilið í deildinni var ekkert sérstakt, 5. Sæti, Meistaradeildarsæti samt sem áður. Þeim að þakka, út af árangrinum,“ „Ég er ofboðslega jákvæður fyrir þessu. Ég var ekki svona jákvæður fyrir ellefu árum þegar við vorum að spila við Bayern,“ „Mér líður svolítið eins og 1997, þegar enginn vissi hvað Borussia Dortmund var, af vinum mínum. Ég átti peysu og var í henni, menn spurðu hvað er þetta? Ég á þessa peysu ennþá og passa ennþá í hana, takk fyrir það,“ „Við spiluðum við Juventus sem var þá besta lið í Evrópu myndi ég segja. Við tókum þá 3-1, og það er nákvæmlega þannig sem þetta fer á laugardaginn,“ segir Tómas. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Sjá meira
Dortmund spilar í dag til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í þriðja sinn og í fyrsta skipti frá árinu 2013 þegar félagið tapaði fyrir löndum sínum í Bayern Munchen. Eini sigur liðsins í keppninni var árið 1997 þegar Dortmund vann Juventus 3-1 í úrslitum þökk sé mörkum Karl-Heinz Riedle og Lars Ricken. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15. Tómas Meyer, fótboltadómari með meiru er harður stuðningsmaður Dortmund, og fylgist því spenntur með í kvöld. En hvernig byrjaði Tómas að halda með Dortmund? „Þegar ég uppgötvaði það sem ungur maður að fjölskyldan mín hafði búið í Dortmund. Amma mín og afi eru Þjóðverjar, og þar af leiðandi mamma. Afi rak bar þar sem leikmenn liðsins komu og fengu sér sopa eftir æfingar,“ segir Tómas. „Mér finnst ég vera hluti af þessu félagi.“ Tómas Meyer er mikill stuðningsmaður Dortmund.Vísir/Stöð 2 Sport Tóku PSG tvisvar Hann bjóst ekki við þeim góða árangri sem Dortmund náði í keppninni í vetur. Dortmund dróst í afar erfiðan riðil með Paris Saint-Germain, AC Milan og Newcastle United. En endaði þar efst. „Nei. Þegar haustið byrjaði og riðillinn kom, þá hugsaði ég með mér: „Reynum að ná í fimm til sjö stig, förum í Evrópudeildina og reynum að vinna þýska titilinn.“ En þeir unnu riðilinn og voru eiginlega bara langbesta liðið,“ segir Tómas. Dortmund mætti PSG aftur í undanúrslitum og vann tvo 1-0 sigra. „Það er leikurinn á móti Paris Saint Germain. Fyrst við tókum sigur heima var ég viss um að liðið væri að fara á Wembley. Og vildi fá Bayern með,“ segir Tómas en Real hafði að endingu betur gegn Bayern svo ekki verður endurtekning frá leiknum 2013 í kvöld. Klippa: Afi færði leikmönnum Dortmund bjór Passar enn í treyjuna frá 1997, takk fyrir Tómasi líst vel á kvöldið og segir tilfinninguna betri en 2013. Hún sé líkari árinu 1997 þegar Dortmund lagði Juventus. „Mér líst mjög vel á þetta. Búinn að kjósa forseta. Það er búin að vera önnur ára yfir liðinu í Meistaradeildinni. Tímabilið í deildinni var ekkert sérstakt, 5. Sæti, Meistaradeildarsæti samt sem áður. Þeim að þakka, út af árangrinum,“ „Ég er ofboðslega jákvæður fyrir þessu. Ég var ekki svona jákvæður fyrir ellefu árum þegar við vorum að spila við Bayern,“ „Mér líður svolítið eins og 1997, þegar enginn vissi hvað Borussia Dortmund var, af vinum mínum. Ég átti peysu og var í henni, menn spurðu hvað er þetta? Ég á þessa peysu ennþá og passa ennþá í hana, takk fyrir það,“ „Við spiluðum við Juventus sem var þá besta lið í Evrópu myndi ég segja. Við tókum þá 3-1, og það er nákvæmlega þannig sem þetta fer á laugardaginn,“ segir Tómas. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Sjá meira