Beið í klukkustund eftir að fá að kjósa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2024 20:26 Inga Heiða Lunddal segir starfsfólk kjördeildar í Lækjarskóla hafa með einstakri kurteisi og vingjarnlegheitum hafa komið í veg fyrir að hún yrði pirruð þegar hún beið í klukkutíma í röð eftir kjörklefa. Kjósandi í Hafnarfirði ætlaði að skjótast í Lækjarskóla til að greiða forsetaframbjóðanda atkvæði sitt um sexleytið. Úr varð klukkustundarlöng bið eftir að komast í kjörklefann. „Þetta var bara galið,“ segir Inga Heiða Lunddal Gestsdóttir. Hún leggur áherslu á hve almennilegt og kurteist starfsfólk í Lækjarskóla hafi verið en biðin hafi þó reynt á þolinmæðina. Hún telur biðina líklega mega rekja til þess að í fyrstu kjördeild mæti þeir sem búi í ákveðnum götum en einnig fólk sem tilheyrir hópunum „Erlend búseta“ og „ótilgreint“. Auk þess séu húsin flest blokkir og því margir íbúar á einum fleti. Eina röðin „Það var ekki röð neins staðar nema í okkar kjördeild,“ segir Inga Heiða. Hún áætlar að um áttatíu manns hafi verið í röðinni þegar mest var sem mjakaðist áfram. Sumir höfðu alls ekki þolinmæði eða hreinlega tíma í biðina. „Það var ein sem sagðist ekki ætla að kjósa,“ segir Inga Heiða. Starfsfólk hafi brugðist skynsamlega við, hleypt henni fram fyrir og leyft að kjósa. Aðrir hafi yfirgefið svæðið og sagst ætla að koma aftur síðar. Hvort sú verði raunin þurfi að koma í ljós. Þótt Inga Heiða fái klukkutímann í röðinni fyrsta laugardaginn í júní aldrei aftur hrósar hún starfsfólki kjörnefndar í hástert. Þau hafi gengið um, leiðbeint fólki úr öðrum kjördeildum sem villtist í röðina löngu og svo leitað uppi eldra fólk og boðið því stóla. Nýtti atkvæðið vel „Þetta er allavega búið,“ segir Inga greinilega í góðum gír fyrir kvöldið. Hún hafi nýtt atkvæðið vel og kosið rétt. „Svo vil ég þakka stelpunni sem tók á móti okkur virkilega vel fyrir. Hún var svo brosmild og kurteis,“ segir Inga. Það hafi komið í veg fyrir að hægt væri að verða pirraður. Ekki náðist í Gest Svavarsson, formann yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, við vinnslu fréttarinnar. Forsetakosningar 2024 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Alls konar dýnamík geti komið inn við myndun tveggja turna Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir forsetakosningarnar nú vera þær mest spennandi síðan í forsetakosningunum 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin. Hún segir að vísbendingar um góða kjörsókn geta boðað gott fyrir framboð Höllu Tómasdóttur og að myndun „tveggja turna“ geta leyst alls konar dýnamík úr læðingi þegar kemur að hegðun kjósenda. 1. júní 2024 20:31 „Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ Ingvar Örn Arngeirsson segir að betur megi huga að fólki sem glími við áskoranir þegar komi að kosningum. Einhverfur vinur hans treysti sér ekki til að fara inn í kjörklefa og gat af þeim sökum ekki kosið í dag. 1. júní 2024 19:57 Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira
„Þetta var bara galið,“ segir Inga Heiða Lunddal Gestsdóttir. Hún leggur áherslu á hve almennilegt og kurteist starfsfólk í Lækjarskóla hafi verið en biðin hafi þó reynt á þolinmæðina. Hún telur biðina líklega mega rekja til þess að í fyrstu kjördeild mæti þeir sem búi í ákveðnum götum en einnig fólk sem tilheyrir hópunum „Erlend búseta“ og „ótilgreint“. Auk þess séu húsin flest blokkir og því margir íbúar á einum fleti. Eina röðin „Það var ekki röð neins staðar nema í okkar kjördeild,“ segir Inga Heiða. Hún áætlar að um áttatíu manns hafi verið í röðinni þegar mest var sem mjakaðist áfram. Sumir höfðu alls ekki þolinmæði eða hreinlega tíma í biðina. „Það var ein sem sagðist ekki ætla að kjósa,“ segir Inga Heiða. Starfsfólk hafi brugðist skynsamlega við, hleypt henni fram fyrir og leyft að kjósa. Aðrir hafi yfirgefið svæðið og sagst ætla að koma aftur síðar. Hvort sú verði raunin þurfi að koma í ljós. Þótt Inga Heiða fái klukkutímann í röðinni fyrsta laugardaginn í júní aldrei aftur hrósar hún starfsfólki kjörnefndar í hástert. Þau hafi gengið um, leiðbeint fólki úr öðrum kjördeildum sem villtist í röðina löngu og svo leitað uppi eldra fólk og boðið því stóla. Nýtti atkvæðið vel „Þetta er allavega búið,“ segir Inga greinilega í góðum gír fyrir kvöldið. Hún hafi nýtt atkvæðið vel og kosið rétt. „Svo vil ég þakka stelpunni sem tók á móti okkur virkilega vel fyrir. Hún var svo brosmild og kurteis,“ segir Inga. Það hafi komið í veg fyrir að hægt væri að verða pirraður. Ekki náðist í Gest Svavarsson, formann yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, við vinnslu fréttarinnar.
Forsetakosningar 2024 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Alls konar dýnamík geti komið inn við myndun tveggja turna Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir forsetakosningarnar nú vera þær mest spennandi síðan í forsetakosningunum 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin. Hún segir að vísbendingar um góða kjörsókn geta boðað gott fyrir framboð Höllu Tómasdóttur og að myndun „tveggja turna“ geta leyst alls konar dýnamík úr læðingi þegar kemur að hegðun kjósenda. 1. júní 2024 20:31 „Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ Ingvar Örn Arngeirsson segir að betur megi huga að fólki sem glími við áskoranir þegar komi að kosningum. Einhverfur vinur hans treysti sér ekki til að fara inn í kjörklefa og gat af þeim sökum ekki kosið í dag. 1. júní 2024 19:57 Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira
Alls konar dýnamík geti komið inn við myndun tveggja turna Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir forsetakosningarnar nú vera þær mest spennandi síðan í forsetakosningunum 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin. Hún segir að vísbendingar um góða kjörsókn geta boðað gott fyrir framboð Höllu Tómasdóttur og að myndun „tveggja turna“ geta leyst alls konar dýnamík úr læðingi þegar kemur að hegðun kjósenda. 1. júní 2024 20:31
„Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ Ingvar Örn Arngeirsson segir að betur megi huga að fólki sem glími við áskoranir þegar komi að kosningum. Einhverfur vinur hans treysti sér ekki til að fara inn í kjörklefa og gat af þeim sökum ekki kosið í dag. 1. júní 2024 19:57
Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29