Telur taktíska kosningu hafa unnið gegn sér Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2024 00:01 Eiríkur Ingi Jóhannsson segist ætla að þræða kosningavökur annarra frambjóðenda í nótt. Stöð 2 Forsetaframbjóðandinn Eiríkur Ingi Jóhannsson segir ljóst að kjósendur hafi margir ákveðið að kjósa taktískt í forsetakosningunum í dag og að það hafi mögulega unnið gegn sér. Þegar fyrstu tölur voru lesnar í Suður- og Norðausturkjördæmi var uppskera Eiríks Inga heldur rýr. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður ræddi við Eirík eftir að fyrstu tölur voru birtar um klukkan 23 í dag. „Þetta eru bara kosningar. Það er einn á móti tólf sagði ég alltaf í byrjun. Það kemur bara í ljós hvernig þetta endar á morgun. Það veit enginn veit hver lokaniðurstaðan verður fyrr en á morgun. En ég á augljóslega langt í land með það,“ segir Eiríkur Ingi. Bjóstu við meira fylgi? „Fylgi? Maður hefur talsvert meira fylgi en kemur þarna fram en fólk er náttúrulega mikið að kjósa taktískt. Þá bitnar það á atkvæðum sem maður hefði kannski fengið. Ég náttúrulega stend fyrir því að fólk eigi að kjósa málefni og finna sér einstakling sem sé sem næst því og ekki vera að kjósa taktískt. En svona kemur myndin þegar svo er, en við sjáum hvað gerist í lokin.“ Heldurðu að það hafi verið raunin, að fólk sem hafi kannski ætlað að kjósa þig ákvað að kjósa taktískt? „Miðað við hvað ég þekki mikið af fólki og er búinn að spjalla við marga þá er það soldið mikið af fólki sem er að kjósa svoleiðis. Taka þann sem er næstur.“ Getur verið að þessi kjördæmi séu bara slæm kjördæmi fyrir þig? „Nei, nei, þetta eru bara tvö kjördæmi. Ég hef fengið góðar móttökur alls staðar. Það má ekki gleyma því að ég komst í forsetaframboð og það sér ekkert auðvelt verk heldur. En þegar fólk er að ákveða hvern það ætlar að kjósa þá ferð það stundum þessa leiðina. Þetta er kannski ástæðan fyrir því að það væri kannski gott að vera ekki með skoðanakannanir,“ segir Eiríkur sem segir þær hafa áhrif á hegðum kjósenda og að réttara væri fyrir fólk að kjósa eftir eigin sannfæringu. Þannig að þær [skoðanakannanir] hafi orðið þér að falli? „Ég veit ekkert um það. Það má vel verið að þetta hefði komið nákvæmlega eins út þrátt fyrir það. Þetta eru kosningar og maður má ekkert líta á þetta sem höfnun. Menn eru að velja sér forseta, ekki að hafna öðrum. Það er bara að velja sér forseta.“ Eiríkur Ingi segist nú ætla að þræða kosningavökur hinna frambjóðandanna, en hann sé sjálfur ekki með eigin kosningavöku. „Ég verð bara boðflenna í kvöld og sjá hvað ég duga út nóttina,“ segir Eiríkur léttur í bragði. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Sjá meira
Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður ræddi við Eirík eftir að fyrstu tölur voru birtar um klukkan 23 í dag. „Þetta eru bara kosningar. Það er einn á móti tólf sagði ég alltaf í byrjun. Það kemur bara í ljós hvernig þetta endar á morgun. Það veit enginn veit hver lokaniðurstaðan verður fyrr en á morgun. En ég á augljóslega langt í land með það,“ segir Eiríkur Ingi. Bjóstu við meira fylgi? „Fylgi? Maður hefur talsvert meira fylgi en kemur þarna fram en fólk er náttúrulega mikið að kjósa taktískt. Þá bitnar það á atkvæðum sem maður hefði kannski fengið. Ég náttúrulega stend fyrir því að fólk eigi að kjósa málefni og finna sér einstakling sem sé sem næst því og ekki vera að kjósa taktískt. En svona kemur myndin þegar svo er, en við sjáum hvað gerist í lokin.“ Heldurðu að það hafi verið raunin, að fólk sem hafi kannski ætlað að kjósa þig ákvað að kjósa taktískt? „Miðað við hvað ég þekki mikið af fólki og er búinn að spjalla við marga þá er það soldið mikið af fólki sem er að kjósa svoleiðis. Taka þann sem er næstur.“ Getur verið að þessi kjördæmi séu bara slæm kjördæmi fyrir þig? „Nei, nei, þetta eru bara tvö kjördæmi. Ég hef fengið góðar móttökur alls staðar. Það má ekki gleyma því að ég komst í forsetaframboð og það sér ekkert auðvelt verk heldur. En þegar fólk er að ákveða hvern það ætlar að kjósa þá ferð það stundum þessa leiðina. Þetta er kannski ástæðan fyrir því að það væri kannski gott að vera ekki með skoðanakannanir,“ segir Eiríkur sem segir þær hafa áhrif á hegðum kjósenda og að réttara væri fyrir fólk að kjósa eftir eigin sannfæringu. Þannig að þær [skoðanakannanir] hafi orðið þér að falli? „Ég veit ekkert um það. Það má vel verið að þetta hefði komið nákvæmlega eins út þrátt fyrir það. Þetta eru kosningar og maður má ekkert líta á þetta sem höfnun. Menn eru að velja sér forseta, ekki að hafna öðrum. Það er bara að velja sér forseta.“ Eiríkur Ingi segist nú ætla að þræða kosningavökur hinna frambjóðandanna, en hann sé sjálfur ekki með eigin kosningavöku. „Ég verð bara boðflenna í kvöld og sjá hvað ég duga út nóttina,“ segir Eiríkur léttur í bragði.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Sjá meira
Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06