Óskar Höllu til hamingju: „Þú verður góður forseti“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. júní 2024 16:54 Myndin var tekin árið 2017 þegar Guðni og Eliza buðu Höllu og Birni til Bessastaða. Forseti Íslands Guðni Th Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands hefur sent Höllu Tómasdóttur verðandi forseta Íslands bréf þar sem hann óskar henni til hamingju með kjörið. Bréfið birtist á vef forseta Íslands og hljómar svona. „Kæra Halla. Ég óska þér innilega til hamingju með kjörið. Þú verður góður forseti. Ég færi einnig Birni, börnunum og fjölskyldunni allri heillaóskir. Þar nefni ég líka sérstaklega móður þína sem var svo virðuleg og hlý í viðtölum. Hún má svo sannarlega vera stolt af dóttur sinni. Þú tekur við embætti sem Íslendingum þykir afar vænt um. Þjóðin kaus sín ólíku forsetaefni eins og vera ber en mun núna sameinast um að styðja þig og styrkja til góðra verka. Það sýna fyrri fordæmi og við Eliza verðum alltaf boðin og búin að veita ykkur stuðning á vandasömum vettvangi. Við hjónin vonum sömuleiðis að ykkur muni líða vel hér á Bessastöðum. Hér er gott að búa. Kæra Halla! Ég ítreka hlýjar kveðjur til þín og þinna, með einlægri ósk um farsæl næstu ár í þágu lands og þjóðar. Gangi þér og ykkur allt að sólu!“ Guðni óskaði þjóðinni jafnframt til hamingju með forsetann á Facebook síðu sinni. Þá sendi hann öðrum frambjóðendum og sjálfboðaliðum þeirra hlýjar kveðjur. Loks óskaði hann sjómönnum til hamingju með daginn. Mynd af forsetahjónunum fráfarandi og tilvonandi lét hann fylgja. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Bréfið birtist á vef forseta Íslands og hljómar svona. „Kæra Halla. Ég óska þér innilega til hamingju með kjörið. Þú verður góður forseti. Ég færi einnig Birni, börnunum og fjölskyldunni allri heillaóskir. Þar nefni ég líka sérstaklega móður þína sem var svo virðuleg og hlý í viðtölum. Hún má svo sannarlega vera stolt af dóttur sinni. Þú tekur við embætti sem Íslendingum þykir afar vænt um. Þjóðin kaus sín ólíku forsetaefni eins og vera ber en mun núna sameinast um að styðja þig og styrkja til góðra verka. Það sýna fyrri fordæmi og við Eliza verðum alltaf boðin og búin að veita ykkur stuðning á vandasömum vettvangi. Við hjónin vonum sömuleiðis að ykkur muni líða vel hér á Bessastöðum. Hér er gott að búa. Kæra Halla! Ég ítreka hlýjar kveðjur til þín og þinna, með einlægri ósk um farsæl næstu ár í þágu lands og þjóðar. Gangi þér og ykkur allt að sólu!“ Guðni óskaði þjóðinni jafnframt til hamingju með forsetann á Facebook síðu sinni. Þá sendi hann öðrum frambjóðendum og sjálfboðaliðum þeirra hlýjar kveðjur. Loks óskaði hann sjómönnum til hamingju með daginn. Mynd af forsetahjónunum fráfarandi og tilvonandi lét hann fylgja.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira