„Þurfti ekki að vera neitt meira en ég sjálf“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júní 2024 08:01 Guðlaug Edda Hannesdóttir Vísir/Sigurjón Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð á dögunum annar Íslendingurinn til að tryggja sæti sitt á Ólympíuleikunum í París í ágúst næst komandi. Það hefur gengið á ýmsu hjá henni síðustu misseri. Guðlaug Edda er í grunninn sundkona en færði sig svo yfir í þríþraut og varð atvinnukona í greininni árið 2017. Hún var við það að ljúka fimm vikna keppnisreisu um Asíu þegar hún fékk þau tíðindi fyrir tæpri viku að hún hefði tryggt sæti sitt á Ólympíuleikunum og þar með langþráður draumur að rætast. „Þetta er eitthvað sem ég er búin að vera að vinna að núna í ótrúlega langan tíma. Þetta er búin að vera erfið og löng vegferð og draumur sem ég hef haft mjög lengi. Ég fann stolt, gleði og ótrúlega góða og hamingjusama tilfinningu,“ segir Guðlaug um tilfinninguna þegar það lá ljóst fyrir að hún væri á leið á leikana. Erfitt að missa vinnuna og félagslífið á sama tíma Þrítþrautarferillinn hefur rifið hana heimshorna á milli að keppa á mótum og margt komið upp síðustu ár. Covid faraldurinn setti sitt strik í reikninginn en þá hafa meiðsli strítt henni undanfarin ár. „Ég fór örugglega í gegnum ákveðið sorgarferli. Þegar maður helgar líf sitt íþróttunum þá er mjög erfitt að meiðast. Maður eyðir öllum sínum tíma í þetta. Manns félagslega tenging er að fara á æfingar og þetta er vinnan manns líka, svo maður missir sína félagslegu tengingu og vinnuna á sama tíma,“ „Ég átti mjög erfitt í fyrra. Það tók mig mikinn tíma að vinna mig til baka, fór í gegnum ákveðið sorgarferli og var ekki viss um að ég gæti unnið mig til baka,“ segir Guðlaug. Erfitt að lifa undir staðalímyndinni Guðlaug segist hafa haft ákveðna mynd af því hvað einkenndi Ólympíufara og átt til að taka íþróttinni og öllu sem fylgdi full alvarlega. Meiðslin og mótlætið hafi kennt henni að slaka betur á og njóta sín betur í eigin skinni. „Með því að gera það þá allt í einu komst maður inn og er að keppa vel. Ég þurfti ekki að vera neitt meira en ég sjálf. Ég er bara venjuleg stelpa úr Kópavogi. Vonandi hvetur þetta alla til að dreyma um að ná markmiðum sínum,“ segir Guðlaug. En hefur það sokkið inn að hún sé á leið á Ólympíuleikana? „Jaa, nei, ég veit það ekki. Upp og niður. Áðan var ég að labba úti og þá kom hugsunin ómægad, þetta er að fara að gerast! Þannig að einhverju leyti já, og einhverju leyti nei,“ segir Guðlaug brosandi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Þríþraut Tengdar fréttir Hættulegt fyrir Guðlaugu Eddu að keppa á ÓL í París? Guðlaug Edda Hannesdóttir verður meðal keppanda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París eftir velheppnaða Asíuferð sína. Gull, silfur og brons tryggði henni ÓL-sætið. Margir hafa áhyggjur af þeim aðstæðum sem þríþrautarfólkinu er boðið upp á eða að þurfa að synda í skítugu vatni Signu. 30. maí 2024 08:00 „Litla Edda öskrar inn í mér“ Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir mun skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu á Ólympíuleikunum í París í sumar. 28. maí 2024 08:31 Guðlaug Edda komin með Ólympíusæti Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur fengið boð um að taka þátt á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. maí 2024 16:47 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira
Guðlaug Edda er í grunninn sundkona en færði sig svo yfir í þríþraut og varð atvinnukona í greininni árið 2017. Hún var við það að ljúka fimm vikna keppnisreisu um Asíu þegar hún fékk þau tíðindi fyrir tæpri viku að hún hefði tryggt sæti sitt á Ólympíuleikunum og þar með langþráður draumur að rætast. „Þetta er eitthvað sem ég er búin að vera að vinna að núna í ótrúlega langan tíma. Þetta er búin að vera erfið og löng vegferð og draumur sem ég hef haft mjög lengi. Ég fann stolt, gleði og ótrúlega góða og hamingjusama tilfinningu,“ segir Guðlaug um tilfinninguna þegar það lá ljóst fyrir að hún væri á leið á leikana. Erfitt að missa vinnuna og félagslífið á sama tíma Þrítþrautarferillinn hefur rifið hana heimshorna á milli að keppa á mótum og margt komið upp síðustu ár. Covid faraldurinn setti sitt strik í reikninginn en þá hafa meiðsli strítt henni undanfarin ár. „Ég fór örugglega í gegnum ákveðið sorgarferli. Þegar maður helgar líf sitt íþróttunum þá er mjög erfitt að meiðast. Maður eyðir öllum sínum tíma í þetta. Manns félagslega tenging er að fara á æfingar og þetta er vinnan manns líka, svo maður missir sína félagslegu tengingu og vinnuna á sama tíma,“ „Ég átti mjög erfitt í fyrra. Það tók mig mikinn tíma að vinna mig til baka, fór í gegnum ákveðið sorgarferli og var ekki viss um að ég gæti unnið mig til baka,“ segir Guðlaug. Erfitt að lifa undir staðalímyndinni Guðlaug segist hafa haft ákveðna mynd af því hvað einkenndi Ólympíufara og átt til að taka íþróttinni og öllu sem fylgdi full alvarlega. Meiðslin og mótlætið hafi kennt henni að slaka betur á og njóta sín betur í eigin skinni. „Með því að gera það þá allt í einu komst maður inn og er að keppa vel. Ég þurfti ekki að vera neitt meira en ég sjálf. Ég er bara venjuleg stelpa úr Kópavogi. Vonandi hvetur þetta alla til að dreyma um að ná markmiðum sínum,“ segir Guðlaug. En hefur það sokkið inn að hún sé á leið á Ólympíuleikana? „Jaa, nei, ég veit það ekki. Upp og niður. Áðan var ég að labba úti og þá kom hugsunin ómægad, þetta er að fara að gerast! Þannig að einhverju leyti já, og einhverju leyti nei,“ segir Guðlaug brosandi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Þríþraut Tengdar fréttir Hættulegt fyrir Guðlaugu Eddu að keppa á ÓL í París? Guðlaug Edda Hannesdóttir verður meðal keppanda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París eftir velheppnaða Asíuferð sína. Gull, silfur og brons tryggði henni ÓL-sætið. Margir hafa áhyggjur af þeim aðstæðum sem þríþrautarfólkinu er boðið upp á eða að þurfa að synda í skítugu vatni Signu. 30. maí 2024 08:00 „Litla Edda öskrar inn í mér“ Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir mun skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu á Ólympíuleikunum í París í sumar. 28. maí 2024 08:31 Guðlaug Edda komin með Ólympíusæti Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur fengið boð um að taka þátt á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. maí 2024 16:47 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira
Hættulegt fyrir Guðlaugu Eddu að keppa á ÓL í París? Guðlaug Edda Hannesdóttir verður meðal keppanda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París eftir velheppnaða Asíuferð sína. Gull, silfur og brons tryggði henni ÓL-sætið. Margir hafa áhyggjur af þeim aðstæðum sem þríþrautarfólkinu er boðið upp á eða að þurfa að synda í skítugu vatni Signu. 30. maí 2024 08:00
„Litla Edda öskrar inn í mér“ Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir mun skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu á Ólympíuleikunum í París í sumar. 28. maí 2024 08:31
Guðlaug Edda komin með Ólympíusæti Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur fengið boð um að taka þátt á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. maí 2024 16:47