Netanyahu fastur milli steins og sleggju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. júní 2024 07:18 Gagnrýnendur Netanyahu segja hann í raun vilja halda aðgerðum áfram sem lengst, til að fresta því að þurfa að svara fyrir öryggisbrestinn sem átti sér stað 7. október. epa/Amir Cohen Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, er nú sagður standa frammi fyrir því að þurfa mögulega að velja á milli þess að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir og þess að halda lífi í ríkisstjórn sinni. Þrýstingur á Netanyahu jókst til muna á föstudag þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá tillögum Ísraelsmanna um vopnahlé, sem fela meðal annars í sér hlé á átökum í sex vikur og að íbúum Gasa verði gert kleift að snúa aftur heim. Á sama tíma virðist langt í frá eining um tillögurnar innan ríkisstjórnar Netanyahu; harðlínumenn vilja enga lendingu aðra en algjöra tortímingu Hamas og halda pólitískri framtíð forsætisráðherrans í hendi sér. Yfirvöld í Ísrael hafa staðfest að tillögurnar sem Biden greindi frá séu samhljóða tillögum sem stríðsráðuneyti Ísrael hafði samþykkt en höfðu ekki verið kynntar opinberlega. Biden er þannig sagður hafa ýtt Netanyahu út úr skápnum og síðarnefndi sé nú tilneyddur til að' taka afstöðu með þverpólitísku stríðsráðinu eða harðlínumönnunum. Fyrstu viðbrögð forsætisráðherrans voru að ítreka að Ísrael myndi ekki sætt sig við annað en að markmiðum yrði náð og Hamas-samtökunum tortímt. Að minnsta kosti tveir ráðherrar, fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich og þjóðaröryggismálaráðherrann Itamar Ben-Gvir, hafa enda hótað því að sprengja ríkisstjórnina ef gengið verður að tillögunum sem greint var frá á föstudag. Ástandið á Gasa versnar með hverju degi og um 7.000 börn undir fimm ára aldri eru nú sögð þjást af vannæringu.epa/Haitham Imad Á sama tíma hafa tveir ráðherrar og fyrrverandi herforingjar sem gengu til liðs við ríkisstjórnina eftir árásir Hamas 7. október síðastliðinn, Benny Gantz og Gadi Eisenkot, hótað því að ganga frá borði ef Netanyahu hefur ekki lagt fram raunhæfa áætlun um endalok átaka og framhaldið á Gasa fyrir 8. júní. Tillögurnar sem nú liggja á borðinu fela í sér að gíslar Hamas verði látnir lausir gegn lausn hundruða Palestínumanna sem nú er haldið í fangelsum í Ísrael, að hlé verði á átökum á meðan menn sitja enn við samningaborðið og að efnt verði til alþjóðlegs átaks til að endurbyggja Gasa. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í gær að Ísraelsmenn myndu ekki sætta sig við aðkomu Hamas að endurreisn Gasa og þess í stað stuðla að stjórn annarra afla, án þess þó að gera grein fyrir því hver þau öfl gætu mögulega verið. New York Times hefur eftir Reuven Hazan, prófessor í stjórnmálafræði við Hebrew University of Jerusalem, að það þyrfti „nýjan“ Netanyahu ef tillögurnar ættu að ná fram að ganga. Í hvert sinn sem forsætisráðherrann hefði þurft að velja á milli þess sem væri þjóðinni fyrir bestu og þess sem harðlínumennirnir vildu hefðu síðarnefndu orðið fyrir valinu. Þá hefði Netanyahu lært að það væri árangursríkt að segja „Já, en...“ við Bandaríkjamenn og bíða svo eftir að Hamas kæmu honum úr klípunni með því að segja nei. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Þrýstingur á Netanyahu jókst til muna á föstudag þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá tillögum Ísraelsmanna um vopnahlé, sem fela meðal annars í sér hlé á átökum í sex vikur og að íbúum Gasa verði gert kleift að snúa aftur heim. Á sama tíma virðist langt í frá eining um tillögurnar innan ríkisstjórnar Netanyahu; harðlínumenn vilja enga lendingu aðra en algjöra tortímingu Hamas og halda pólitískri framtíð forsætisráðherrans í hendi sér. Yfirvöld í Ísrael hafa staðfest að tillögurnar sem Biden greindi frá séu samhljóða tillögum sem stríðsráðuneyti Ísrael hafði samþykkt en höfðu ekki verið kynntar opinberlega. Biden er þannig sagður hafa ýtt Netanyahu út úr skápnum og síðarnefndi sé nú tilneyddur til að' taka afstöðu með þverpólitísku stríðsráðinu eða harðlínumönnunum. Fyrstu viðbrögð forsætisráðherrans voru að ítreka að Ísrael myndi ekki sætt sig við annað en að markmiðum yrði náð og Hamas-samtökunum tortímt. Að minnsta kosti tveir ráðherrar, fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich og þjóðaröryggismálaráðherrann Itamar Ben-Gvir, hafa enda hótað því að sprengja ríkisstjórnina ef gengið verður að tillögunum sem greint var frá á föstudag. Ástandið á Gasa versnar með hverju degi og um 7.000 börn undir fimm ára aldri eru nú sögð þjást af vannæringu.epa/Haitham Imad Á sama tíma hafa tveir ráðherrar og fyrrverandi herforingjar sem gengu til liðs við ríkisstjórnina eftir árásir Hamas 7. október síðastliðinn, Benny Gantz og Gadi Eisenkot, hótað því að ganga frá borði ef Netanyahu hefur ekki lagt fram raunhæfa áætlun um endalok átaka og framhaldið á Gasa fyrir 8. júní. Tillögurnar sem nú liggja á borðinu fela í sér að gíslar Hamas verði látnir lausir gegn lausn hundruða Palestínumanna sem nú er haldið í fangelsum í Ísrael, að hlé verði á átökum á meðan menn sitja enn við samningaborðið og að efnt verði til alþjóðlegs átaks til að endurbyggja Gasa. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í gær að Ísraelsmenn myndu ekki sætta sig við aðkomu Hamas að endurreisn Gasa og þess í stað stuðla að stjórn annarra afla, án þess þó að gera grein fyrir því hver þau öfl gætu mögulega verið. New York Times hefur eftir Reuven Hazan, prófessor í stjórnmálafræði við Hebrew University of Jerusalem, að það þyrfti „nýjan“ Netanyahu ef tillögurnar ættu að ná fram að ganga. Í hvert sinn sem forsætisráðherrann hefði þurft að velja á milli þess sem væri þjóðinni fyrir bestu og þess sem harðlínumennirnir vildu hefðu síðarnefndu orðið fyrir valinu. Þá hefði Netanyahu lært að það væri árangursríkt að segja „Já, en...“ við Bandaríkjamenn og bíða svo eftir að Hamas kæmu honum úr klípunni með því að segja nei. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira