Blákaldur veruleiki blasir við Helgu Þórisdóttur Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. júní 2024 10:37 Helga Þórisdóttir hlaut 275 atkvæði í forsetakosningu sem fram fór um helgina. Vísir/Vilhelm Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar snýr aftur til vinnu á morgun eftir leyfi vegna forsetaframboðs. Hún segir framboðið hafa verið mikið og lærdómsríkt ævintýri, en á sama tíma sé ljóst að erindi hennar hafi ekki náð í gegn. „Það er bara blákaldur veruleikinn og soðinn fiskur,“ segir Helga í samtali við fréttastofu, aðspurð um hvað taki við nú þegar forsetakosningum sé lokið. Helga var í launalausu leyfi frá störfum sínum sem forstjóri Persónuverndar til 1. júní. Hún ætlar að slaka á í dag og mæta til vinnu á morgun, þriðjudag. Svo hugsa ég að ég taki bara sumarleyfið mitt og sjái svo hvað verður. Helga Sigríður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri Alþjóða- og fræðslusviðs, var staðgengill nöfnu sinnar á meðan hún var í framboði. „Hún hefur verið mín hægri hönd og hefur stýrt með sóma. Ég hef látið hana algjörlega um þetta og ekki snert á þessu. Það fór langbest á því að hafa innanbúðarmanneskju í þessu.“ Niðurstöður kosninganna vonbrigði Helga segir framboðið hafa verið meiri sprett en hún bjóst við. „En á sama skapi ótrúlega mikið ævintýri og mesti lærdómsferill sem ég hef farið í, það er nokkuð ljóst. Það er ofsalega mikil jákvæðni sem ég dreg úr þessu, ég hef fundið fyrir miklum stuðningi og hlýju, sérstaklega á ferð okkar hjóna um landið. Ég staldra alltaf við það jákvæða sem ég get dregið úr hverju ferli.“ Alls hlaut Helga 275 atkvæði í kosningunum og segir ljóst að sitt erindi hafi ekki komist í gegn. „Það er örugglega eitt og annað sem er hægt að skoða betur í því.“ Eiríkur Ingi Jóhannsson fékk fæst atkvæði í forsetakosningum frá upphafi, 101 talsins. Metið átti Hildur Þórðardóttir sem fék 294 atkvæði í forsetakosningunum árið 2016.Vísir/Anton Brink Niðurstöðurnar séu vissulega vonbrigði, það blasi við þegar maður gefi kost á sér sem forseti og endi ekki sem forseti. „Þetta var bara einlægt framboð af mikilli reynslu og mikilli þekkingu. En á sama tíma vorum við miklu fleiri í framboði en þegar ég fór fram og það má segja að leikar hafi snarbreyst eftir páska. Svo voru afdrifaríkar ákvarðanir teknar hjá einkareknum miðlum þegar hópnum var skipt upp þegar þrjár vikur voru eftir. Ég held að það hafi ráðið að mestu, eða miklu, um úrslitin.“ Aðspurð hvort það komi til greina að gefa aftur kost á sér síðar segist Helga taka sér eitt verkefni fyrir hendur í einu. „Nú er þjóðin búin að kjósa sér forseta í glæsilegu forsetakjöri. Það er yfirburðarkosning sem Halla Tómadóttir fær og ég óska henni mikils velfarnaðar í sínu starfi.“ Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
„Það er bara blákaldur veruleikinn og soðinn fiskur,“ segir Helga í samtali við fréttastofu, aðspurð um hvað taki við nú þegar forsetakosningum sé lokið. Helga var í launalausu leyfi frá störfum sínum sem forstjóri Persónuverndar til 1. júní. Hún ætlar að slaka á í dag og mæta til vinnu á morgun, þriðjudag. Svo hugsa ég að ég taki bara sumarleyfið mitt og sjái svo hvað verður. Helga Sigríður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri Alþjóða- og fræðslusviðs, var staðgengill nöfnu sinnar á meðan hún var í framboði. „Hún hefur verið mín hægri hönd og hefur stýrt með sóma. Ég hef látið hana algjörlega um þetta og ekki snert á þessu. Það fór langbest á því að hafa innanbúðarmanneskju í þessu.“ Niðurstöður kosninganna vonbrigði Helga segir framboðið hafa verið meiri sprett en hún bjóst við. „En á sama skapi ótrúlega mikið ævintýri og mesti lærdómsferill sem ég hef farið í, það er nokkuð ljóst. Það er ofsalega mikil jákvæðni sem ég dreg úr þessu, ég hef fundið fyrir miklum stuðningi og hlýju, sérstaklega á ferð okkar hjóna um landið. Ég staldra alltaf við það jákvæða sem ég get dregið úr hverju ferli.“ Alls hlaut Helga 275 atkvæði í kosningunum og segir ljóst að sitt erindi hafi ekki komist í gegn. „Það er örugglega eitt og annað sem er hægt að skoða betur í því.“ Eiríkur Ingi Jóhannsson fékk fæst atkvæði í forsetakosningum frá upphafi, 101 talsins. Metið átti Hildur Þórðardóttir sem fék 294 atkvæði í forsetakosningunum árið 2016.Vísir/Anton Brink Niðurstöðurnar séu vissulega vonbrigði, það blasi við þegar maður gefi kost á sér sem forseti og endi ekki sem forseti. „Þetta var bara einlægt framboð af mikilli reynslu og mikilli þekkingu. En á sama tíma vorum við miklu fleiri í framboði en þegar ég fór fram og það má segja að leikar hafi snarbreyst eftir páska. Svo voru afdrifaríkar ákvarðanir teknar hjá einkareknum miðlum þegar hópnum var skipt upp þegar þrjár vikur voru eftir. Ég held að það hafi ráðið að mestu, eða miklu, um úrslitin.“ Aðspurð hvort það komi til greina að gefa aftur kost á sér síðar segist Helga taka sér eitt verkefni fyrir hendur í einu. „Nú er þjóðin búin að kjósa sér forseta í glæsilegu forsetakjöri. Það er yfirburðarkosning sem Halla Tómadóttir fær og ég óska henni mikils velfarnaðar í sínu starfi.“
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent