Telja kjósendur Höllu og Katrínar hafa kosið taktískt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2024 12:42 Halla Tómasdóttir ávarpar stuðningsfólk sitt í Grósku á laugardagskvöldið. Vísir/vilhelm Í skoðanakönnun Maskínu þann 31. maí voru landsmenn spurðir að því hvort þeir myndu kjósa taktískt ef tveir frambjóðendur væru efstir og jafnir, þ.e. velja annan hvorn þeirra. Í ljós kom að um 60 prósent svarenda hefðu valið annaðhvort Höllu Tómasdóttur eða Katrínu Jakobsdóttur. Sérfræðingar Maskínu telja það skýra aukið fylgi Höllu og Katrínu í kosningum og minna fylgi Baldurs Þórhallssonar og Höllu Hrundar Logadóttur. Maskína er meðal könnunarfyrirtækja sem hafa kannað fylgi forsetaframbjóðenda undanfarnar vikur. Maskína gerði níu kannanir frá 8. apríl til 31. maí. Fylgi frambjóðenda samkvæmt skoðanakönnunum Maskínu og úrslit kosninga. „Söfnun svara lauk að kvöldi 31. maí, kvöldi fyrir kjördag, og var því tekin ákvörðun um að birta þær niðurstöður ekki þar sem ekki þótti við hæfi að birta niðurstöður á kjördag, þar sem slíkt hefur ekki tíðkast á Íslandi,“ segir í tilkynningu frá Maskínu. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra og formaður VG, ræðir við Katrínu Jakobsdóttur á kosningavökunni á Grand hótel.Vísir/Anton Brink Halla Tómasdóttir var í fyrstu fimm könnunum Maskínu með 4-7 prósent en síðan reis fylgi hennar hratt eftir því sem leið á kostningabaráttuna. Frá 8. maí og fram að síðustu könnun, degi fyrir kjördag, hækkaði fylgi Höllu Tómasdóttur um 25 prósentustig og var í síðustu könnuninni, daginn fyrir kjördag, með 30,2 prósent. Maskína mældi fylgi Katrínar Jakobsdóttur mest í byrjun þegar það var um þriðjungur. Það dróst svo fljótlega nokkuð saman og allan maí naut Katrín á bilinu 24-27 prósenta stuðnings samkvæmt könnunum Maskínu. Daginn fyrir kjördag var fylgi Katrínar 23 prósent. Niðurstöður könnunar Maskínu daginn fyrir kjördag. Þá var Halla Tómasdóttir komin með gott forskot á Katrínu.Maskína Halla Hrund Logadóttir byrjaði hægt en reis hátt á tímabili, og mældist hæst með um 30 prósenta fylgi. Fylgi hennar var farið dala nokkuð þegar leið að kosningum og mældist hún með 18 prósent í síðustu könnun Maskínu. Baldur Þórhallsson var með tæplega 27 prósenta fylgi í fyrstu könnun en fylgið dalaði hægt og sígandi og endaði í 12 prósentum þann 31. maí. Jón Gnarr hafði í fyrstu tveimur könnunum nálægt fimmtungs fylgi en fór fljótlega í 10-12 prósent og endaði í tæplega 10 prósentum í síðustu könnun Maskínu daginn fyrir kjördag. Úrslit kosninganna má sjá að neðan. „Í meðfylgjandi skýrslu má sjá að sú hreyfing sem greina má á fylginu samkvæmt könnunum Maskínu raungerðust í kosningum. Það er vert að minna á að kannanir eru ekki kosningaspá. Þær sýna stöðuna eins og hún er þegar þær eru gerðar. Það er því trú Maskínu að daginn fyrir kosningar hafi staða frambjóðenda verið eins og gögn frá 31. maí sýna,“ segir í tilkynningu Maskínu. „Víða erlendis eru tvær umferðir í forsetakosningum, hér höfum við einungis eina umferð. Maskína spurði því einnig hvort fólk myndi kjósa taktíst ef tveir frambjóðendur væru efstir og jafnir, þ.e. velja annan hvorn þeirra. Í ljós kom að um 60% svarenda hefðu valið annað hvort Katrínu eða Höllu T. Þessi hópur var fjórum sinnum líklegri til að kjósa Höllu T. en Katrínu ef þeir myndu kjósa taktískt. Það er því líklegt að hluti kjósenda hafi kosið taktíst og það skýri meira fylgi Höllu og Katrínar í kosningunum sjálfum og minna fylgi Baldurs og Höllu Hrundar en kjósendur Jóns Gnarr virðast síður hafa kosið taktískt.“ Skýrslu Maskínu má sjá að neðan. Tengd skjöl Maskína_-_uppgjörPDF511KBSækja skjal Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vill helst fá sér lakkrís eftir 115 daga sjósundið Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Sérfræðingar Maskínu telja það skýra aukið fylgi Höllu og Katrínu í kosningum og minna fylgi Baldurs Þórhallssonar og Höllu Hrundar Logadóttur. Maskína er meðal könnunarfyrirtækja sem hafa kannað fylgi forsetaframbjóðenda undanfarnar vikur. Maskína gerði níu kannanir frá 8. apríl til 31. maí. Fylgi frambjóðenda samkvæmt skoðanakönnunum Maskínu og úrslit kosninga. „Söfnun svara lauk að kvöldi 31. maí, kvöldi fyrir kjördag, og var því tekin ákvörðun um að birta þær niðurstöður ekki þar sem ekki þótti við hæfi að birta niðurstöður á kjördag, þar sem slíkt hefur ekki tíðkast á Íslandi,“ segir í tilkynningu frá Maskínu. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra og formaður VG, ræðir við Katrínu Jakobsdóttur á kosningavökunni á Grand hótel.Vísir/Anton Brink Halla Tómasdóttir var í fyrstu fimm könnunum Maskínu með 4-7 prósent en síðan reis fylgi hennar hratt eftir því sem leið á kostningabaráttuna. Frá 8. maí og fram að síðustu könnun, degi fyrir kjördag, hækkaði fylgi Höllu Tómasdóttur um 25 prósentustig og var í síðustu könnuninni, daginn fyrir kjördag, með 30,2 prósent. Maskína mældi fylgi Katrínar Jakobsdóttur mest í byrjun þegar það var um þriðjungur. Það dróst svo fljótlega nokkuð saman og allan maí naut Katrín á bilinu 24-27 prósenta stuðnings samkvæmt könnunum Maskínu. Daginn fyrir kjördag var fylgi Katrínar 23 prósent. Niðurstöður könnunar Maskínu daginn fyrir kjördag. Þá var Halla Tómasdóttir komin með gott forskot á Katrínu.Maskína Halla Hrund Logadóttir byrjaði hægt en reis hátt á tímabili, og mældist hæst með um 30 prósenta fylgi. Fylgi hennar var farið dala nokkuð þegar leið að kosningum og mældist hún með 18 prósent í síðustu könnun Maskínu. Baldur Þórhallsson var með tæplega 27 prósenta fylgi í fyrstu könnun en fylgið dalaði hægt og sígandi og endaði í 12 prósentum þann 31. maí. Jón Gnarr hafði í fyrstu tveimur könnunum nálægt fimmtungs fylgi en fór fljótlega í 10-12 prósent og endaði í tæplega 10 prósentum í síðustu könnun Maskínu daginn fyrir kjördag. Úrslit kosninganna má sjá að neðan. „Í meðfylgjandi skýrslu má sjá að sú hreyfing sem greina má á fylginu samkvæmt könnunum Maskínu raungerðust í kosningum. Það er vert að minna á að kannanir eru ekki kosningaspá. Þær sýna stöðuna eins og hún er þegar þær eru gerðar. Það er því trú Maskínu að daginn fyrir kosningar hafi staða frambjóðenda verið eins og gögn frá 31. maí sýna,“ segir í tilkynningu Maskínu. „Víða erlendis eru tvær umferðir í forsetakosningum, hér höfum við einungis eina umferð. Maskína spurði því einnig hvort fólk myndi kjósa taktíst ef tveir frambjóðendur væru efstir og jafnir, þ.e. velja annan hvorn þeirra. Í ljós kom að um 60% svarenda hefðu valið annað hvort Katrínu eða Höllu T. Þessi hópur var fjórum sinnum líklegri til að kjósa Höllu T. en Katrínu ef þeir myndu kjósa taktískt. Það er því líklegt að hluti kjósenda hafi kosið taktíst og það skýri meira fylgi Höllu og Katrínar í kosningunum sjálfum og minna fylgi Baldurs og Höllu Hrundar en kjósendur Jóns Gnarr virðast síður hafa kosið taktískt.“ Skýrslu Maskínu má sjá að neðan. Tengd skjöl Maskína_-_uppgjörPDF511KBSækja skjal
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vill helst fá sér lakkrís eftir 115 daga sjósundið Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira