Styttist í að Ten Hag fái að vita hvað framtíðin ber í skauti sér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2024 17:46 Ten Hag hefur bætt tveimur bikurum í safnið hjá Man United síðan hann tók við. AP Photo/Kin Cheung Þrátt fyrir að vinna tvo titla á sínum fyrstu tveimur árum sem þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United þá er framtíð Erik ten Hag í lausu lofti. Hann vonast til að fá hana á hreint á næstu dögum. Man United átti erfitt uppdráttar á nýafstaðinni leiktíð. Meiðslalistinn var langur, sumir leikmenn virtust annars hugar á meðan aðrir virðast einfaldlega ekki nægilega góðir. Að því sögðu þá tókst Man Utd að enda tímabilið á góðu nótunum þegar það lagði Englandsmeistara Man City 2-1 í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Var þetta annað árið í röð sem liðin mættust í úrslitum bikarkeppninnar en á síðasta ári var það Man City sem hafði betur. Sigurinn í ár var annar titill félagsins undir stjórn Ten Hag á jafn mörgum árum en liðið lagði Newcastle United í úrslitum enska deildarbikarsins á síðasta ári. Slakt gengi í deild sem og Evrópu á nýafstaðinni leiktíð gerði það hins vegar að verkum að forráðamenn Man Utd eru ekki vissir um að hinn 54 ára gamli Ten Hag sé rétti maðurinn til að stýra skútunni úr höfn næsta haust. BREAKING: Erik ten Hag hoping to find out this week if he is going to keep his job as Manchester United manager 🔴 pic.twitter.com/dX4qRsLZ1W— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 3, 2024 Samkvæmt Sky Sports hefur félagið undanfarna daga verið að fara yfir nýafstaðna leiktíð og að því loknu verður staðfest hvort hollenski þjálfarinn verði áfram við stjórnvölin eður ei. Samningur Ten Hag rennur út sumarið 2025. Fari svo að hann verði látinn fara þyrfti Man Utd því að borga honum þangað til. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ferguson hafi átt leynilegan fund í Lundúnum Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri og goðsögn í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, er sagður hafa fundað með Dougie Freedman, yfirmanni knattspyrnumála hjá Crystal Palace, varðandi þrjá leikmenn félagsins sem Manchester United er sagt á höttunum eftir. 3. júní 2024 12:31 Ten Hag gæti þurft að bíða lengi eftir ákvörðun um framtíð sína Erik ten Hag gerði Manchester United að enskum bikarmeisturum um síðustu helgi en hann veit samt ekki enn hvort hann verði áfram knattspyrnustjóri félagsins. 29. maí 2024 09:40 Ten Hag skýtur á Slot: „Fólk hefur látið of mikið með Feyenoord“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, skaut aðeins á Arne Slot, verðandi stjóra Liverpool, og sagði að árangur hans með Feyenoord væri kannski ekki svo merkilegur. 28. maí 2024 14:01 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Sjá meira
Man United átti erfitt uppdráttar á nýafstaðinni leiktíð. Meiðslalistinn var langur, sumir leikmenn virtust annars hugar á meðan aðrir virðast einfaldlega ekki nægilega góðir. Að því sögðu þá tókst Man Utd að enda tímabilið á góðu nótunum þegar það lagði Englandsmeistara Man City 2-1 í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Var þetta annað árið í röð sem liðin mættust í úrslitum bikarkeppninnar en á síðasta ári var það Man City sem hafði betur. Sigurinn í ár var annar titill félagsins undir stjórn Ten Hag á jafn mörgum árum en liðið lagði Newcastle United í úrslitum enska deildarbikarsins á síðasta ári. Slakt gengi í deild sem og Evrópu á nýafstaðinni leiktíð gerði það hins vegar að verkum að forráðamenn Man Utd eru ekki vissir um að hinn 54 ára gamli Ten Hag sé rétti maðurinn til að stýra skútunni úr höfn næsta haust. BREAKING: Erik ten Hag hoping to find out this week if he is going to keep his job as Manchester United manager 🔴 pic.twitter.com/dX4qRsLZ1W— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 3, 2024 Samkvæmt Sky Sports hefur félagið undanfarna daga verið að fara yfir nýafstaðna leiktíð og að því loknu verður staðfest hvort hollenski þjálfarinn verði áfram við stjórnvölin eður ei. Samningur Ten Hag rennur út sumarið 2025. Fari svo að hann verði látinn fara þyrfti Man Utd því að borga honum þangað til.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ferguson hafi átt leynilegan fund í Lundúnum Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri og goðsögn í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, er sagður hafa fundað með Dougie Freedman, yfirmanni knattspyrnumála hjá Crystal Palace, varðandi þrjá leikmenn félagsins sem Manchester United er sagt á höttunum eftir. 3. júní 2024 12:31 Ten Hag gæti þurft að bíða lengi eftir ákvörðun um framtíð sína Erik ten Hag gerði Manchester United að enskum bikarmeisturum um síðustu helgi en hann veit samt ekki enn hvort hann verði áfram knattspyrnustjóri félagsins. 29. maí 2024 09:40 Ten Hag skýtur á Slot: „Fólk hefur látið of mikið með Feyenoord“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, skaut aðeins á Arne Slot, verðandi stjóra Liverpool, og sagði að árangur hans með Feyenoord væri kannski ekki svo merkilegur. 28. maí 2024 14:01 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Sjá meira
Ferguson hafi átt leynilegan fund í Lundúnum Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri og goðsögn í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, er sagður hafa fundað með Dougie Freedman, yfirmanni knattspyrnumála hjá Crystal Palace, varðandi þrjá leikmenn félagsins sem Manchester United er sagt á höttunum eftir. 3. júní 2024 12:31
Ten Hag gæti þurft að bíða lengi eftir ákvörðun um framtíð sína Erik ten Hag gerði Manchester United að enskum bikarmeisturum um síðustu helgi en hann veit samt ekki enn hvort hann verði áfram knattspyrnustjóri félagsins. 29. maí 2024 09:40
Ten Hag skýtur á Slot: „Fólk hefur látið of mikið með Feyenoord“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, skaut aðeins á Arne Slot, verðandi stjóra Liverpool, og sagði að árangur hans með Feyenoord væri kannski ekki svo merkilegur. 28. maí 2024 14:01
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti