Biðu eftir strætó sem kemur ekki fyrr en á næsta ári Bjarki Sigurðsson skrifar 3. júní 2024 21:01 Inga Jóhannsdóttir og Saskia höfðu enga hugmynd um breytingarnar á Hlemmi. Vísir/Sigurjón Strætó mun ekki stoppa við Hlemm næsta árið vegna framkvæmda á svæðinu. Markaðsfulltrúi Strætó telur breytingar á leiðakerfinu vera til hins góða fyrir notendur. Í gegnum árin hefur Hlemmur verið aðalstrætisvagnastopp Reykjavíkur. En í dag er staðan önnur, torgið er tómt og á skiltum út um allt stendur „Óvirk biðstöð“. Klippa: Strætó stoppar ekki við Hlemm Vegna fyrirhugaðra framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm hefur Strætó neyðst til þess að gera miklar breytingar á leiðakerfi vagna sem alla jafna aka í gegnum svæðið. Öllum akstri þar var hætt um helgina og nýjar endastöðvar teknar í notkun. „Auðvitað breytist aksturinn á nokkrum leiðum, á flestum leiðum er það frekar lítil breyting. Aðrar leiðir fara kannski á aðra áfangastaði, eins og þristurinn fer núna á Granda, sem er bara gott mál. Eins og ég segi, allir eiga að geta fundið biðstöð til að skipta um vagn,“ segir Herdís. Þrátt fyrir að strætó muni aftur stoppa á Hlemmi að framkvæmdum loknum, sem áætlað er að verði næsta sumar, verður stöðin ekki sama miðstöð og hefur þekkst í gegnum tíðina. Engin slík stöð kemur í staðinn. Svona er áætlað að Hlemmstorgið líti út eftir framkvæmdirnar. Til hægri má sjá hvar Borgarlínan og strætisvagnar munu aka.Reykjavíkurborg Breytingarnar til hins góða „Heldur munu almennar strætóleiðir keyra hér í gegn og Borgarlínuleiðin,“ segir Herdís. En verður einhver önnur svona miðlæg strætóstöð þar sem margir vagnar koma saman? „Nei, en við teljum að með breyttu leiðaneti að þá eigi að vera auðveldara að taka vagna og komast á áfangastað. Þannig ég held að breytingarnar verði til hins góða,“ segir Herdís. Hér má sjá leiðakort Strætó eftir breytingarnar.Strætó/Kolofon Framkvæmdir við Hlemm hefjast í vikunni en á svæðinu má enn sjá skilti sem gætu gefið vegfarendum misvísar upplýsingar. „Mér fannst það frekar óvanalegt að það væri enginn að bíða. En hvað, voru þeir bara að breyta þessu alveg? Eða hvað?“ sagði Inga Jóhannsdóttir, sem beið eftir strætó við Hlemm þegar fréttastofa var á svæðinu. Hún er búsett á Spáni og hafði ekki heyrt af breytingunum. Biðu við Hlemm Fleiri lentu í svipuðum aðstæðum. „Ég fékk þær upplýsingar frá kurteisum herramanni að strætó gangi ekki héðan,“ segir Saskia frá Þýskalandi. Af hverju komuð þið hingað? Gáðir þú að því á netinu? „Google Maps vísaði okkur hingað og þetta lítur út sem strætóstöð. Af þeim sökum töldum við að þetta væri stöðin.“ Strætó Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Strætó kveður Hlemm í bili Leiðakerfi Strætó mun taka miklum breytingum á sunnudaginn vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm. Allur akstur Strætó um svæðið mun víkja tímabundið og nýjar endastöðvar verða teknar í notkun. 29. maí 2024 17:17 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira
Í gegnum árin hefur Hlemmur verið aðalstrætisvagnastopp Reykjavíkur. En í dag er staðan önnur, torgið er tómt og á skiltum út um allt stendur „Óvirk biðstöð“. Klippa: Strætó stoppar ekki við Hlemm Vegna fyrirhugaðra framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm hefur Strætó neyðst til þess að gera miklar breytingar á leiðakerfi vagna sem alla jafna aka í gegnum svæðið. Öllum akstri þar var hætt um helgina og nýjar endastöðvar teknar í notkun. „Auðvitað breytist aksturinn á nokkrum leiðum, á flestum leiðum er það frekar lítil breyting. Aðrar leiðir fara kannski á aðra áfangastaði, eins og þristurinn fer núna á Granda, sem er bara gott mál. Eins og ég segi, allir eiga að geta fundið biðstöð til að skipta um vagn,“ segir Herdís. Þrátt fyrir að strætó muni aftur stoppa á Hlemmi að framkvæmdum loknum, sem áætlað er að verði næsta sumar, verður stöðin ekki sama miðstöð og hefur þekkst í gegnum tíðina. Engin slík stöð kemur í staðinn. Svona er áætlað að Hlemmstorgið líti út eftir framkvæmdirnar. Til hægri má sjá hvar Borgarlínan og strætisvagnar munu aka.Reykjavíkurborg Breytingarnar til hins góða „Heldur munu almennar strætóleiðir keyra hér í gegn og Borgarlínuleiðin,“ segir Herdís. En verður einhver önnur svona miðlæg strætóstöð þar sem margir vagnar koma saman? „Nei, en við teljum að með breyttu leiðaneti að þá eigi að vera auðveldara að taka vagna og komast á áfangastað. Þannig ég held að breytingarnar verði til hins góða,“ segir Herdís. Hér má sjá leiðakort Strætó eftir breytingarnar.Strætó/Kolofon Framkvæmdir við Hlemm hefjast í vikunni en á svæðinu má enn sjá skilti sem gætu gefið vegfarendum misvísar upplýsingar. „Mér fannst það frekar óvanalegt að það væri enginn að bíða. En hvað, voru þeir bara að breyta þessu alveg? Eða hvað?“ sagði Inga Jóhannsdóttir, sem beið eftir strætó við Hlemm þegar fréttastofa var á svæðinu. Hún er búsett á Spáni og hafði ekki heyrt af breytingunum. Biðu við Hlemm Fleiri lentu í svipuðum aðstæðum. „Ég fékk þær upplýsingar frá kurteisum herramanni að strætó gangi ekki héðan,“ segir Saskia frá Þýskalandi. Af hverju komuð þið hingað? Gáðir þú að því á netinu? „Google Maps vísaði okkur hingað og þetta lítur út sem strætóstöð. Af þeim sökum töldum við að þetta væri stöðin.“
Strætó Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Strætó kveður Hlemm í bili Leiðakerfi Strætó mun taka miklum breytingum á sunnudaginn vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm. Allur akstur Strætó um svæðið mun víkja tímabundið og nýjar endastöðvar verða teknar í notkun. 29. maí 2024 17:17 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira
Strætó kveður Hlemm í bili Leiðakerfi Strætó mun taka miklum breytingum á sunnudaginn vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm. Allur akstur Strætó um svæðið mun víkja tímabundið og nýjar endastöðvar verða teknar í notkun. 29. maí 2024 17:17