Hareide yngri orðinn yfirmaður íþróttamála hjá ensku C-deildarliði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2024 19:15 Bendik og Åge Hareide. @BHAREIDE Bendik Hareide, sonur Åge Hareide – landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er orðinn yfirmaður íþróttamála hjá enska C-deildarliðinu Burton Albion. Frá þessu greindi Burton í dag en breytingar urðu á eignarhaldi félagsins þegar fjárfestingahópurinn Nordic Football Group keypti hlutabréf fráfarandi formanns Ben Robinson. Í frétt Fótbolti.net kemur fram að fjárfestar NFG komi frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi. Today marks the start of an exciting new era for our club after the EFL cleared the sale of Chairman Ben Robinson’s entire majority ownership stake to Nordic Football Group.Read full details here to learn about the NFG team and the Robinson family's continued involvement#BAFC— Burton Albion FC (@burtonalbionfc) June 3, 2024 Fráfarandi formaðurinn Robinson hefur verið við stjórnvölin hjá Burton lengi vel en eftir slakan árangur undanfarin ár ákvað hann að kalla þetta gott og selja hlutabréf sín í félaginu. Ole Jakob Strandhagen kemur í hans stað sem formaður Burton, Tom Davidson verður stjórnarformaður, títtnefndur Bendik verður yfirmaður íþróttamála og Kevin Skabo tekur við stöðu viðskiptastjóra. Bendik komst í fréttir hér á landi skömmu eftir að faðir hans tók við A-landsliði karla. Kom hann meðal annars hingað til lands að horfa á landsliðið spila. Takk fyrir þennan tíma Ísland! Yndislegt fólk, ótrúleg náttúra og fullt af góðum mat 👌🏻🇮🇸🌋 You played well, next time you’ll have the luck with you. The points will come ⚽️💪🏻 pic.twitter.com/ZVuI7L0mgp— Bendik Hareide (@BHareide) June 21, 2023 Hann mun nú vera vant við látinn að byggja upp lið Burton sem hefur séð bjartari daga. Liðið endaði í 20. sæti ensku C-deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð. Bendik hefur verið viðloðinn norska stórliðið Molde þar sem hann var meðal annars hluti af leikmannaþróun akademíu félagsins sem og hann var um tíma í stjórn félagsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira
Frá þessu greindi Burton í dag en breytingar urðu á eignarhaldi félagsins þegar fjárfestingahópurinn Nordic Football Group keypti hlutabréf fráfarandi formanns Ben Robinson. Í frétt Fótbolti.net kemur fram að fjárfestar NFG komi frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi. Today marks the start of an exciting new era for our club after the EFL cleared the sale of Chairman Ben Robinson’s entire majority ownership stake to Nordic Football Group.Read full details here to learn about the NFG team and the Robinson family's continued involvement#BAFC— Burton Albion FC (@burtonalbionfc) June 3, 2024 Fráfarandi formaðurinn Robinson hefur verið við stjórnvölin hjá Burton lengi vel en eftir slakan árangur undanfarin ár ákvað hann að kalla þetta gott og selja hlutabréf sín í félaginu. Ole Jakob Strandhagen kemur í hans stað sem formaður Burton, Tom Davidson verður stjórnarformaður, títtnefndur Bendik verður yfirmaður íþróttamála og Kevin Skabo tekur við stöðu viðskiptastjóra. Bendik komst í fréttir hér á landi skömmu eftir að faðir hans tók við A-landsliði karla. Kom hann meðal annars hingað til lands að horfa á landsliðið spila. Takk fyrir þennan tíma Ísland! Yndislegt fólk, ótrúleg náttúra og fullt af góðum mat 👌🏻🇮🇸🌋 You played well, next time you’ll have the luck with you. The points will come ⚽️💪🏻 pic.twitter.com/ZVuI7L0mgp— Bendik Hareide (@BHareide) June 21, 2023 Hann mun nú vera vant við látinn að byggja upp lið Burton sem hefur séð bjartari daga. Liðið endaði í 20. sæti ensku C-deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð. Bendik hefur verið viðloðinn norska stórliðið Molde þar sem hann var meðal annars hluti af leikmannaþróun akademíu félagsins sem og hann var um tíma í stjórn félagsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira