Segir enska knattspyrnusambandið vilja dæma Paquetá í lífstíðarbann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2024 17:46 Í leik með West Ham á nýafstaðinni leiktíð. Vísir/Getty Images Brasilíski miðjumaðurinn Lucas Paquetá, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, er enn á ný í vandræðum vegna fjölda veðmála tengdum spilamennsku hann. Blaðamaður enska götublaðsins The Sun telur að enska knattspyrnusambandið vilji dæma leikmanninn í lífstíðarbann. Hinn 26 ára gamli Paquetá hefur spilað einkar vel fyrir Hamrana síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2022. Svo vel raunar að Englandsmeistarar Manchester City íhuguðu að kaupa leikmanninn síðasta sumar. Það var þá sem enska knattspyrnusambandið fór að skoða fjölda undarlegra veðmála tengdum Paquetá. Á endanum ákvað Man City ekki að kaupa leikmanninn og hann var áfram í herbúðum West Ham. Fyrr á þessu ári ákvað enska knattspyrnusambandið að ákæra leikmanninn fyrir brot á veðmálareglum deildarinnar. Í ákærunni er því haldið fram að Brasilíumaðurinn hafi „með beinum hætti reynt að hafa áhrif á framvindu og niðurstöðu eftirfarandi leikja með því að viljandi sækjast eftir spjaldi í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmálamarkaði.“ Leikirnir sem um ræðir eru: West Ham á móti Leicester City, 12. nóvember 2022 Á móti Aston Villa, 12. mars 2023 Á móti Leeds United, 21. maí 2023 Á móti AFC Bournemouth, 12. ágúst 2023 Þá er Paquetá sömuleiðis ákærður í tveimur liðum fyrir brot á reglum F2 og F3. Þær snúa að því hversu ósamvinnufús hann hefur verið við rannsókn málsins. Nú greinir Matt Hughes hjá The Sun frá því að enska knattspyrnusambandið sé að íhuga að dæma leikmanninn i lífstíðar bann. Í frétt miðilsins segir að alls hafi 60 einstaklingar veðjað á að Paquetá myndi fá spjald í einum eða öllum af leikjunum sem nefndir voru hér að ofan. Græddu einstaklingarnir 60 um 100 þúsund pund eða tæplega 18 milljónir íslenskra króna. FA want to ban Lucas Paqueta for life as extraordinary details of alleged betting scam revealed. 60 bets placed on West Ham star to be booked, with one worth just £7. Full story @TheSunFootballhttps://t.co/hdyT7GOk5I— Matt Hughes (@MattHughesMedia) June 4, 2024 Leikmaðurinn heldur fram sakleysi sínu og segist hafa aðstoðað enska knattspyrnusambandið eins og hann getur undanfarna níu mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Paquetá hefur spilað einkar vel fyrir Hamrana síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2022. Svo vel raunar að Englandsmeistarar Manchester City íhuguðu að kaupa leikmanninn síðasta sumar. Það var þá sem enska knattspyrnusambandið fór að skoða fjölda undarlegra veðmála tengdum Paquetá. Á endanum ákvað Man City ekki að kaupa leikmanninn og hann var áfram í herbúðum West Ham. Fyrr á þessu ári ákvað enska knattspyrnusambandið að ákæra leikmanninn fyrir brot á veðmálareglum deildarinnar. Í ákærunni er því haldið fram að Brasilíumaðurinn hafi „með beinum hætti reynt að hafa áhrif á framvindu og niðurstöðu eftirfarandi leikja með því að viljandi sækjast eftir spjaldi í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmálamarkaði.“ Leikirnir sem um ræðir eru: West Ham á móti Leicester City, 12. nóvember 2022 Á móti Aston Villa, 12. mars 2023 Á móti Leeds United, 21. maí 2023 Á móti AFC Bournemouth, 12. ágúst 2023 Þá er Paquetá sömuleiðis ákærður í tveimur liðum fyrir brot á reglum F2 og F3. Þær snúa að því hversu ósamvinnufús hann hefur verið við rannsókn málsins. Nú greinir Matt Hughes hjá The Sun frá því að enska knattspyrnusambandið sé að íhuga að dæma leikmanninn i lífstíðar bann. Í frétt miðilsins segir að alls hafi 60 einstaklingar veðjað á að Paquetá myndi fá spjald í einum eða öllum af leikjunum sem nefndir voru hér að ofan. Græddu einstaklingarnir 60 um 100 þúsund pund eða tæplega 18 milljónir íslenskra króna. FA want to ban Lucas Paqueta for life as extraordinary details of alleged betting scam revealed. 60 bets placed on West Ham star to be booked, with one worth just £7. Full story @TheSunFootballhttps://t.co/hdyT7GOk5I— Matt Hughes (@MattHughesMedia) June 4, 2024 Leikmaðurinn heldur fram sakleysi sínu og segist hafa aðstoðað enska knattspyrnusambandið eins og hann getur undanfarna níu mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira