10 sekir menn gangi lausir Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 5. júní 2024 10:30 Árið 1978 lét Steingrímur Hermannsson þau orð falla í þingsal að frekar myndi hann vilja sjá tíu seka ganga lausa en einn saklaus lendi í fangelsi. Við heyrum þessa setningu bergmála í nútímanum í orðum landsliðsþjálfara í knattspyrnu karla sem vildi að þolandi í kynferðisbrotamáli myndi biðja þjóðina afsökunar á því að leita réttar síns með að kæra niðurfellingu málsins síns hjá ríkissaksóknara. Hverjar eru líkurnar á því að saklausir menn fari í fangelsi á Íslandi ? Það gerist í það minnsta ekki í kynferðisbrotamálum og þegar kemur að röngum sakargiftum voru þetta á seinasta ári átta mál af rúmlega fimm þúsund sem lentu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sumir vilja meina, án þess að séu til um það gögn, að þessar röngu sakargiftir hafi orðið í kynferðisbrotamálum. Það er tími til kominn að slíta sig úr feðraveldinu og fjötrum fortíðarinnar og fara að huga að því að þolendur kynferðisofbeldis fái réttláta meðferð innan kerfisins. Það er með engu móti boðlegt að þolendur kynferðisofbeldis þurfi ítrekað að sitja undir ásökunum um mannorðsmorð, peningagræðgi og að við séum allar lygasjúkar drósir eins og sumir í kommentakerfinu hafa leyft sér að skrifa. Það þarf ekki útskýra fyrir fólki sem haldið er einhverri manngæsku og samkennd hversu þungbært og mikið áfall það er að verða fyrir kynferðisofbeldi. Sárin rista svo djúpt á líkama og sál að oft tekur það alla ævina að vinna úr því. Íslenskt réttarkerfi margfaldar svo sársaukann með því að fela sig á bakvið þunga sönnunarbyrði og fella mál niður oft þrátt fyrir játningar. En hvers vegna er þessi þróun að eiga sér stað ? Þegar við veltum fyrir okkur hvað gerist þegar við verðum fyrir broti reiknum við með að við getum kært það, að það sé rannsakað af fagmennsku og að gögn og frásagnir þolenda hafi vægi. Það sem gerist í raunveruleikanum er að sakborningur býr yfir trompi sem er einfaldlega eitt orð; ,,nei.” Vitað er af málum þar sem játningar lágu fyrir en þær voru ekki teknar gildar því sakborningurinn játaði áður en hann hafði stöðu grunaðs manns, þá telst það ekki með. Í sumum málum liggur fyrir myndbandsupptaka af nauguninni en það er ekki heldur nóg því sakborningur segir bara; ,,neinei þetta var ekki svona, hún vildi þetta.” Ef að játningar og myndbönd af nauðgunum duga ekki til að sakfella mann, hvað þarf þá til ? Þróun dóma í kynferðisbrotamálum er á uggvænlegum stað, að sjálfsögðu vill enginn að saklaus maður fari í fangelsi. Við hljótum að sjálfsögðu vilja sjá alla þá seku þurfa að taka ábyrgðina og ekki sleppa við refsingu fyrir einn alvarlegasta glæp sem hægt er að fremja samkvæmt íslenskum lögum. Kynbundið ofbeldi er faraldur í samfélaginu okkar og réttarkerfi sem bregst þeim sem fyrir því verða. Dómarar hafa opinberlega sakað þolendur kynferðisofbeldi um lygar, hunsað sönnunargögnin og tekið frásögn sakbornings eina gilda. Réttur sakbornings til að verja sig með öllum ráðum vegur þyngst í þessum málum, réttur hans til að ljúga fyrir dómi er meira að segja varinn með lögum á meðan þolendur eru lagalega skyldaðir til að segja satt. Hver er þá að ljúga ? Þetta skýtur skökku við í því sem við köllum réttarríki og jafnréttisparadís. Við eigum að geta treyst því að mál borgara fái réttláta og mannúðlega meðferð. Það er ekki lengur árið 1978 og tími til kominn að 10 sekir menn fari í fangelsi. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Árið 1978 lét Steingrímur Hermannsson þau orð falla í þingsal að frekar myndi hann vilja sjá tíu seka ganga lausa en einn saklaus lendi í fangelsi. Við heyrum þessa setningu bergmála í nútímanum í orðum landsliðsþjálfara í knattspyrnu karla sem vildi að þolandi í kynferðisbrotamáli myndi biðja þjóðina afsökunar á því að leita réttar síns með að kæra niðurfellingu málsins síns hjá ríkissaksóknara. Hverjar eru líkurnar á því að saklausir menn fari í fangelsi á Íslandi ? Það gerist í það minnsta ekki í kynferðisbrotamálum og þegar kemur að röngum sakargiftum voru þetta á seinasta ári átta mál af rúmlega fimm þúsund sem lentu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sumir vilja meina, án þess að séu til um það gögn, að þessar röngu sakargiftir hafi orðið í kynferðisbrotamálum. Það er tími til kominn að slíta sig úr feðraveldinu og fjötrum fortíðarinnar og fara að huga að því að þolendur kynferðisofbeldis fái réttláta meðferð innan kerfisins. Það er með engu móti boðlegt að þolendur kynferðisofbeldis þurfi ítrekað að sitja undir ásökunum um mannorðsmorð, peningagræðgi og að við séum allar lygasjúkar drósir eins og sumir í kommentakerfinu hafa leyft sér að skrifa. Það þarf ekki útskýra fyrir fólki sem haldið er einhverri manngæsku og samkennd hversu þungbært og mikið áfall það er að verða fyrir kynferðisofbeldi. Sárin rista svo djúpt á líkama og sál að oft tekur það alla ævina að vinna úr því. Íslenskt réttarkerfi margfaldar svo sársaukann með því að fela sig á bakvið þunga sönnunarbyrði og fella mál niður oft þrátt fyrir játningar. En hvers vegna er þessi þróun að eiga sér stað ? Þegar við veltum fyrir okkur hvað gerist þegar við verðum fyrir broti reiknum við með að við getum kært það, að það sé rannsakað af fagmennsku og að gögn og frásagnir þolenda hafi vægi. Það sem gerist í raunveruleikanum er að sakborningur býr yfir trompi sem er einfaldlega eitt orð; ,,nei.” Vitað er af málum þar sem játningar lágu fyrir en þær voru ekki teknar gildar því sakborningurinn játaði áður en hann hafði stöðu grunaðs manns, þá telst það ekki með. Í sumum málum liggur fyrir myndbandsupptaka af nauguninni en það er ekki heldur nóg því sakborningur segir bara; ,,neinei þetta var ekki svona, hún vildi þetta.” Ef að játningar og myndbönd af nauðgunum duga ekki til að sakfella mann, hvað þarf þá til ? Þróun dóma í kynferðisbrotamálum er á uggvænlegum stað, að sjálfsögðu vill enginn að saklaus maður fari í fangelsi. Við hljótum að sjálfsögðu vilja sjá alla þá seku þurfa að taka ábyrgðina og ekki sleppa við refsingu fyrir einn alvarlegasta glæp sem hægt er að fremja samkvæmt íslenskum lögum. Kynbundið ofbeldi er faraldur í samfélaginu okkar og réttarkerfi sem bregst þeim sem fyrir því verða. Dómarar hafa opinberlega sakað þolendur kynferðisofbeldi um lygar, hunsað sönnunargögnin og tekið frásögn sakbornings eina gilda. Réttur sakbornings til að verja sig með öllum ráðum vegur þyngst í þessum málum, réttur hans til að ljúga fyrir dómi er meira að segja varinn með lögum á meðan þolendur eru lagalega skyldaðir til að segja satt. Hver er þá að ljúga ? Þetta skýtur skökku við í því sem við köllum réttarríki og jafnréttisparadís. Við eigum að geta treyst því að mál borgara fái réttláta og mannúðlega meðferð. Það er ekki lengur árið 1978 og tími til kominn að 10 sekir menn fari í fangelsi. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun