Vonda veðrið kemur á versta tíma fyrir hryssur Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júní 2024 14:25 Hestar þurfa að glíma við vonda veðrir eins og aðrir. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun segir að hrossabændur verði að fylgjast vel með hestunum sínum í vetrarverðinu sem skollið er á í sumarmánuðinum júní. Veðrið komi á versta tíma þar sem hryssur séu að fara að fæða. „Hross eru alla jafna vel í stakk búin til að standa af sér vetrarveður. Áhlaupið sem nú stendur yfir ber þó uppá á viðkvæmasta tíma, þegar folöldin eru að fæðast og fjöldi hryssna annað hvort komnar að köstun eða með nýlega fædd folöld,“ segir í tilkynningu frá Mast. Þar segir að nýköstuð folöld séu viðkvæmust sem þurfa að þorna og komast strax á spena. Í vonda veðrinu aukist líkurnar á að það fari úrskeiðis og að hryssur sinni ekki folöldunum nægilega vel, eða þá að þau verði sein á fætur. „Því er ekki um annað að ræða en að auka eftirlit mikið með hryssum og folöldum svo grípa megi inní ef á þarf að halda og koma þeim á hús eða í annað gott skjól.“ Þá segir að ekki sé útilokað að hryssur kasti fyrr en búist var við í þessum aðstæðum, jafnvel án þess að þær hafi gert sig til. Setja rassinn í vindinn Mast segir að margir bændur hafi gripið til þess ráðs að hýsa allar folaldshryssur. Það sé gott ef aðstæður fyrir þær séu góðar. „Ekki er sjálfgefið að hýsa hryssur sem eru komnar að köstun en getur þó átt við í einhverjum aðstæðum. Streitan sem því getur fylgt, einkum fyrir hryssur sem ekki eru vanar húsvist, er ekki góður undirbúningur fyrir köstun. En veður eins og nú gengur yfir skapar líka streitu þannig að þetta þarf að meta út frá aðstæðum á hverjum stað.“ Stofnunin segir að nauðsynlegt sé að gera sérstaklega vel við folaldshryssur á útigangi í þessum aðstæðum „Um að gera að bjóða þeim hey samhliða beit og hafa í huga að það er vel þegið hjá folöldunum að leggjast í þurrt hey þegar jörðin er blaut og köld.“ Í tilkynningunni segir þó að hópar hesta muni ævinlega mynda sitt eigið skjól með því að stilla sér upp með rassinn í ríkjandi vindátt og verja ungviðið. Veður Dýr Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
„Hross eru alla jafna vel í stakk búin til að standa af sér vetrarveður. Áhlaupið sem nú stendur yfir ber þó uppá á viðkvæmasta tíma, þegar folöldin eru að fæðast og fjöldi hryssna annað hvort komnar að köstun eða með nýlega fædd folöld,“ segir í tilkynningu frá Mast. Þar segir að nýköstuð folöld séu viðkvæmust sem þurfa að þorna og komast strax á spena. Í vonda veðrinu aukist líkurnar á að það fari úrskeiðis og að hryssur sinni ekki folöldunum nægilega vel, eða þá að þau verði sein á fætur. „Því er ekki um annað að ræða en að auka eftirlit mikið með hryssum og folöldum svo grípa megi inní ef á þarf að halda og koma þeim á hús eða í annað gott skjól.“ Þá segir að ekki sé útilokað að hryssur kasti fyrr en búist var við í þessum aðstæðum, jafnvel án þess að þær hafi gert sig til. Setja rassinn í vindinn Mast segir að margir bændur hafi gripið til þess ráðs að hýsa allar folaldshryssur. Það sé gott ef aðstæður fyrir þær séu góðar. „Ekki er sjálfgefið að hýsa hryssur sem eru komnar að köstun en getur þó átt við í einhverjum aðstæðum. Streitan sem því getur fylgt, einkum fyrir hryssur sem ekki eru vanar húsvist, er ekki góður undirbúningur fyrir köstun. En veður eins og nú gengur yfir skapar líka streitu þannig að þetta þarf að meta út frá aðstæðum á hverjum stað.“ Stofnunin segir að nauðsynlegt sé að gera sérstaklega vel við folaldshryssur á útigangi í þessum aðstæðum „Um að gera að bjóða þeim hey samhliða beit og hafa í huga að það er vel þegið hjá folöldunum að leggjast í þurrt hey þegar jörðin er blaut og köld.“ Í tilkynningunni segir þó að hópar hesta muni ævinlega mynda sitt eigið skjól með því að stilla sér upp með rassinn í ríkjandi vindátt og verja ungviðið.
Veður Dýr Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira