„Fróðleiksfúsi“ slær í gegn í Sandgerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júní 2024 20:04 Daníel Hjálmtýsson, forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja, sem á heiðurinn af verkefninu um „Fróðleiksfúsa“. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Fróðleiksfúsi“ í Sandgerði stendur svo sannarlega undir nafni því hann miðlar fróðleik í gegnum spjaldtölvu um öll dýrin á náttúrugripasafninu á staðnum, sem er hluti af Þekkingarsetri Suðurnesja. Þegar komið er inn í setrið blasir glæsilegur uppstoppaður Rostungur við manni en skjaldarmerki Sandgerðisbæjar er einmitt Rostungur. Í setrinu fer fram fjölbreytt starfsemi en uppstoppuðu dýrin vekja alltaf hvað mesta athygli gesta. Nú er það „Fróðleiksfúsi”, sem er gagnvirkur fróðleikur fyrir fróðleiksfúsar fjölskyldur, sem á hug allra, ekki síst yngstu kynslóðarinnar, sem vekur hvað mesta athygli á setrinu, sem forstöðumaðurinn á heiðurinn af eftir ábendingu frá sex ára syni hans að svona þyrfti að gera á safninu. 20 spjaldtölvur með Fróðleiksfúsa eru með forritinu. „Ég fór að skissa upp karaktera og svo skissaði ég upp strákinn, „Fróðleiksfúsa”. Þú bara opnar kerfið inn á þessari spjaldtölvu og ýtir á skoða dýralífið og þá er tekið á móti þér og svo er haldið áfram og þá opnast heimur. Þú ýtir til dæmis á hrafninn og þá opnast sérstakur skjár um þann fugl,” segir Daníel. Krakkarnir ganga svo með spjaldtölvuna um safnið að viðkomandi fugli, lesa fróðleikinn í tölvunni og virða svo fuglinn fyrir sér í bak og fyrir. „Þá ýtum við á fundinn. Númer hvað er dýrið, dýrið er númer 23 og þá er það fundið. Þó opnast inn á hálfgerða alfræðiorðabók,” bætir Daníel við stoltur af nýja verkefninu. Fróðleiksfúsi er gagnvirkt fræðsluforrit fyrir fróðleiksfúsar fjölskyldur og er aðgengilegur í Þekkingarsetri Suðurnesja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krakkarnir geta þá lesið textann eða hlustað á Daníel í tölvunni lesa og svo er líka hægt að hlusta á hljóðin í fuglunum og dýrum eins og seli. „Já, þetta er bara mjög spennandi og núna er ég að þýða þetta yfir á pólsku, þannig að „Fróðleiksfúsi” er til á pólsku bæði í tali og tónum. Ég er mjög stoltur af þessu verkefni”, segir Daníel aðspurður hvernig ferlið í gegnum „Fróðleiksfúsa“ hafi gengið. Heimasíða Þekkingarseturs Suðurnesja Leikurinn er í stöðugri þróun en er studdur af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Samfélagssjóði HS Orku, Suðurnesjabæ, Jökulá og Háskólanum í ReykjavíkMagnús Hlynur Hreiðarsson Suðurnesjabær Söfn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Sjá meira
Þegar komið er inn í setrið blasir glæsilegur uppstoppaður Rostungur við manni en skjaldarmerki Sandgerðisbæjar er einmitt Rostungur. Í setrinu fer fram fjölbreytt starfsemi en uppstoppuðu dýrin vekja alltaf hvað mesta athygli gesta. Nú er það „Fróðleiksfúsi”, sem er gagnvirkur fróðleikur fyrir fróðleiksfúsar fjölskyldur, sem á hug allra, ekki síst yngstu kynslóðarinnar, sem vekur hvað mesta athygli á setrinu, sem forstöðumaðurinn á heiðurinn af eftir ábendingu frá sex ára syni hans að svona þyrfti að gera á safninu. 20 spjaldtölvur með Fróðleiksfúsa eru með forritinu. „Ég fór að skissa upp karaktera og svo skissaði ég upp strákinn, „Fróðleiksfúsa”. Þú bara opnar kerfið inn á þessari spjaldtölvu og ýtir á skoða dýralífið og þá er tekið á móti þér og svo er haldið áfram og þá opnast heimur. Þú ýtir til dæmis á hrafninn og þá opnast sérstakur skjár um þann fugl,” segir Daníel. Krakkarnir ganga svo með spjaldtölvuna um safnið að viðkomandi fugli, lesa fróðleikinn í tölvunni og virða svo fuglinn fyrir sér í bak og fyrir. „Þá ýtum við á fundinn. Númer hvað er dýrið, dýrið er númer 23 og þá er það fundið. Þó opnast inn á hálfgerða alfræðiorðabók,” bætir Daníel við stoltur af nýja verkefninu. Fróðleiksfúsi er gagnvirkt fræðsluforrit fyrir fróðleiksfúsar fjölskyldur og er aðgengilegur í Þekkingarsetri Suðurnesja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krakkarnir geta þá lesið textann eða hlustað á Daníel í tölvunni lesa og svo er líka hægt að hlusta á hljóðin í fuglunum og dýrum eins og seli. „Já, þetta er bara mjög spennandi og núna er ég að þýða þetta yfir á pólsku, þannig að „Fróðleiksfúsi” er til á pólsku bæði í tali og tónum. Ég er mjög stoltur af þessu verkefni”, segir Daníel aðspurður hvernig ferlið í gegnum „Fróðleiksfúsa“ hafi gengið. Heimasíða Þekkingarseturs Suðurnesja Leikurinn er í stöðugri þróun en er studdur af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Samfélagssjóði HS Orku, Suðurnesjabæ, Jökulá og Háskólanum í ReykjavíkMagnús Hlynur Hreiðarsson
Suðurnesjabær Söfn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent