Leikmannasamtök ensku úrvalsdeildarinnar beita sér gegn eyðsluþaki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2024 11:00 Leikmenn Englandsmeistara Manchester City sem og annarra stórliða ensku úrvalsdeildarinnar þéna ágætlega og hafa engan áhuga á að lækka í launum. Michael Regan/Getty Images Fundur eiganda liða í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta fer fram síðar í dag. Þar er talið næsta víst að kosið verði gegn hugmynd um eyðsluþak en sú umræða kom upp á dögunum. Vísir greindi frá því undir lok aprílmánaðar að sextán af tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar væru hlynnt því að eyðsluþak yrði sett á félögin. Það myndi þýða að ekkert félag mætti eyða meira en fimm sinnum það sem tekjulægsta lið deildarinnar væri að þéna í gegnum fjölmiðla og auglýsingasamninga. Áður en tillagan var sett fram voru félög deildarinnar hleruð og spurð álits. Þar kom í ljós að Aston Villa og Manchester-liðin tvö, City og United, væru á móti tillögunni á meðan Chelsea sat hjá. Það stefndi allt í að kosið yrði um tillöguna á fundinum sem fram fer síðar í dag og ef hún yrði samþykkt ætti hún að taka gildi frá og með tímabilinu 2025-26. Leikmannasamtökin PFA stigu hins vegar inn í þar sem ljóst er að tillagan myndi hafa áhrif á launahæstu leikmenn deildarinnar. The Premier League will not put its controversial “anchoring” proposal to a vote at its annual general meeting on Thursday after the Professional Footballers’ Association (PFA) made it clear it would fight the cost-control measure.More from @mjshrimper ⬇️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 5, 2024 Talið er líklegt að fjárhagsreglur deildarinnar taki einhverjum breytingum á næstunni en sem stendur má ekkert félag tapa meira en 105 milljónum punda, átján og hálfum milljarði íslenskra króna, yfir þriggja ára tímabil. Sum lið vilja hækka þessa tölu þar sem hún hefur staðið í stað í nærri áratug á meðan önnur vilja fara aðrar leiðir. Hvort breyting verði gerð í ár kemur í ljós síðar í dag þegar fundi eiganda félaganna er lokið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira
Vísir greindi frá því undir lok aprílmánaðar að sextán af tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar væru hlynnt því að eyðsluþak yrði sett á félögin. Það myndi þýða að ekkert félag mætti eyða meira en fimm sinnum það sem tekjulægsta lið deildarinnar væri að þéna í gegnum fjölmiðla og auglýsingasamninga. Áður en tillagan var sett fram voru félög deildarinnar hleruð og spurð álits. Þar kom í ljós að Aston Villa og Manchester-liðin tvö, City og United, væru á móti tillögunni á meðan Chelsea sat hjá. Það stefndi allt í að kosið yrði um tillöguna á fundinum sem fram fer síðar í dag og ef hún yrði samþykkt ætti hún að taka gildi frá og með tímabilinu 2025-26. Leikmannasamtökin PFA stigu hins vegar inn í þar sem ljóst er að tillagan myndi hafa áhrif á launahæstu leikmenn deildarinnar. The Premier League will not put its controversial “anchoring” proposal to a vote at its annual general meeting on Thursday after the Professional Footballers’ Association (PFA) made it clear it would fight the cost-control measure.More from @mjshrimper ⬇️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 5, 2024 Talið er líklegt að fjárhagsreglur deildarinnar taki einhverjum breytingum á næstunni en sem stendur má ekkert félag tapa meira en 105 milljónum punda, átján og hálfum milljarði íslenskra króna, yfir þriggja ára tímabil. Sum lið vilja hækka þessa tölu þar sem hún hefur staðið í stað í nærri áratug á meðan önnur vilja fara aðrar leiðir. Hvort breyting verði gerð í ár kemur í ljós síðar í dag þegar fundi eiganda félaganna er lokið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira