Tók fjóra daga að þíða skautasvellið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2024 19:10 Egill Eiðsson, rekstrarstjóri Skautahallarinnar, stendur í ströngu þessa dagana. bjarni einarsson Í fyrsta sinn í sjö ár sést í steypuna undir ísnum í Skautahöllinni í Laugardal þar sem endurbætur standa nú yfir. Fjóra daga tók að þíða ísinn áður en hægt var rífa niður veggi. „Við erum að skipta um hringinn í kringum svellið sem kallaðir eru battar og gler. Það hefur ekki verið gert síðan skautahöllin var standsett á sínum tíma,“ segir Egill Eiðsson, rekstrarstjóri Skautahallarinnar. Litlu sem engu hefur verið breytt frá þeim tíma en endurbæturnar eru meðal annars tilkomnar vegna reglugerðar sem sett var af Alþjóðlega íshokkísambandinu og krefst breytinga á böttunum. Framkvæmdir hófust á mánudag en fyrst þurfti að þíða ísinn sem tekur fjóra til fimm daga. „Það eru sjö ár síðan við tókum ísinn af síðast. Í rauninni erum við alveg hættir að taka ísinn af nema við þurfum það nauðsynlega vegna þess að skautahöllin er bara lokuð í einn mánuð á ári.“ Halda í upprunalegt útlit Skautahöllin verður opnuð að nýju í byrjun september þegar framkvæmdum er lokið. Endurbæturnar verða ekki verulegar enda stendur til að halda í upprunalegt útlit hallarinnar. „Það hefur ekki miklu verið breytt síðan að skautahöllin var opnuð. Það eru komin 25 ár síðan að byggt var yfir svellið árið 1999.“ Hann segir að gamaldags og klassískt útlit skautahallarinnar hafi verið það sem hreif framleiðeiðendur þáttanna True Detective sem meðal annars voru teknir í höllinni en þar var nokkrum líkum komið fyrir á svellinu. „Planið er að klára að rífa allt út í þessari viku, það er nú bara einn dagur eftir af henni þannig við verðum að láta hendur standa frammi úr ermum.“ Skautaíþróttir Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
„Við erum að skipta um hringinn í kringum svellið sem kallaðir eru battar og gler. Það hefur ekki verið gert síðan skautahöllin var standsett á sínum tíma,“ segir Egill Eiðsson, rekstrarstjóri Skautahallarinnar. Litlu sem engu hefur verið breytt frá þeim tíma en endurbæturnar eru meðal annars tilkomnar vegna reglugerðar sem sett var af Alþjóðlega íshokkísambandinu og krefst breytinga á böttunum. Framkvæmdir hófust á mánudag en fyrst þurfti að þíða ísinn sem tekur fjóra til fimm daga. „Það eru sjö ár síðan við tókum ísinn af síðast. Í rauninni erum við alveg hættir að taka ísinn af nema við þurfum það nauðsynlega vegna þess að skautahöllin er bara lokuð í einn mánuð á ári.“ Halda í upprunalegt útlit Skautahöllin verður opnuð að nýju í byrjun september þegar framkvæmdum er lokið. Endurbæturnar verða ekki verulegar enda stendur til að halda í upprunalegt útlit hallarinnar. „Það hefur ekki miklu verið breytt síðan að skautahöllin var opnuð. Það eru komin 25 ár síðan að byggt var yfir svellið árið 1999.“ Hann segir að gamaldags og klassískt útlit skautahallarinnar hafi verið það sem hreif framleiðeiðendur þáttanna True Detective sem meðal annars voru teknir í höllinni en þar var nokkrum líkum komið fyrir á svellinu. „Planið er að klára að rífa allt út í þessari viku, það er nú bara einn dagur eftir af henni þannig við verðum að láta hendur standa frammi úr ermum.“
Skautaíþróttir Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira