Tók fjóra daga að þíða skautasvellið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2024 19:10 Egill Eiðsson, rekstrarstjóri Skautahallarinnar, stendur í ströngu þessa dagana. bjarni einarsson Í fyrsta sinn í sjö ár sést í steypuna undir ísnum í Skautahöllinni í Laugardal þar sem endurbætur standa nú yfir. Fjóra daga tók að þíða ísinn áður en hægt var rífa niður veggi. „Við erum að skipta um hringinn í kringum svellið sem kallaðir eru battar og gler. Það hefur ekki verið gert síðan skautahöllin var standsett á sínum tíma,“ segir Egill Eiðsson, rekstrarstjóri Skautahallarinnar. Litlu sem engu hefur verið breytt frá þeim tíma en endurbæturnar eru meðal annars tilkomnar vegna reglugerðar sem sett var af Alþjóðlega íshokkísambandinu og krefst breytinga á böttunum. Framkvæmdir hófust á mánudag en fyrst þurfti að þíða ísinn sem tekur fjóra til fimm daga. „Það eru sjö ár síðan við tókum ísinn af síðast. Í rauninni erum við alveg hættir að taka ísinn af nema við þurfum það nauðsynlega vegna þess að skautahöllin er bara lokuð í einn mánuð á ári.“ Halda í upprunalegt útlit Skautahöllin verður opnuð að nýju í byrjun september þegar framkvæmdum er lokið. Endurbæturnar verða ekki verulegar enda stendur til að halda í upprunalegt útlit hallarinnar. „Það hefur ekki miklu verið breytt síðan að skautahöllin var opnuð. Það eru komin 25 ár síðan að byggt var yfir svellið árið 1999.“ Hann segir að gamaldags og klassískt útlit skautahallarinnar hafi verið það sem hreif framleiðeiðendur þáttanna True Detective sem meðal annars voru teknir í höllinni en þar var nokkrum líkum komið fyrir á svellinu. „Planið er að klára að rífa allt út í þessari viku, það er nú bara einn dagur eftir af henni þannig við verðum að láta hendur standa frammi úr ermum.“ Skautaíþróttir Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Við erum að skipta um hringinn í kringum svellið sem kallaðir eru battar og gler. Það hefur ekki verið gert síðan skautahöllin var standsett á sínum tíma,“ segir Egill Eiðsson, rekstrarstjóri Skautahallarinnar. Litlu sem engu hefur verið breytt frá þeim tíma en endurbæturnar eru meðal annars tilkomnar vegna reglugerðar sem sett var af Alþjóðlega íshokkísambandinu og krefst breytinga á böttunum. Framkvæmdir hófust á mánudag en fyrst þurfti að þíða ísinn sem tekur fjóra til fimm daga. „Það eru sjö ár síðan við tókum ísinn af síðast. Í rauninni erum við alveg hættir að taka ísinn af nema við þurfum það nauðsynlega vegna þess að skautahöllin er bara lokuð í einn mánuð á ári.“ Halda í upprunalegt útlit Skautahöllin verður opnuð að nýju í byrjun september þegar framkvæmdum er lokið. Endurbæturnar verða ekki verulegar enda stendur til að halda í upprunalegt útlit hallarinnar. „Það hefur ekki miklu verið breytt síðan að skautahöllin var opnuð. Það eru komin 25 ár síðan að byggt var yfir svellið árið 1999.“ Hann segir að gamaldags og klassískt útlit skautahallarinnar hafi verið það sem hreif framleiðeiðendur þáttanna True Detective sem meðal annars voru teknir í höllinni en þar var nokkrum líkum komið fyrir á svellinu. „Planið er að klára að rífa allt út í þessari viku, það er nú bara einn dagur eftir af henni þannig við verðum að láta hendur standa frammi úr ermum.“
Skautaíþróttir Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira