Láninu varið í að tryggja örugga og heilsusamlega skóla Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. júní 2024 15:16 Einar Þorsteinsson er borgarstjóri Reykjavíkur. Vísir/Ívar 100 milljóna evra lán til Reykjavíkurborgar mun greiða götur borgarinnar þegar það kemur að umfangsmiklu viðhaldsátaki í skólahúsnæði borgarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Carlo Monticelli, bankastjóri Þróunarbanka Evrópuráðsins, komu saman í dag til að undirrita samning um 100 milljóna evra lán. Eins og greint hefur verið frá samþykkti meirihluti borgarstjórnar lántökuna í gær. Að því sem fram kemur í tilkynningunni mun láninu vera varið í að koma skólahúsnæði í borginni í nútímalegt horf og til að tryggja öruggt og heilsusamlegt skólahúsnæði. Eins og greint hefur verið frá hefur mygla og aðrir skaðvaldar hrjáð ýmsa skóla á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið gagnist innflytjendum og íbúum Grindavíkur „Með þessu átaki verður skólahúsnæði fært í nútímalegt horf þar sem aðstaða til kennslu og lærdóms verður í takt við það sem best verður á kosið í nútímakennslufræðum á öllum stigum náms frá leikskóla til loka grunnskóla,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir að lántakan muni gagnast um 22.500 börnum í Reykjavík. „Þar á meðal fjölskyldum innflytjenda, úkraínsku flóttafólki og þeim 200 fjölskyldum sem misstu nýlega heimili sín vegna eldsumbrota við Grindavík.“ Lánið dekkar aðeins hluta kostnaðar Fyrirhugað er að fjárfestingarnar komi til framkvæmda á tímabilinu 2023 til 2028 en heildarkostnaður nemur 223 milljón evrum. Lánið mun því aðeins dekka hluta framkvæmdanna. „Þessi lánssamningur styður okkur í að halda áfram mikilvægu viðhaldsátaki og uppbyggingu á skólahúsnæði í borginni og endurspeglar forgangsröðun okkar í meirihlutanum í þágu skólamála,“ er haft eftir Einari í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Undirritun samningsins fór fram í aðdraganda 57. sameiginlega fundar Þróunarbanka Evrópuráðsins sem hefst í dag og íslensk stjórnvöld standa að í ár en þar koma saman fulltrúar hluthafa og æðstu stjórnenda bankans. Ísland er eitt átta stofnríkja Þróunarbanka Evrópuráðsins. Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Stefnubreyting í fjármögnun borgarinnar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lántaka borgarinnar upp á 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, marka stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar. Borginni hafi gengið illa að fjármagna sig á skuldabréfaútboðum og hafi ekki átt annarra kosta völ en að leita á náðir þróunarbankans. 5. júní 2024 21:09 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira
Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Carlo Monticelli, bankastjóri Þróunarbanka Evrópuráðsins, komu saman í dag til að undirrita samning um 100 milljóna evra lán. Eins og greint hefur verið frá samþykkti meirihluti borgarstjórnar lántökuna í gær. Að því sem fram kemur í tilkynningunni mun láninu vera varið í að koma skólahúsnæði í borginni í nútímalegt horf og til að tryggja öruggt og heilsusamlegt skólahúsnæði. Eins og greint hefur verið frá hefur mygla og aðrir skaðvaldar hrjáð ýmsa skóla á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið gagnist innflytjendum og íbúum Grindavíkur „Með þessu átaki verður skólahúsnæði fært í nútímalegt horf þar sem aðstaða til kennslu og lærdóms verður í takt við það sem best verður á kosið í nútímakennslufræðum á öllum stigum náms frá leikskóla til loka grunnskóla,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir að lántakan muni gagnast um 22.500 börnum í Reykjavík. „Þar á meðal fjölskyldum innflytjenda, úkraínsku flóttafólki og þeim 200 fjölskyldum sem misstu nýlega heimili sín vegna eldsumbrota við Grindavík.“ Lánið dekkar aðeins hluta kostnaðar Fyrirhugað er að fjárfestingarnar komi til framkvæmda á tímabilinu 2023 til 2028 en heildarkostnaður nemur 223 milljón evrum. Lánið mun því aðeins dekka hluta framkvæmdanna. „Þessi lánssamningur styður okkur í að halda áfram mikilvægu viðhaldsátaki og uppbyggingu á skólahúsnæði í borginni og endurspeglar forgangsröðun okkar í meirihlutanum í þágu skólamála,“ er haft eftir Einari í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Undirritun samningsins fór fram í aðdraganda 57. sameiginlega fundar Þróunarbanka Evrópuráðsins sem hefst í dag og íslensk stjórnvöld standa að í ár en þar koma saman fulltrúar hluthafa og æðstu stjórnenda bankans. Ísland er eitt átta stofnríkja Þróunarbanka Evrópuráðsins.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Stefnubreyting í fjármögnun borgarinnar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lántaka borgarinnar upp á 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, marka stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar. Borginni hafi gengið illa að fjármagna sig á skuldabréfaútboðum og hafi ekki átt annarra kosta völ en að leita á náðir þróunarbankans. 5. júní 2024 21:09 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira
Stefnubreyting í fjármögnun borgarinnar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lántaka borgarinnar upp á 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, marka stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar. Borginni hafi gengið illa að fjármagna sig á skuldabréfaútboðum og hafi ekki átt annarra kosta völ en að leita á náðir þróunarbankans. 5. júní 2024 21:09