Fleiri karlar en konur sóttu um nám í HR Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. júní 2024 15:56 Háskólinn í Reykjavík er nú eini háskólinn á landinu sem er fjármagnaður að hluta til með skólagjöldum. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í Háskólanum í Reykjavík en fyrir haustönn þessa árs. Heildarfjöldi umsókna, að meðtöldum óyfirförnum umsóknum erlendis frá, er tæplega 4400 en var um 4200 síðasta vor. Um 53 prósent umsækenda voru karlar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HR. Umsóknarfrestur um grunnnám rann út í flestum háskólum landsins í gær. Fram kemur að umsóknarfrestur um meistaranám í HR hafi runnið út 30. apríl en opið sé fyrir umsóknir um nám í Háskólagrunni til 15. júní. Því séu líkur á að heildartala umsókna hækki enn. Fjöldi umsókna í grunnnám, meistaranám og doktorsnám séu á pari við síðasta ár, en þá hafi til dæmis umsóknum í grunnnám fjölgað mikið. Þá kemur fram að umsóknum um skiptinám og nám í Háskólagrunni fjölgi í ár. Það séu ívið fleiri karlar á meðal umsækjenda eða um 53 prósent. Flestar umsóknir bárust um nám við viðskipta- og hagfræðideild og fjölgar umsóknum þar á milli ára um tæp fjögur prósent. Næstflestar umsóknir bárust um nám við verkfræðideild þar sem umsóknum fjölgar um tæp sextán prósent á milli ára. Þá fjölgaði umsóknum um nám við iðn- og tæknifræðideild um rúm tíu prósent. „Það er mjög gleðilegt fyrir okkur í HR að sjá umsóknum fjölga eftir krefjandi vetur og ekki síst í ljósi þess að við erum nú eini háskólinn á Íslandi sem er fjármagnaður að hluta með skólagjöldum. Ég lít svo á að þetta sé einn besti vitnisburðurinn um það góða starf sem fer hér fram þar sem við leggjum allt okkar í að veita nemendum framúrskarandi menntun ásamt góðri og persónulegri þjónustu við bestu mögulegu aðstæður, þar sem allt er undir einu þaki,“ er haft eftir Ragnhildi Helgadóttur, rektor Háskólans í Reykjavík. Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HR. Umsóknarfrestur um grunnnám rann út í flestum háskólum landsins í gær. Fram kemur að umsóknarfrestur um meistaranám í HR hafi runnið út 30. apríl en opið sé fyrir umsóknir um nám í Háskólagrunni til 15. júní. Því séu líkur á að heildartala umsókna hækki enn. Fjöldi umsókna í grunnnám, meistaranám og doktorsnám séu á pari við síðasta ár, en þá hafi til dæmis umsóknum í grunnnám fjölgað mikið. Þá kemur fram að umsóknum um skiptinám og nám í Háskólagrunni fjölgi í ár. Það séu ívið fleiri karlar á meðal umsækjenda eða um 53 prósent. Flestar umsóknir bárust um nám við viðskipta- og hagfræðideild og fjölgar umsóknum þar á milli ára um tæp fjögur prósent. Næstflestar umsóknir bárust um nám við verkfræðideild þar sem umsóknum fjölgar um tæp sextán prósent á milli ára. Þá fjölgaði umsóknum um nám við iðn- og tæknifræðideild um rúm tíu prósent. „Það er mjög gleðilegt fyrir okkur í HR að sjá umsóknum fjölga eftir krefjandi vetur og ekki síst í ljósi þess að við erum nú eini háskólinn á Íslandi sem er fjármagnaður að hluta með skólagjöldum. Ég lít svo á að þetta sé einn besti vitnisburðurinn um það góða starf sem fer hér fram þar sem við leggjum allt okkar í að veita nemendum framúrskarandi menntun ásamt góðri og persónulegri þjónustu við bestu mögulegu aðstæður, þar sem allt er undir einu þaki,“ er haft eftir Ragnhildi Helgadóttur, rektor Háskólans í Reykjavík.
Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira