Bjarni vill fjölga meðmælendum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. júní 2024 07:30 Bjarni hefur boðað formenn flokka á fund í dag vegna stjórnarskrárbreytinga Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað formenn allra flokka á fund í dag að loknum ríkisstjórnarfundi. Tilefni fundarins er að ræða hugsanlegar breytingar á stjórnarskrá. Líklegt er að þar verði breytingar á meðmælendafjölda forsetaframbjóðenda til umræðu. Í samtali við mbl segist Bjarni þeirrar skoðunar að auka ætti meðmælandafjölda sem þurfi til að bjóða fram í forsetakosningum. „Ég efast ekki um að þeir frambjóðendur sem höfðu mestan stuðning í forsetakosningunum hefðu farið létt með að komast yfir hærri þröskuld en þann sem er í dag,“ segir Bjarni. Fimmtán hundruð undirskrifir þarf til að bjóða sig fram til embættis forseta en hækkun á þeim fjölda hefur reglulega komið til tals. Meðal þess sem lagt var til í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, um stjórnarskrárbreytingar var að meðmælafjöldi yrði 2,5 prósent Íslendinga í stað 1500. Frumvarpið hlaut ekki þinglega meðferð árið 2021. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt Alþingi fyrir að hafa ekki enn breytt ákvæðinu um fjölda meðmæla er Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Ísland. Hann sagði í upphafi árs að það drægi stórlega úr virðingu forsetaembættisins hversu fáar undirskriftir þyrfti. „Það er góð spurning af hverju þessu hefur ekki verið breytt og það er í rauninni mikil sorgarsaga. Það verður að skrifast á reikning þingsins og reikning sérstaklega þingmeirihlutans á hverjum tíma og ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma sem er náttúrulega leiðandi um það að svona breytingar séu gerðar,“ sagði Ólafur. Tólf voru í framboði til forseta í nýafstöðnum kosningum. Sex frambjóðendur fengu minna en 1500 atkvæði, en þau fengu samanlagt 3.010 atkvæði, alls 1,41 prósent atkvæða. Flest atkvæði, af þessum sex, fékk Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem fékk 1.383 atkvæði. Næstflest fékk Ástþór Magnússon með 465 atkvæði og svo Ásdís Rán Gunnarsdóttir með 394 atkvæði. Viktor Traustason fékk svo aðeins færri en Ásdís Rán eða 392 atkvæði. Helga Þórisdóttir fékk svo 275 atkvæði en fæst atkvæði fékk Eiríkur Ingi Jóhannsson sem fékk 101 atkvæði. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti. 3. júní 2024 12:15 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Sjá meira
Í samtali við mbl segist Bjarni þeirrar skoðunar að auka ætti meðmælandafjölda sem þurfi til að bjóða fram í forsetakosningum. „Ég efast ekki um að þeir frambjóðendur sem höfðu mestan stuðning í forsetakosningunum hefðu farið létt með að komast yfir hærri þröskuld en þann sem er í dag,“ segir Bjarni. Fimmtán hundruð undirskrifir þarf til að bjóða sig fram til embættis forseta en hækkun á þeim fjölda hefur reglulega komið til tals. Meðal þess sem lagt var til í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, um stjórnarskrárbreytingar var að meðmælafjöldi yrði 2,5 prósent Íslendinga í stað 1500. Frumvarpið hlaut ekki þinglega meðferð árið 2021. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt Alþingi fyrir að hafa ekki enn breytt ákvæðinu um fjölda meðmæla er Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Ísland. Hann sagði í upphafi árs að það drægi stórlega úr virðingu forsetaembættisins hversu fáar undirskriftir þyrfti. „Það er góð spurning af hverju þessu hefur ekki verið breytt og það er í rauninni mikil sorgarsaga. Það verður að skrifast á reikning þingsins og reikning sérstaklega þingmeirihlutans á hverjum tíma og ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma sem er náttúrulega leiðandi um það að svona breytingar séu gerðar,“ sagði Ólafur. Tólf voru í framboði til forseta í nýafstöðnum kosningum. Sex frambjóðendur fengu minna en 1500 atkvæði, en þau fengu samanlagt 3.010 atkvæði, alls 1,41 prósent atkvæða. Flest atkvæði, af þessum sex, fékk Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem fékk 1.383 atkvæði. Næstflest fékk Ástþór Magnússon með 465 atkvæði og svo Ásdís Rán Gunnarsdóttir með 394 atkvæði. Viktor Traustason fékk svo aðeins færri en Ásdís Rán eða 392 atkvæði. Helga Þórisdóttir fékk svo 275 atkvæði en fæst atkvæði fékk Eiríkur Ingi Jóhannsson sem fékk 101 atkvæði.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti. 3. júní 2024 12:15 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Sjá meira
Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti. 3. júní 2024 12:15