Foreldrum hætti til að setja pressu á börn sín Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júní 2024 10:17 Lydía Ósk Ómarsdóttir sálfræðingur ræddi samskipti foreldra við börnin sín þegar kemur að vali á menntaskóla. Sálfræðingur segir foreldra hætta til að gera of mikið úr vali barna sinna á menntaskóla og gefa valinu óeðlilega mikið vægi. Foreldrar upplifi margir hverjir að framtíð barnanna ráðist af valinu og því í hvaða menntaskóla barnið fer. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Lydía Ósk Ómarsdóttir sálfræðingur ræddi þar óeðlilega pressu þegar kemur að vali á framhaldsskóla, nú þegar grunnskólabörn útskrifast um land allt. Foreldrar líti á þetta sem mælistiku Lydía segir í Bítinu að börnin sem séu á leið í menntaskóla séu fimmtán, sextán ára. Þau séu því ekki með fullþroskaðan heila og geti ekki séð hlutina í sama samhengi og foreldrarnir. „Þannig það er svolítið okkar hlutverk að hjálpa þeim í gegnum þennan tíma en kannski stundum erum við ekkert rosalega góð í því, kannski við foreldrarnir sérstaklega, af því að við förum að setja of mikið vægi í þetta,“ segir Lydía. Foreldrum hætti til að mæla sinn árangur sem foreldrar út frá því hvaða einkunnir börn þeirra fái og í hvaða menntaskóla þau komist og jafnvel gæði barnanna sjálfra. Það sé skiljanlegt, um sé að ræða einhverskonar ótta um framtíðina. „Okkur finnst þetta samt skipta máli, við erum hrædd, þetta er einhverskonar ótti. Okkur finnst einhvern veginn eins og framtíð barnanna okkar ráðist af þessu og ef þau komast ekki í besta skólann þá einhvern veginn sjáum við fyrir okkur að lífið verði ekki jafn gott eða að þau komist ekki jafn langt í lífinu, sem er auðvitað ekkert rétt.“ Horfi inn á við Lydía minnir á að mikilvægt sé að taka tillit til þess að börn séu fjölbreyttur hópur. Ekki henti einn og sami skólinn hverjum sem er. Þar þurfi foreldrar að hlusta á börn sín og leiðbeina þeim. Sjálf veltir hún fyrir sér hvort börn þurfi að velja framabrautina of ung. „En við þurfum kannski líka bara að hjálpa krökkunum okkar í gegnum þetta og ef einhver er ofboðslega óviss þá kannski bara fer hann í skóla sem opnar kannski bara nokkrar leiðir fyrir viðkomandi þannig að viðkomandi geti valið um útskrift.“ Það að meta virði einstaklinga út frá einkunnum í stærðfræði til að mynda endurspegli að einhverju leyti óheilbrigt viðhorf í samfélaginu. Spurð hvernig foreldrar geti aðgreint heilbrigða pressu, aga, hvatningu frá óeðlilegri pressu segir Lydía: „Ég held að þú þurfir að skoða í rauninni hvaða vægi þú ert að leggja í menntaskólann. Ef þú hugsar: Barnið mitt getur ekki bara fengið að öðlast góða framtíð, getur ekki fengið gott starf, góðar tekjur nema að það komist inn í Versló, eða eitthvað, þá ertu kannski á villigötum.“ Það sé þó í eðli sínu pressa fólgin í því að reyna að komast inn í skólann sem barnið hafi valið sér. Það sé aldrei hægt að losna alfarið við þá pressutilfinningu, spennu og kvíða, jafnvel smá ótta. „Það er alveg eðlilegt að hann sé en hann má ekki vera þannig að hann lami fólk eða leiði fólk út í einhverja vitleysu, þannig að það fari að pressa of mikið á barnið sitt eða gera eitthvað sem er kannski ekki alveg viðeigandi eða í samræmi við raunverulega verkefnið sem er þarna fyrir hendi.“ Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Lydía Ósk Ómarsdóttir sálfræðingur ræddi þar óeðlilega pressu þegar kemur að vali á framhaldsskóla, nú þegar grunnskólabörn útskrifast um land allt. Foreldrar líti á þetta sem mælistiku Lydía segir í Bítinu að börnin sem séu á leið í menntaskóla séu fimmtán, sextán ára. Þau séu því ekki með fullþroskaðan heila og geti ekki séð hlutina í sama samhengi og foreldrarnir. „Þannig það er svolítið okkar hlutverk að hjálpa þeim í gegnum þennan tíma en kannski stundum erum við ekkert rosalega góð í því, kannski við foreldrarnir sérstaklega, af því að við förum að setja of mikið vægi í þetta,“ segir Lydía. Foreldrum hætti til að mæla sinn árangur sem foreldrar út frá því hvaða einkunnir börn þeirra fái og í hvaða menntaskóla þau komist og jafnvel gæði barnanna sjálfra. Það sé skiljanlegt, um sé að ræða einhverskonar ótta um framtíðina. „Okkur finnst þetta samt skipta máli, við erum hrædd, þetta er einhverskonar ótti. Okkur finnst einhvern veginn eins og framtíð barnanna okkar ráðist af þessu og ef þau komast ekki í besta skólann þá einhvern veginn sjáum við fyrir okkur að lífið verði ekki jafn gott eða að þau komist ekki jafn langt í lífinu, sem er auðvitað ekkert rétt.“ Horfi inn á við Lydía minnir á að mikilvægt sé að taka tillit til þess að börn séu fjölbreyttur hópur. Ekki henti einn og sami skólinn hverjum sem er. Þar þurfi foreldrar að hlusta á börn sín og leiðbeina þeim. Sjálf veltir hún fyrir sér hvort börn þurfi að velja framabrautina of ung. „En við þurfum kannski líka bara að hjálpa krökkunum okkar í gegnum þetta og ef einhver er ofboðslega óviss þá kannski bara fer hann í skóla sem opnar kannski bara nokkrar leiðir fyrir viðkomandi þannig að viðkomandi geti valið um útskrift.“ Það að meta virði einstaklinga út frá einkunnum í stærðfræði til að mynda endurspegli að einhverju leyti óheilbrigt viðhorf í samfélaginu. Spurð hvernig foreldrar geti aðgreint heilbrigða pressu, aga, hvatningu frá óeðlilegri pressu segir Lydía: „Ég held að þú þurfir að skoða í rauninni hvaða vægi þú ert að leggja í menntaskólann. Ef þú hugsar: Barnið mitt getur ekki bara fengið að öðlast góða framtíð, getur ekki fengið gott starf, góðar tekjur nema að það komist inn í Versló, eða eitthvað, þá ertu kannski á villigötum.“ Það sé þó í eðli sínu pressa fólgin í því að reyna að komast inn í skólann sem barnið hafi valið sér. Það sé aldrei hægt að losna alfarið við þá pressutilfinningu, spennu og kvíða, jafnvel smá ótta. „Það er alveg eðlilegt að hann sé en hann má ekki vera þannig að hann lami fólk eða leiði fólk út í einhverja vitleysu, þannig að það fari að pressa of mikið á barnið sitt eða gera eitthvað sem er kannski ekki alveg viðeigandi eða í samræmi við raunverulega verkefnið sem er þarna fyrir hendi.“
Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira