Borgarstjórinn tekinn í listflug á flugsýningu Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2024 08:40 Einar Þorsteinsson, þá formaður borgarráðs, flaug í rafmagnsflugvélinni TF-KWH á flugsýningunni í fyrra. Egill Aðalsteinsson Borgarstjórinn í Reykjavík, Einar Þorsteinsson, fer í listflug á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þetta verður meðal sýningaratriða á flugsýningu Flugmálafélags Íslands, sem stendur yfir milli klukkan 13 og 16. Flugstjórinn og listflugmaðurinn Snorri Bjarnvin Jónsson tekur borgarstjórann í listflugið á gamalli tveggja sæta sovéskri kennsluflugvél, Yak-52, TF-BCX, sem smíðuð var árið 1982. Stór glerkúpull er yfir farþegaklefa flugvélarinnar þannig að Einar Þorsteinsson ætti að fá gott útsýni yfir borgina um leið og hann kútveltist í háloftunum. Áætlað er borgarstjórinn fari í loftið klukkan 14:20. Listflug á Yak 52, TF-BCX, á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli í fyrra.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Áhugamenn um glæsiþotur fá sinn skerf. Þannig er áætlað að Gulfstream einkaþota lendi í miðri sýningu. Farþegaþotur frá Icelandair munu fljúga lágt yfir flugbrautinni og vélar frá Play birtast einnig yfir borginni. „Á flugsýningunni má með lifandi hætti sjá þann drifkraft og orku sem liggur í grasrót flugs á Íslandi. Á henni virðum við söguna, hið liðna, fögnum núinu og undirbúum framtíðina með því að vekja áhuga hjá komandi kynslóðum,” segir á heimasíðu flugsýningarinnar en Icelandair er aðalstyrktaraðili og Isavia helsti samstarfsaðili. Auk grasrótarinnar sýna nokkrir af helstu flugrekendum landsins dæmi um flugkost sinn. Landhelgisgæslan sýnir þyrlur, flugmælingavél Isavia verður á ferðinni og þyrlur frá Norðurflugi og Heliair leika listir sínar. Svifvængjamenn á sýningunni í fyrrasumar.HAFSTEINN SNÆR ÞORSTEINSSON Fyrsta atriðið klukkan 13 verður sviffluga dregin á loft en einnig verður listflug á svifflugu. Rafmagnsflugvélin TF-KWH flýgur, stuttflugbrautarflugtök og lendingar verða sýnd, svifvængir og fisflugvélar svífa yfir, kappflugmenn sýna kappflug dróna og stærsta dróna landsins verður flogið. Kannski verður magnaðasta atriði sýningarinnar þó flug listflugmannsins Luke Penners. Áætlað er að það hefjist klukkan 13:55 og standi í tólf mínútur. Sýningarsvæðið við Loftleiðahótelið verður opnað á hádegi klukkan 12. Aðgangur er ókeypis. Gestum er bent á bílastæði í kringum hótelið en einnig við Háskólann í Reykjavík og í Nauthólsvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá flugsýningunni í fyrrasumar: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Tengdar fréttir Flugsýning einn af stærstu menningarviðburðum borgarinnar Þúsundir manna sóttu flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem sjá mátti þverskurð íslenska fluggeirans, allt frá litlum drónum upp í stórar farþegaþotur. Margir tóku andköf þegar djarfir listflugmenn veltu sér um háloftin. 3. júní 2023 22:18 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Flugstjórinn og listflugmaðurinn Snorri Bjarnvin Jónsson tekur borgarstjórann í listflugið á gamalli tveggja sæta sovéskri kennsluflugvél, Yak-52, TF-BCX, sem smíðuð var árið 1982. Stór glerkúpull er yfir farþegaklefa flugvélarinnar þannig að Einar Þorsteinsson ætti að fá gott útsýni yfir borgina um leið og hann kútveltist í háloftunum. Áætlað er borgarstjórinn fari í loftið klukkan 14:20. Listflug á Yak 52, TF-BCX, á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli í fyrra.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Áhugamenn um glæsiþotur fá sinn skerf. Þannig er áætlað að Gulfstream einkaþota lendi í miðri sýningu. Farþegaþotur frá Icelandair munu fljúga lágt yfir flugbrautinni og vélar frá Play birtast einnig yfir borginni. „Á flugsýningunni má með lifandi hætti sjá þann drifkraft og orku sem liggur í grasrót flugs á Íslandi. Á henni virðum við söguna, hið liðna, fögnum núinu og undirbúum framtíðina með því að vekja áhuga hjá komandi kynslóðum,” segir á heimasíðu flugsýningarinnar en Icelandair er aðalstyrktaraðili og Isavia helsti samstarfsaðili. Auk grasrótarinnar sýna nokkrir af helstu flugrekendum landsins dæmi um flugkost sinn. Landhelgisgæslan sýnir þyrlur, flugmælingavél Isavia verður á ferðinni og þyrlur frá Norðurflugi og Heliair leika listir sínar. Svifvængjamenn á sýningunni í fyrrasumar.HAFSTEINN SNÆR ÞORSTEINSSON Fyrsta atriðið klukkan 13 verður sviffluga dregin á loft en einnig verður listflug á svifflugu. Rafmagnsflugvélin TF-KWH flýgur, stuttflugbrautarflugtök og lendingar verða sýnd, svifvængir og fisflugvélar svífa yfir, kappflugmenn sýna kappflug dróna og stærsta dróna landsins verður flogið. Kannski verður magnaðasta atriði sýningarinnar þó flug listflugmannsins Luke Penners. Áætlað er að það hefjist klukkan 13:55 og standi í tólf mínútur. Sýningarsvæðið við Loftleiðahótelið verður opnað á hádegi klukkan 12. Aðgangur er ókeypis. Gestum er bent á bílastæði í kringum hótelið en einnig við Háskólann í Reykjavík og í Nauthólsvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá flugsýningunni í fyrrasumar:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Tengdar fréttir Flugsýning einn af stærstu menningarviðburðum borgarinnar Þúsundir manna sóttu flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem sjá mátti þverskurð íslenska fluggeirans, allt frá litlum drónum upp í stórar farþegaþotur. Margir tóku andköf þegar djarfir listflugmenn veltu sér um háloftin. 3. júní 2023 22:18 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Flugsýning einn af stærstu menningarviðburðum borgarinnar Þúsundir manna sóttu flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem sjá mátti þverskurð íslenska fluggeirans, allt frá litlum drónum upp í stórar farþegaþotur. Margir tóku andköf þegar djarfir listflugmenn veltu sér um háloftin. 3. júní 2023 22:18