Ótrúlegt atvik á EM: Fagnaði of snemma og missti af medalíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2024 10:16 Laura García-Caro horfir með skelfingarsvip á Lyudmylu Olyanovska. getty/Pier Marco Tacca Það borgar sig aldrei að fagna of snemma. Það kom svo sannarlega í ljós í úrslitum í göngu á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Róm í gær. Þegar hún átti fimm metra í mark byrjaði Laura García-Caro að fagna enda hélt hún að hún væri örugg með bronsverðlaun. Hún hafði meira að segja náð sér í spænskan fána sem hún setti um hálsinn. En García-Caro fagnaði of snemma því Lyudmila Olyanovska frá Úkraínu hafði ekki gefist upp. Hún náði García-Caro og tók svo framúr henni við endamarkið. Þeirri spænsku krossbrá þegar hún sá Olyanovsku við hlið sér og áttaði sig á því draumurinn um að vinna brons væri úr sögunni. Þetta ótrúlega atvik má sjá hér fyrir neðan. Disaster! 😱Rule number one: don't celebrate too early! 😬#Roma2024 #IgniteTheFire pic.twitter.com/neqiuXoEz3— European Athletics (@EuroAthletics) June 7, 2024 „Ég var mjög þreytt á lokahringnum. Ég gerði mitt besta,“ sagði svekkt García-Caro eftir gönguna. Olyanovska tileinkaði þjóð sinni bronsmedalíuna. „Þetta er mjög tilfinningaþrungin stund fyrir mig. Auðvitað var ég þreytt síðasta kílómeterinn og síðustu metrana en ég vildi svo mikið vinna þessa medalíu fyrir þjóð mína. Það er stríð í Úkraínu. Við æfum við mjög erfiðar aðstæður, þetta var erfiður undirbúningur en ég er mjög ánægð með að hafa komið með medalíu heim. Það hvatti mig mest áfram.“ Heimakonurnar Antonella Palmisano og Valentina Trapletti urðu í fyrstu tveimur sætunum í göngunni. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Sjá meira
Þegar hún átti fimm metra í mark byrjaði Laura García-Caro að fagna enda hélt hún að hún væri örugg með bronsverðlaun. Hún hafði meira að segja náð sér í spænskan fána sem hún setti um hálsinn. En García-Caro fagnaði of snemma því Lyudmila Olyanovska frá Úkraínu hafði ekki gefist upp. Hún náði García-Caro og tók svo framúr henni við endamarkið. Þeirri spænsku krossbrá þegar hún sá Olyanovsku við hlið sér og áttaði sig á því draumurinn um að vinna brons væri úr sögunni. Þetta ótrúlega atvik má sjá hér fyrir neðan. Disaster! 😱Rule number one: don't celebrate too early! 😬#Roma2024 #IgniteTheFire pic.twitter.com/neqiuXoEz3— European Athletics (@EuroAthletics) June 7, 2024 „Ég var mjög þreytt á lokahringnum. Ég gerði mitt besta,“ sagði svekkt García-Caro eftir gönguna. Olyanovska tileinkaði þjóð sinni bronsmedalíuna. „Þetta er mjög tilfinningaþrungin stund fyrir mig. Auðvitað var ég þreytt síðasta kílómeterinn og síðustu metrana en ég vildi svo mikið vinna þessa medalíu fyrir þjóð mína. Það er stríð í Úkraínu. Við æfum við mjög erfiðar aðstæður, þetta var erfiður undirbúningur en ég er mjög ánægð með að hafa komið með medalíu heim. Það hvatti mig mest áfram.“ Heimakonurnar Antonella Palmisano og Valentina Trapletti urðu í fyrstu tveimur sætunum í göngunni.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Sjá meira