Russell á ráspól á sama tíma og Verstappen Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2024 22:15 George Russell ræsir fremstur í kanadíska kappakstrinum. Mark Thompson/Getty Images George Russell mun ræsa fremstur þegar kanadíski kappaksturinn í Formúlu 1 hefst á morgun. Russell setti hraðasta tímann í lokaumferð tímatökunnar í kvöld þegar hann kom í mark á 1:12,000. Heimsmeistarinn Max Verstappen kom í mark á nákvæmlega sama tíma og Russell, en þar sem Russell setti sinn tíma á undan verður hann framar í rásröðinni. IT'S A DEAD HEAT BUT GEORGE RUSSELL TAKES POLE!!!! 😱😱Verstappen matches the Mercedes driver's time but because Russell set the time first, HE GETS IT! 👏👏#F1 #CanadianGP pic.twitter.com/G0sRyNqCf3— Formula 1 (@F1) June 8, 2024 Verstappen þarf því að sætta sig við að ræsa annar, en óhætt er að segja að tæpara hafi það ekki geta staðið. Lando Norris mun svo ræsa þriðji, en hann var aðeins 0,021 sekúndu hægari en Russell og Verstappen, og liðsfélagi hans hjá McLaren, Oscar Piastri, ræsir fjórði. Hins vegar er hægt að segja að aðrir sem ætla sér að berjast um heimsmeistaratitilinn hafi runnið á rassinn. Lewis Hamilton mun ræsa sjöundi og Ferrari-mennirnir Carlos Sainz og Charles Leclerc verða 11. og 12. í rásröðinni eftir að hafa mistekist að komast í lokahlutann. Þá þarf Sergio Perez að sætta sig við að ræsa 16. eftir að hafa dottið úr leik í fyrsta hluta tímatökunnar. Akstursíþróttir Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Russell setti hraðasta tímann í lokaumferð tímatökunnar í kvöld þegar hann kom í mark á 1:12,000. Heimsmeistarinn Max Verstappen kom í mark á nákvæmlega sama tíma og Russell, en þar sem Russell setti sinn tíma á undan verður hann framar í rásröðinni. IT'S A DEAD HEAT BUT GEORGE RUSSELL TAKES POLE!!!! 😱😱Verstappen matches the Mercedes driver's time but because Russell set the time first, HE GETS IT! 👏👏#F1 #CanadianGP pic.twitter.com/G0sRyNqCf3— Formula 1 (@F1) June 8, 2024 Verstappen þarf því að sætta sig við að ræsa annar, en óhætt er að segja að tæpara hafi það ekki geta staðið. Lando Norris mun svo ræsa þriðji, en hann var aðeins 0,021 sekúndu hægari en Russell og Verstappen, og liðsfélagi hans hjá McLaren, Oscar Piastri, ræsir fjórði. Hins vegar er hægt að segja að aðrir sem ætla sér að berjast um heimsmeistaratitilinn hafi runnið á rassinn. Lewis Hamilton mun ræsa sjöundi og Ferrari-mennirnir Carlos Sainz og Charles Leclerc verða 11. og 12. í rásröðinni eftir að hafa mistekist að komast í lokahlutann. Þá þarf Sergio Perez að sætta sig við að ræsa 16. eftir að hafa dottið úr leik í fyrsta hluta tímatökunnar.
Akstursíþróttir Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira