Benny Gantz hættur í þjóðstjórn Netanjahús Árni Sæberg skrifar 9. júní 2024 18:14 Benny Gantz er hættur í stjórn Netanjahús. Tasos Katopodis/Getty Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur tilkynnt afsögn sína úr þjóðstjórn Benjamíns Netanjahús. Hann er leiðtogi Þjóðareiningarbandalagsins og pólitískur andstæðingur Netanjahús. Þjóðareiningarbandalagið var eini miðjuflokkurinn í þjóðstjórninni, sem var mynduð skömmu eftir árásir Hamas þann 7. október og upphaf átakanna sem nú geisa fyrir botni Miðjarðarhafs. Gaf Netanjahú frest til gærdagsins Gantz hafði hótað því að segja sig úr þjóðstjórninni ef Netanjahú hefði ekki tilkynnt áætlun um enduruppbyggingu á Gasa að stríði loknu. Hann gaf forsætisráðherranum frest til 8. júní en samkvæmt frétt Reuters ákvað hann að fresta afsögninni um einn dag í ljósi björgunar gíslanna fjögurra í gær. „Netanjahú kemur í veg fyrir að við færumst nær sönnum sigri í stríðinu. Þess vegna yfirgefum við þjóðsstjórnina í dag, með trega en af festu,“ sagði Gantz á blaðamannafundi síðdegis. Ekki rétti tíminn til að hætta Á blaðamannafundinum hvatti Gantz Netanjahú til þess að boða til kosninga. Stjórn Netanjahús fer enn með meirihluta á ísraelska þinginu, Knesset, 64 sæti af 120. Því er meirihluti hans ekki í hættu en hann mun nú þurfa að reiða sig enn meira á samstarfsflokkana, sem eru lengra til hægri á hinum pólitíska ás en Likud-flokkur hans. Netanjahú hefur brugðist við afsögn Gantz á samfélagsmiðlinum X. „Nú er ekki rétti tíminn til þess að yfirgefa bardagann, nú er tíminn til að snúa bökum saman,“ segir hann. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Samkomulag hefur náðst um þjóðstjórn Samkomulag hefur náðst milli Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, pólitísks andstæðings hans og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, um að stjórnmálabandalag hans Þjóðareiningarbandalagið gangi til liðs við ríkisstjórnina til að mynda þjóðstjórn. 11. október 2023 14:21 Netanyahu fastur milli steins og sleggju Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, er nú sagður standa frammi fyrir því að þurfa mögulega að velja á milli þess að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir og þess að halda lífi í ríkisstjórn sinni. 3. júní 2024 07:18 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Þjóðareiningarbandalagið var eini miðjuflokkurinn í þjóðstjórninni, sem var mynduð skömmu eftir árásir Hamas þann 7. október og upphaf átakanna sem nú geisa fyrir botni Miðjarðarhafs. Gaf Netanjahú frest til gærdagsins Gantz hafði hótað því að segja sig úr þjóðstjórninni ef Netanjahú hefði ekki tilkynnt áætlun um enduruppbyggingu á Gasa að stríði loknu. Hann gaf forsætisráðherranum frest til 8. júní en samkvæmt frétt Reuters ákvað hann að fresta afsögninni um einn dag í ljósi björgunar gíslanna fjögurra í gær. „Netanjahú kemur í veg fyrir að við færumst nær sönnum sigri í stríðinu. Þess vegna yfirgefum við þjóðsstjórnina í dag, með trega en af festu,“ sagði Gantz á blaðamannafundi síðdegis. Ekki rétti tíminn til að hætta Á blaðamannafundinum hvatti Gantz Netanjahú til þess að boða til kosninga. Stjórn Netanjahús fer enn með meirihluta á ísraelska þinginu, Knesset, 64 sæti af 120. Því er meirihluti hans ekki í hættu en hann mun nú þurfa að reiða sig enn meira á samstarfsflokkana, sem eru lengra til hægri á hinum pólitíska ás en Likud-flokkur hans. Netanjahú hefur brugðist við afsögn Gantz á samfélagsmiðlinum X. „Nú er ekki rétti tíminn til þess að yfirgefa bardagann, nú er tíminn til að snúa bökum saman,“ segir hann.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Samkomulag hefur náðst um þjóðstjórn Samkomulag hefur náðst milli Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, pólitísks andstæðings hans og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, um að stjórnmálabandalag hans Þjóðareiningarbandalagið gangi til liðs við ríkisstjórnina til að mynda þjóðstjórn. 11. október 2023 14:21 Netanyahu fastur milli steins og sleggju Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, er nú sagður standa frammi fyrir því að þurfa mögulega að velja á milli þess að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir og þess að halda lífi í ríkisstjórn sinni. 3. júní 2024 07:18 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Samkomulag hefur náðst um þjóðstjórn Samkomulag hefur náðst milli Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, pólitísks andstæðings hans og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, um að stjórnmálabandalag hans Þjóðareiningarbandalagið gangi til liðs við ríkisstjórnina til að mynda þjóðstjórn. 11. október 2023 14:21
Netanyahu fastur milli steins og sleggju Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, er nú sagður standa frammi fyrir því að þurfa mögulega að velja á milli þess að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir og þess að halda lífi í ríkisstjórn sinni. 3. júní 2024 07:18