Macron veðjar á að Frakkar séu í áfalli Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2024 12:12 Emmanuel Macron hefur leyst upp franska þingið og boðað til kosninga. AP/Caroline Blumberg Stjórnmálafræðingur segir forseta Frakklands greinilega veðja á að Frakkar séu í áfalli eftir uppgang hægri þjóðernissinna í nýafstöðnum evrópuþingskosningum, með því að boða strax til þingkosninga í Frakklandi. Þrátt fyrir gott gengi hægri flokka heldur bandalag miðjuflokka í kosningum til Evrópuþingsins. Íbúar í aðildarríkjum Evrópusambandsins kusu til Evrópuþingsins í liðinni viku þar sem hægriflokkar bættu við sig miklu fylgi. Bandalag íhaldsflokka (EPP) fékk 191 þingsæti, bandalag Framfarasinnaðra sósíalista og demókrata (S&D) fékk 135 þingsæti, bandalag Miðju- og frjálslyndra flokka (RE) fékk 83 þingsæti. Bandalag Hægriflokka (ECR) fékk 71 þingsæti, bandalag farhægriflokka (ID) fékk 57 þingsæti, Græningjar fengu 53 og Evrópska vinstrið 35 sæti. Þrátt fyrir mikla fylgisaukningu hægriflokka er reiknað með að bandalag mið- og hófsamari hægriflokka haldi meirihluta sínum á Evrópuþinginu.Getty Úrslitin duga hins vegar núverandi meirihluta EPP, S&D og RE til áframhaldandi samstarfs á Evrópuþinginu. Ursula von der Leyen forseti leiðtogaráðsins, sem sækist eftir endurkjöri til annars kjörtímabils, lýsti því yfir í morgun að hún vildi að þetta samstarf héldi áfram. Þá hefur Nicolas Schmidt leiðtogi S&D einnig lýst yfir vilja til að halda samstarfinu áfram. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að þrátt fyrir mikla hægri sveiflu í kosningunum hafi fylgið leitað til hófsamari hægriflokka fremur en þjóðernis poppúlista. Það stefni allt í að bandalag miðjuflokka haldi. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir kjósendur oft senda stjórnvöldum heimafyrir skilaboð í kosningum til Evrópuþingsins.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Og Ursula von der Leyen hefur ef eitthvað er styrkt stöðu sína. En haldi bandalagið eins og það hefur gert hingað til ætti hún að hljóta útnefninguna svona tiltölulega auðveldlega,“ segir Eiríkur. Kosningarnar hafa hins vegar afleiðingar í þýskum og frönskum stjórnmálum þar sem stjórnarflokkar fengu slæma útreið í evrópukosningunum. Farhægriflokkum gekk vel og þannig vann Þjóðernisflokkur Marine Le Pen stórsigur og fékk 32 prósent atkvæða. Það er tvöfalt meira fylgi en Endurreisnarflokkur Emmanuels Macron forseta Frakklands hlaut. Marine Le Pen delivers gleðst yfir mikilli fylgisaukningu flokks hennar á Evrópuþinginu.AP/Lewis Joly Hann brást við úrslitunum strax í morgun með því að leysa upp franska þingið og boða til þingkosninga sem fram fara í tveimur umferðum hinn 30. júní og 7. júlí. En sjálfur á hann eftir um þrjú ár af sínu kjörtímabili sem forseti. Eiríkur segir það ekki koma á óvart þar sem flokkur Macrons væri nú þegar í minnihluta í franska þinginu. Kjósendur sendu stjórnvöldum heima fyrir oft skilaboð í evrópuþingskosningum. Macron væri að veðja á að Frakkar væru í áfalli eftir þessi úrslit í evrópuþingskosningunum. „Að einhverju leyti er þetta hræðsluviðbragð. Hann er líka að spila með það kannski sjokk sem sumir Frakkar, svona meginstraums Frakkar, upplifa við þessa niðurstöðu. Hann geti þá sópað til sín einhverjum stuðningi út á það sjokk sem einhverjir Frakkar hafa orðið fyrir. Það virðist vera veðmálið. En nota bene, hann er ekki að hætta sínum eigin stól,“ segir Eiríkur Bergmann. Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Öfgahægrið sækir í sig veðrið en miðjan heldur Flokkar sem teljast til öfgahægrisins sóttu verulega í sig veðrið í Evrópuþingskosningum sem lauk í dag. Þrátt fyrir það bendir allt til þess að bandalag miðjuflokka muni halda meirihluta þingsæta. 9. júní 2024 23:32 Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. 9. júní 2024 19:23 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira
Íbúar í aðildarríkjum Evrópusambandsins kusu til Evrópuþingsins í liðinni viku þar sem hægriflokkar bættu við sig miklu fylgi. Bandalag íhaldsflokka (EPP) fékk 191 þingsæti, bandalag Framfarasinnaðra sósíalista og demókrata (S&D) fékk 135 þingsæti, bandalag Miðju- og frjálslyndra flokka (RE) fékk 83 þingsæti. Bandalag Hægriflokka (ECR) fékk 71 þingsæti, bandalag farhægriflokka (ID) fékk 57 þingsæti, Græningjar fengu 53 og Evrópska vinstrið 35 sæti. Þrátt fyrir mikla fylgisaukningu hægriflokka er reiknað með að bandalag mið- og hófsamari hægriflokka haldi meirihluta sínum á Evrópuþinginu.Getty Úrslitin duga hins vegar núverandi meirihluta EPP, S&D og RE til áframhaldandi samstarfs á Evrópuþinginu. Ursula von der Leyen forseti leiðtogaráðsins, sem sækist eftir endurkjöri til annars kjörtímabils, lýsti því yfir í morgun að hún vildi að þetta samstarf héldi áfram. Þá hefur Nicolas Schmidt leiðtogi S&D einnig lýst yfir vilja til að halda samstarfinu áfram. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að þrátt fyrir mikla hægri sveiflu í kosningunum hafi fylgið leitað til hófsamari hægriflokka fremur en þjóðernis poppúlista. Það stefni allt í að bandalag miðjuflokka haldi. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir kjósendur oft senda stjórnvöldum heimafyrir skilaboð í kosningum til Evrópuþingsins.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Og Ursula von der Leyen hefur ef eitthvað er styrkt stöðu sína. En haldi bandalagið eins og það hefur gert hingað til ætti hún að hljóta útnefninguna svona tiltölulega auðveldlega,“ segir Eiríkur. Kosningarnar hafa hins vegar afleiðingar í þýskum og frönskum stjórnmálum þar sem stjórnarflokkar fengu slæma útreið í evrópukosningunum. Farhægriflokkum gekk vel og þannig vann Þjóðernisflokkur Marine Le Pen stórsigur og fékk 32 prósent atkvæða. Það er tvöfalt meira fylgi en Endurreisnarflokkur Emmanuels Macron forseta Frakklands hlaut. Marine Le Pen delivers gleðst yfir mikilli fylgisaukningu flokks hennar á Evrópuþinginu.AP/Lewis Joly Hann brást við úrslitunum strax í morgun með því að leysa upp franska þingið og boða til þingkosninga sem fram fara í tveimur umferðum hinn 30. júní og 7. júlí. En sjálfur á hann eftir um þrjú ár af sínu kjörtímabili sem forseti. Eiríkur segir það ekki koma á óvart þar sem flokkur Macrons væri nú þegar í minnihluta í franska þinginu. Kjósendur sendu stjórnvöldum heima fyrir oft skilaboð í evrópuþingskosningum. Macron væri að veðja á að Frakkar væru í áfalli eftir þessi úrslit í evrópuþingskosningunum. „Að einhverju leyti er þetta hræðsluviðbragð. Hann er líka að spila með það kannski sjokk sem sumir Frakkar, svona meginstraums Frakkar, upplifa við þessa niðurstöðu. Hann geti þá sópað til sín einhverjum stuðningi út á það sjokk sem einhverjir Frakkar hafa orðið fyrir. Það virðist vera veðmálið. En nota bene, hann er ekki að hætta sínum eigin stól,“ segir Eiríkur Bergmann.
Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Öfgahægrið sækir í sig veðrið en miðjan heldur Flokkar sem teljast til öfgahægrisins sóttu verulega í sig veðrið í Evrópuþingskosningum sem lauk í dag. Þrátt fyrir það bendir allt til þess að bandalag miðjuflokka muni halda meirihluta þingsæta. 9. júní 2024 23:32 Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. 9. júní 2024 19:23 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira
Öfgahægrið sækir í sig veðrið en miðjan heldur Flokkar sem teljast til öfgahægrisins sóttu verulega í sig veðrið í Evrópuþingskosningum sem lauk í dag. Þrátt fyrir það bendir allt til þess að bandalag miðjuflokka muni halda meirihluta þingsæta. 9. júní 2024 23:32
Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. 9. júní 2024 19:23