Hákon Arnar varð 21 árs fyrr á árinu og var frábær í 1-0 sigri Íslands á Englandi á dögunum. Hann er svo að sjálfsögðu í byrjunarliði Íslands gegn Hollandi í kvöld.
Þessi ungi en stórskemmtilegi leikmaður varð tvöfaldur danskur meistari með FCK á síðasta ári og gekk í kjölfarið í raðir Lille. Þar var byrjaði hann af krafti á undirbúningstímabilinu en svo fjaraði aðeins undan þegar leiktíðin fór af stað.
Eðlilega tók það ungan leikmann smá tíma að aðlagast nýju liði, landi og umhverfi. Þó svo að bróðir hans hafi flutt með honum.
Alls spilaði Hákon Arnar 26 leiki í deildinni og skoraði tvö mörk. Þá gaf hann fjórar stoðsendingar í átta Sambandsdeildarleikjum ásamt því að skora þrjú og gefa tvær stoðsendingar í tveimur bikarleikjum.
Samfélagsmiðlastjóri Lille hefur skrúfað pressuna á íslenska landsliðsmanninum verulega upp fyrir komandi leiktíð þar sem aðgangur liðsins á X, áður Twitter, hefur tekið saman það besta frá „syni Haraldar“ á síðari hluta síðasta tímabils.
Arrivé cet été en France, Hakon Haraldsson a dû s'adapter à un nouveau championnat et une nouvelle culture, mais il nous a montré tout son talent, notamment sur la seconde partie de la saison 🤩
— LOSC (@losclive) June 8, 2024
Retour sur les performances du fils d'Harald 🔛 pic.twitter.com/3XOAOtPvZf