Meðvitaður um stöðu sína hjá Man Utd en vill ólmur vera áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2024 23:31 Erik ten Hag hefur þjálfað Man United undanfarin tvö tímabil, unnið tvo titla og farið með liðið í alls þrjá úrslitaleiki. Matthew Peters/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, er sagður meðvitaður um stöðu sína hjá félaginu en vill ólmur vera þar áfram þrátt fyrir að Man Utd hafi skoðað þjálfaramarkaðinn í sumar. Man United átti arfaslakt tímabil en endaði tímabilið þó vel með deildarsigrum á Brighton & Hove Albion sem og Newcastle United. Þá stóð liðið uppi sem enskur bikarmeistari eftir sigur á grönnum sínum í Manchester City. Það má færa rök fyrir því að slæmt gengi liðsins hafi ekki verið alfarið Ten Hag að kenna þar sem meiðslavandræði þess voru einfaldlega endalaus. Þá gat hann ekki styrkt hópinn að viti síðasta sumar og þeir sem komu inn voru annað hvort mikið meiddir eða andlega fjarverandi. Eftir að tímabilinu lauk var ljóst að mikið að breytingum myndi eiga sér stað eftir innkomu Sir Jim Ratcliffe sem minnihluta eigenda. Hinir ýmsu þjálfarar hafa verið orðaðir við Man United og er næsta öruggt að félagið hafi rætt við Thomas Tuchel en hann átti arfaslakt tímabil með þýska stórveldinu Bayern München og var í kjölfarið látinn fara. Sky Sports hefur nú greint frá því að Ten Hag sé meðvitaður um stöðu sína í Manchester og hann skilji vel að félagið hafi tekið stöðuna á öðrum þjálfurum. Það breyti því hins vegar ekki að Ten Hag vill ólmur halda áfram sem þjálfari liðsins og vonast til að vera á hliðarlínunni þegar nýtt tímabil fer af stað. Erik ten Hag is aware of reports Manchester United have been in contact with other managers. He has always wanted to stay at United but is realistic when it comes to expectations about his future 🔴 pic.twitter.com/YwyYnYlQ6i— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 10, 2024 Sem stendur er alls óvíst hvort af því verður en það virðast ekki margir ákjósanlegir kostir í stöðunni. Svo er einfaldlega spurning hvort Man Utd hafi tíma í að skipta um þjálfara ef horft er í hversu mikil vinna er framundan að uppfæra leikmannahóp liðsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Man United átti arfaslakt tímabil en endaði tímabilið þó vel með deildarsigrum á Brighton & Hove Albion sem og Newcastle United. Þá stóð liðið uppi sem enskur bikarmeistari eftir sigur á grönnum sínum í Manchester City. Það má færa rök fyrir því að slæmt gengi liðsins hafi ekki verið alfarið Ten Hag að kenna þar sem meiðslavandræði þess voru einfaldlega endalaus. Þá gat hann ekki styrkt hópinn að viti síðasta sumar og þeir sem komu inn voru annað hvort mikið meiddir eða andlega fjarverandi. Eftir að tímabilinu lauk var ljóst að mikið að breytingum myndi eiga sér stað eftir innkomu Sir Jim Ratcliffe sem minnihluta eigenda. Hinir ýmsu þjálfarar hafa verið orðaðir við Man United og er næsta öruggt að félagið hafi rætt við Thomas Tuchel en hann átti arfaslakt tímabil með þýska stórveldinu Bayern München og var í kjölfarið látinn fara. Sky Sports hefur nú greint frá því að Ten Hag sé meðvitaður um stöðu sína í Manchester og hann skilji vel að félagið hafi tekið stöðuna á öðrum þjálfurum. Það breyti því hins vegar ekki að Ten Hag vill ólmur halda áfram sem þjálfari liðsins og vonast til að vera á hliðarlínunni þegar nýtt tímabil fer af stað. Erik ten Hag is aware of reports Manchester United have been in contact with other managers. He has always wanted to stay at United but is realistic when it comes to expectations about his future 🔴 pic.twitter.com/YwyYnYlQ6i— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 10, 2024 Sem stendur er alls óvíst hvort af því verður en það virðast ekki margir ákjósanlegir kostir í stöðunni. Svo er einfaldlega spurning hvort Man Utd hafi tíma í að skipta um þjálfara ef horft er í hversu mikil vinna er framundan að uppfæra leikmannahóp liðsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira