Fjórar brýnar ástæður til að hætta viðskiptum við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar 12. júní 2024 12:00 Ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd er örugglega óvinsælasta fyrirtæki á Íslandi því samkvæmt könnun vilja um 60% Íslendinga ekki skipta við þau fyrirtæki og stofnanir sem nota Rapyd. Ástæðurnar eru ummæli forstjóra fyrirtækisins um að Rapyd standi með Ísrael í stríðinu á Gaza og að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu svo framarlega sem herinn nái markmiðum sínum. Þessi sami maður er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi. Við þetta bætist að Rapyd hefur sett á stofn sérstakt „war room“ til að vinna með ísraelska hernum að því að finna peningasendingar til andstæðinga Ísraels eins og Hamas samtakanna. Rapyd styður þannig ekki bara hernaðinn á Gaza - heldur tekur beinan þátt í honum. Vegna þessa viljum við mörg alls ekki eiga í neinum viðskiptum við Rapyd. Enn eru þó fjölmörg sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki sem ennþá skipta við fyrirtækið. Hér eru fjórar brýnar ástæður til að hætta þeim viðskiptum strax í dag: 1. Rapyd stundar viðskipti í ólöglegum landtökubyggðum Ísraels í Palestínu og við eigum alls ekki að skipta við fyrirtæki sem það gera. Utanríkisráðherra Noregs sendi nýlega viðvörun til þarlendra fyrirtækja um að eiga ekki í viðskiptum við ísraelsk fyrirtæki sem starfa á landtökubyggðum vegna þess að með því að skipta við þessi fyrirtæki stuðli þau að brotum á alþjóðalögum þar á meðal alþjóðlegum mannréttindalögum. Sams konar viðvaranir hafa Evrópusambandið og mörg einstök ríki gefið út. Þessar viðvaranir gildia líka um sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi sem eiga í viðskiptum við Rapyd. Er það raunverulega vilji og ásetningur þessara aðila að stuðla að brotum á alþjóðalögum? 2. Bein þáttaka Rapyd í stríðinu á Gaza gerir fyrirtækið beinlínis samsekt í þjóðarmorðinu sem þar er verið að fremja. Alþjóðadómstóllinn í Haag sagð í byrjun árs að líklega séu Ísraelsmenn að fremja þjóðarmorð en endanlegur úrskurður dómstólsins er ekki kominn. Vilja sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi virkilega eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þjóðarmorði? Þessari spurningu þurfa þau að svara. Svarið skiptir okkur öll máli, okkur sem búum í þessum sveitafélögum og eigum í viðskiptum við þessar stofnanir og fyrirtæki. Við getum sniðgengið fyrirtæki sem nota Rapyd og það gerum við nú þegar í stórum stíl (sjá hirdir.is). Við eigum efiðara með að sniðganga sveitafélög og stofnanir en við gerum hins vegar sterkari siðferðilegar kröfur til þeirra. Þau starfa á samfélagslegum grunni og eiga að virða og fylgja siðferðilegum viðmiðum. Viðskipti við fyrirtæki sem taka þátt í þjóðarmorði er ekki innan þeirra viðmiða. 3. Könnun Maskínu frá því í mars sýnir að tæplega 60% landsmanna vilja ekki skipta við fyrirtæki og stofnanir sem nota Rapyd sem færsluhirði. Reikna má með að þessi tala hafi hækkað á þeim mánuðum sem síðan hafa liðið og við höfum þurft að horfa upp á fleiri morð á konum og börnum og hungursneyðina sem þar ríkir núna. Það er eðlilegt að sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki taki tillit til þessa einlæga vilja meirihluta landsmanna. Fögur orð um samfélagslega ábyrgð eru innantóm ef þeim fylgja engar gjörðir. 4. Á Íslandi býr núna töluvert af fólki frá Palestínu og þetta fólk er hluti af samfélagi okkar. Það er ekki verjandi að sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki bjóði þessu fólki upp á að skipta við Rapyd sem styður með beinum hætti dráp á vinum þeirra og ættingjum. Ábyrgð þeirra sem eru í forsvari fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki er mikil - og undan henni verður ekki vikist. Fyrir flesta er mjög einfalt að skipta. Eitt símtal við samkeppnisaðila Rapyd er allt sem þarf. Ef reksturinn er flókinn getur þetta verið meira mál en mörg slík fyrirtæki hafa engu að síður tekið skrefið og uppskorið ánægju almennings. Nýjasta dæmið um það eru Hagar sem eiga Hagkaup og Bónus sem nýlega hættu viðskiptum við Rapyd. Hagar eiga líka Olís en þar munu skiptin taka eitthvað lengri tíma. Það er engin afsökun fyrir því að skipta ekki um færsluhirði - og ekki eftir neinu að bíða. Hættum öllum viðskiptum við Rapyd - strax í dag. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Átök í Ísrael og Palestínu Greiðslumiðlun Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd er örugglega óvinsælasta fyrirtæki á Íslandi því samkvæmt könnun vilja um 60% Íslendinga ekki skipta við þau fyrirtæki og stofnanir sem nota Rapyd. Ástæðurnar eru ummæli forstjóra fyrirtækisins um að Rapyd standi með Ísrael í stríðinu á Gaza og að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu svo framarlega sem herinn nái markmiðum sínum. Þessi sami maður er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi. Við þetta bætist að Rapyd hefur sett á stofn sérstakt „war room“ til að vinna með ísraelska hernum að því að finna peningasendingar til andstæðinga Ísraels eins og Hamas samtakanna. Rapyd styður þannig ekki bara hernaðinn á Gaza - heldur tekur beinan þátt í honum. Vegna þessa viljum við mörg alls ekki eiga í neinum viðskiptum við Rapyd. Enn eru þó fjölmörg sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki sem ennþá skipta við fyrirtækið. Hér eru fjórar brýnar ástæður til að hætta þeim viðskiptum strax í dag: 1. Rapyd stundar viðskipti í ólöglegum landtökubyggðum Ísraels í Palestínu og við eigum alls ekki að skipta við fyrirtæki sem það gera. Utanríkisráðherra Noregs sendi nýlega viðvörun til þarlendra fyrirtækja um að eiga ekki í viðskiptum við ísraelsk fyrirtæki sem starfa á landtökubyggðum vegna þess að með því að skipta við þessi fyrirtæki stuðli þau að brotum á alþjóðalögum þar á meðal alþjóðlegum mannréttindalögum. Sams konar viðvaranir hafa Evrópusambandið og mörg einstök ríki gefið út. Þessar viðvaranir gildia líka um sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi sem eiga í viðskiptum við Rapyd. Er það raunverulega vilji og ásetningur þessara aðila að stuðla að brotum á alþjóðalögum? 2. Bein þáttaka Rapyd í stríðinu á Gaza gerir fyrirtækið beinlínis samsekt í þjóðarmorðinu sem þar er verið að fremja. Alþjóðadómstóllinn í Haag sagð í byrjun árs að líklega séu Ísraelsmenn að fremja þjóðarmorð en endanlegur úrskurður dómstólsins er ekki kominn. Vilja sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi virkilega eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þjóðarmorði? Þessari spurningu þurfa þau að svara. Svarið skiptir okkur öll máli, okkur sem búum í þessum sveitafélögum og eigum í viðskiptum við þessar stofnanir og fyrirtæki. Við getum sniðgengið fyrirtæki sem nota Rapyd og það gerum við nú þegar í stórum stíl (sjá hirdir.is). Við eigum efiðara með að sniðganga sveitafélög og stofnanir en við gerum hins vegar sterkari siðferðilegar kröfur til þeirra. Þau starfa á samfélagslegum grunni og eiga að virða og fylgja siðferðilegum viðmiðum. Viðskipti við fyrirtæki sem taka þátt í þjóðarmorði er ekki innan þeirra viðmiða. 3. Könnun Maskínu frá því í mars sýnir að tæplega 60% landsmanna vilja ekki skipta við fyrirtæki og stofnanir sem nota Rapyd sem færsluhirði. Reikna má með að þessi tala hafi hækkað á þeim mánuðum sem síðan hafa liðið og við höfum þurft að horfa upp á fleiri morð á konum og börnum og hungursneyðina sem þar ríkir núna. Það er eðlilegt að sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki taki tillit til þessa einlæga vilja meirihluta landsmanna. Fögur orð um samfélagslega ábyrgð eru innantóm ef þeim fylgja engar gjörðir. 4. Á Íslandi býr núna töluvert af fólki frá Palestínu og þetta fólk er hluti af samfélagi okkar. Það er ekki verjandi að sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki bjóði þessu fólki upp á að skipta við Rapyd sem styður með beinum hætti dráp á vinum þeirra og ættingjum. Ábyrgð þeirra sem eru í forsvari fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki er mikil - og undan henni verður ekki vikist. Fyrir flesta er mjög einfalt að skipta. Eitt símtal við samkeppnisaðila Rapyd er allt sem þarf. Ef reksturinn er flókinn getur þetta verið meira mál en mörg slík fyrirtæki hafa engu að síður tekið skrefið og uppskorið ánægju almennings. Nýjasta dæmið um það eru Hagar sem eiga Hagkaup og Bónus sem nýlega hættu viðskiptum við Rapyd. Hagar eiga líka Olís en þar munu skiptin taka eitthvað lengri tíma. Það er engin afsökun fyrir því að skipta ekki um færsluhirði - og ekki eftir neinu að bíða. Hættum öllum viðskiptum við Rapyd - strax í dag. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun