Aðeins fjórðungur Breta vill vera utan ESB Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 15:41 Flutningabíll ekur frá landamæraeftirlitsstöð í suðaustanverðu Englandi. Stuðningsmenn Brexit eru orðnir neikvæðari á áhrif útgöngunnar á áður, þar á meðal á efnahags- og innflytjendamál. Vísir/EPA Nú átta árum eftir að meirihluti Breta greiddi atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu segist aðeins fjórðungur telja að Bretland eigi að standa utan sambandsins. Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá þjóðatkvæðagreiðslunni. Aðeins 24 prósent svarenda í skoðanakönnun sem félagsvísindastofnun Bretlands gerði töldu að Bretland ætti að vera utan Evrópusambandsins. Hlutfallið var 36 prósent árið 2019 og 41 prósent árið 2016, árið sem þjóðaratkvæðagreiðslan var haldin. Könnunin nú var gerð í september og október. Þá höfðu svarendur neikvæðari sýn á áhrif Brexit, eins og útgangan hefur verið nefnd, á efnahag Bretlands og innflytjendamál en árið 2019 þegar síðustu þingkosningar voru haldnar. Breytingin er sérstaklega áberandi á meðal þeirra sem greiddu atkvæði með útgöngunni, að því er kemur fram í frétt Reuters. Um fjörutíu prósent þeirra telja nú verr komið fyrir efnahaginum vegna Brexit borið saman við átján prósent fyrir fimm árum. Þingkosningarnar 4. júlí eru þær fyrstu eftir að Bretland gekk formlega úr Evrópusambandinu árið 2020. Aðild að Evrópusambandinu hefur tæplega borið á góma í kosningabaráttunni til þessa. Könnun félagsvísindastofnunarinnar leiðir ennfremur í ljós hrapandi traust á stjórnvöldum. Heil 45 prósent svarendu sögðust nær aldrei treystra breskri ríkisstjórn til þess að setja þarfir þjóðarinnar ofar eigin flokkshagsmunum. Brexit Bretland Kosningar í Bretlandi Evrópusambandið Tengdar fréttir Farage snýst hugur og býður sig fram til þings Nigel Farage, einn helsti hvatamaðurinn að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, ætlar að bjóða sig fram til þingsetu í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. Upphaflega ætlaði Farage að sitja hjá og hjálpa Donald Trump vini sínum að ná kjöri í Bandaríkjunum. 3. júní 2024 16:02 Brexit eftirsjá í hæstu hæðum Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tíu ár í Bretlandi. Aðeins í einu kjördæmi eru fleiri á þeirri skoðun að útganga úr Evrópusambandinu hafi verið rétt ákvörðun en röng. 23. júní 2023 14:23 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Aðeins 24 prósent svarenda í skoðanakönnun sem félagsvísindastofnun Bretlands gerði töldu að Bretland ætti að vera utan Evrópusambandsins. Hlutfallið var 36 prósent árið 2019 og 41 prósent árið 2016, árið sem þjóðaratkvæðagreiðslan var haldin. Könnunin nú var gerð í september og október. Þá höfðu svarendur neikvæðari sýn á áhrif Brexit, eins og útgangan hefur verið nefnd, á efnahag Bretlands og innflytjendamál en árið 2019 þegar síðustu þingkosningar voru haldnar. Breytingin er sérstaklega áberandi á meðal þeirra sem greiddu atkvæði með útgöngunni, að því er kemur fram í frétt Reuters. Um fjörutíu prósent þeirra telja nú verr komið fyrir efnahaginum vegna Brexit borið saman við átján prósent fyrir fimm árum. Þingkosningarnar 4. júlí eru þær fyrstu eftir að Bretland gekk formlega úr Evrópusambandinu árið 2020. Aðild að Evrópusambandinu hefur tæplega borið á góma í kosningabaráttunni til þessa. Könnun félagsvísindastofnunarinnar leiðir ennfremur í ljós hrapandi traust á stjórnvöldum. Heil 45 prósent svarendu sögðust nær aldrei treystra breskri ríkisstjórn til þess að setja þarfir þjóðarinnar ofar eigin flokkshagsmunum.
Brexit Bretland Kosningar í Bretlandi Evrópusambandið Tengdar fréttir Farage snýst hugur og býður sig fram til þings Nigel Farage, einn helsti hvatamaðurinn að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, ætlar að bjóða sig fram til þingsetu í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. Upphaflega ætlaði Farage að sitja hjá og hjálpa Donald Trump vini sínum að ná kjöri í Bandaríkjunum. 3. júní 2024 16:02 Brexit eftirsjá í hæstu hæðum Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tíu ár í Bretlandi. Aðeins í einu kjördæmi eru fleiri á þeirri skoðun að útganga úr Evrópusambandinu hafi verið rétt ákvörðun en röng. 23. júní 2023 14:23 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Farage snýst hugur og býður sig fram til þings Nigel Farage, einn helsti hvatamaðurinn að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, ætlar að bjóða sig fram til þingsetu í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. Upphaflega ætlaði Farage að sitja hjá og hjálpa Donald Trump vini sínum að ná kjöri í Bandaríkjunum. 3. júní 2024 16:02
Brexit eftirsjá í hæstu hæðum Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tíu ár í Bretlandi. Aðeins í einu kjördæmi eru fleiri á þeirri skoðun að útganga úr Evrópusambandinu hafi verið rétt ákvörðun en röng. 23. júní 2023 14:23