Áhugaverðar ákvarðanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 12. júní 2024 17:00 Nýskráningar rafbíla á þessu ári hafa hrunið í samanburði við síðasta ár og Ísland er óðum að missa forystuhlutverk sitt í orkuskiptum samgagna. Ýmsar vangaveltur eru um ástæður fyrir þessum umbreytingum eins og t.d. hækkun innflutningsgjalda, kílómetragjald á rafbíla, afnám VSK ívilnunar, hátt vaxtastig o.s.frv. Mikilvægt er að bregðast við þessu ef ekki á illa að fara í orkuskipta- og loftslagsmálum landsins. Ef staða nýskráninga á árinu er greind kemur þó ýmislegt áhugavert í ljós sem erfitt er að átta sig almennilega á. Hér er einungis verið að fjalla um nýskráningar á bílum þ.e. kaup á glænýjum bílum og þar með þann hóp kaupenda sem hefur einfaldlega efni á að kaupa nýja bíla yfirleitt. Þrátt fyrir minni ívilnanir og kílómetragjald þá eru kaup á nýjum rafbílum oft á tíðum mun betri kostur en sambærilegur bensín- eða dísilbíll. Skoðum þetta nánar: Kaupverð Tökum dæmi um fjórhjóladrifin (AWD) jeppling annarsvegar frá þekktum japönskum framleiðanda og svo sambærilegan rafbíl (533 km hámarksdrægni) frá þekktum bandarískum framleiðanda. Uppgefið verð söluaðila Rafbíll 8.000.000 kr. Rafbíll með styrk 7.100.000 kr. Bensínbíll 8.400.000 kr. Mismunur 1.300.000 kr. Í þessu raunverulega dæmi er bensínbíllinn dýrari í innkaupum með og án styrks úr Orkusjóði. Af þessari ákveðnu tegund bensínbíls er búið að nýskrá tæplega 150 stykki á þessu ári. Sem sagt tæplega150 ákvarðanir um að borga meira fyrir bíl svo hægt sé að brenna erlendri mengandi orku. Rekstrarkostnaður Ef við skoðum orkukostnað sömu bíla. Hvað kostar þá grunnþjónusta rafbíla í samanburði við bensínbíla? Ef borinn er saman orkukostnaður miðað við 100 km sést að miðað við núverandi eldsneytis- og raforkuverð (300 kr/L og 18 kr/kWst) kosta 100 km í bensínbíl (7 L/100km) 2.100 kr. en aðeins 324 kr. fyrir rafbílinn (18 kWst/100 km). Ef við bætum við kílómetragjaldi sem er 6 kr/km á rafbílinn fer kostnaðurinn á 100 km upp í 924 kr. 100 km akstur Kostnaður án kílómetragjalds Kostnaður með kílómetragjaldi Rafbíll 324 kr. 924 kr. Bensínbíll 2.100 kr. 2.100 kr. Mismunur 1.776 kr. 1.176 kr. Eins og sjá má er helmingi ódýrara að keyra rafbíl en sambærilegan bensínbíl þrátt fyrir að rafbíllinn borgi nú sinn hluta af kostnaði við vegakerfið með kílómetragjaldi. Munurinn minnkar aðeins ef hlaðið er með dýrari hraðhleðslu en yfirgnæfandi hluti hleðslu fæst venjulega í heimahleðslum. Hundrað þúsund kílómetra akstur sparar því vel rúmlega milljón krónur. Sparnaður í orkukostnaði einn og sér gerir því rafbíl að augljósum kosti og minni viðhaldskostnaður er því í raun bara bónus. Hér er einungis verið að taka einstakt dæmi sem segir alls ekki alla söguna en samt er alveg ljóst að hér og þar er verið að taka mjög áhugaverðar ákvarðanir í bílakaupum. Það er sem sagt hægt að finna raunveruleg dæmi um kaupendur sem borga meira fyrir nýja bensínbifreið en sambærilegan rafbíl og vilja jafnframt borga hærri orkukostnað á hvern ekinn km. Það er áhugavert að einhverjir séu tilbúnir borga slíkan aukakostnað til að tryggja áframhaldandi brennslu á erlendri olíu. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Sigurður Ingi Friðleifsson Bílar Vistvænir bílar Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Nýskráningar rafbíla á þessu ári hafa hrunið í samanburði við síðasta ár og Ísland er óðum að missa forystuhlutverk sitt í orkuskiptum samgagna. Ýmsar vangaveltur eru um ástæður fyrir þessum umbreytingum eins og t.d. hækkun innflutningsgjalda, kílómetragjald á rafbíla, afnám VSK ívilnunar, hátt vaxtastig o.s.frv. Mikilvægt er að bregðast við þessu ef ekki á illa að fara í orkuskipta- og loftslagsmálum landsins. Ef staða nýskráninga á árinu er greind kemur þó ýmislegt áhugavert í ljós sem erfitt er að átta sig almennilega á. Hér er einungis verið að fjalla um nýskráningar á bílum þ.e. kaup á glænýjum bílum og þar með þann hóp kaupenda sem hefur einfaldlega efni á að kaupa nýja bíla yfirleitt. Þrátt fyrir minni ívilnanir og kílómetragjald þá eru kaup á nýjum rafbílum oft á tíðum mun betri kostur en sambærilegur bensín- eða dísilbíll. Skoðum þetta nánar: Kaupverð Tökum dæmi um fjórhjóladrifin (AWD) jeppling annarsvegar frá þekktum japönskum framleiðanda og svo sambærilegan rafbíl (533 km hámarksdrægni) frá þekktum bandarískum framleiðanda. Uppgefið verð söluaðila Rafbíll 8.000.000 kr. Rafbíll með styrk 7.100.000 kr. Bensínbíll 8.400.000 kr. Mismunur 1.300.000 kr. Í þessu raunverulega dæmi er bensínbíllinn dýrari í innkaupum með og án styrks úr Orkusjóði. Af þessari ákveðnu tegund bensínbíls er búið að nýskrá tæplega 150 stykki á þessu ári. Sem sagt tæplega150 ákvarðanir um að borga meira fyrir bíl svo hægt sé að brenna erlendri mengandi orku. Rekstrarkostnaður Ef við skoðum orkukostnað sömu bíla. Hvað kostar þá grunnþjónusta rafbíla í samanburði við bensínbíla? Ef borinn er saman orkukostnaður miðað við 100 km sést að miðað við núverandi eldsneytis- og raforkuverð (300 kr/L og 18 kr/kWst) kosta 100 km í bensínbíl (7 L/100km) 2.100 kr. en aðeins 324 kr. fyrir rafbílinn (18 kWst/100 km). Ef við bætum við kílómetragjaldi sem er 6 kr/km á rafbílinn fer kostnaðurinn á 100 km upp í 924 kr. 100 km akstur Kostnaður án kílómetragjalds Kostnaður með kílómetragjaldi Rafbíll 324 kr. 924 kr. Bensínbíll 2.100 kr. 2.100 kr. Mismunur 1.776 kr. 1.176 kr. Eins og sjá má er helmingi ódýrara að keyra rafbíl en sambærilegan bensínbíl þrátt fyrir að rafbíllinn borgi nú sinn hluta af kostnaði við vegakerfið með kílómetragjaldi. Munurinn minnkar aðeins ef hlaðið er með dýrari hraðhleðslu en yfirgnæfandi hluti hleðslu fæst venjulega í heimahleðslum. Hundrað þúsund kílómetra akstur sparar því vel rúmlega milljón krónur. Sparnaður í orkukostnaði einn og sér gerir því rafbíl að augljósum kosti og minni viðhaldskostnaður er því í raun bara bónus. Hér er einungis verið að taka einstakt dæmi sem segir alls ekki alla söguna en samt er alveg ljóst að hér og þar er verið að taka mjög áhugaverðar ákvarðanir í bílakaupum. Það er sem sagt hægt að finna raunveruleg dæmi um kaupendur sem borga meira fyrir nýja bensínbifreið en sambærilegan rafbíl og vilja jafnframt borga hærri orkukostnað á hvern ekinn km. Það er áhugavert að einhverjir séu tilbúnir borga slíkan aukakostnað til að tryggja áframhaldandi brennslu á erlendri olíu. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar