Myndi vilja tala við Rashford og Greenwood en selja Maguire Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2024 09:31 Marcus Rashford og Mason Greenwood fagna í apríl 2021. Matthew Peters/Getty Images Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu, myndi selja Harry Maguire ef ákvörðunin væri hans. Þá myndi hann vilja tala við þá Marcus Rashford og Mason Greenwood áður en hann tæki ákvörðun. Hinn 45 ára gamli Rio starfar í dag sem sparkspekingur og var í stuttu spjalli við Daily Mail þar sem farið var yfir leikmannahóp Man United og undir Rio komið hvort hann myndi halda téðum leikmanni eða selja hann. Rio virtist furðu ákveðinn í að halda flestum af leikmönnum liðsins eftir slakan árangur á nýafstöðnu tímabili. Hann var þó tilbúinn að selja miðvörðinn Maguire en á sama tíma myndi hann halda Victor Lindelöf í þeirri von um að sænski landsliðsmaðurinn væri sáttur með að vera varaskeifa mestan hluta tímabilsins. Annað svar sem vakti athygli var þegar Rio var spurður út í Rashford: „Ég held ég þyrfti að tala við Rashford og sjá hvar hausinn á honum er, hvað hann vill gera og hver ástæðan sé fyrir slökum frammistöðum. Ef ég fæ rétt svar myndi ég halda honum en ef mér líkar illa við það sem ég heyri þá læt ég hann fara.“ Rio Ferdinand decides who he would 𝐊𝐄𝐄𝐏 or 𝐒𝐄𝐋𝐋 at Man United 😲👹@rioferdy5 | #MUFC pic.twitter.com/Golav4i9ZF— Mail Sport (@MailSport) June 12, 2024 Rio var til í að losa vængmennina Antony og Jadon Sancho en ekki alveg svo viss þegar röðin kom að Greenwood. Sá var á láni hjá spænska félaginu Getafe á nýafstaðinni leiktíð en hann hefur ekki spilað fyrir Man Utd síðan kærasta hans ásakaði hann um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi ásamt því að birta myndir og hljóðbrot máli sínu til stuðnings „Ég þyrfti líka að tala við hann, sjá hvar hausinn á honum er og taka stöðuna í félaginu. Ég myndi líklega jafnvel tala við ákveðna hópa stuðningsfólks, held þetta sé ákvörðun félagsins frekar en ákvörðun um einstakan leikmann,“ sagði Rio um stöðu Greenwood. Hér að ofan má sjá svör Rio við öðrum leikmönnum en hann virðist til í að halda flestum leikmönnum liðsins eins og staðan er í dag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira
Hinn 45 ára gamli Rio starfar í dag sem sparkspekingur og var í stuttu spjalli við Daily Mail þar sem farið var yfir leikmannahóp Man United og undir Rio komið hvort hann myndi halda téðum leikmanni eða selja hann. Rio virtist furðu ákveðinn í að halda flestum af leikmönnum liðsins eftir slakan árangur á nýafstöðnu tímabili. Hann var þó tilbúinn að selja miðvörðinn Maguire en á sama tíma myndi hann halda Victor Lindelöf í þeirri von um að sænski landsliðsmaðurinn væri sáttur með að vera varaskeifa mestan hluta tímabilsins. Annað svar sem vakti athygli var þegar Rio var spurður út í Rashford: „Ég held ég þyrfti að tala við Rashford og sjá hvar hausinn á honum er, hvað hann vill gera og hver ástæðan sé fyrir slökum frammistöðum. Ef ég fæ rétt svar myndi ég halda honum en ef mér líkar illa við það sem ég heyri þá læt ég hann fara.“ Rio Ferdinand decides who he would 𝐊𝐄𝐄𝐏 or 𝐒𝐄𝐋𝐋 at Man United 😲👹@rioferdy5 | #MUFC pic.twitter.com/Golav4i9ZF— Mail Sport (@MailSport) June 12, 2024 Rio var til í að losa vængmennina Antony og Jadon Sancho en ekki alveg svo viss þegar röðin kom að Greenwood. Sá var á láni hjá spænska félaginu Getafe á nýafstaðinni leiktíð en hann hefur ekki spilað fyrir Man Utd síðan kærasta hans ásakaði hann um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi ásamt því að birta myndir og hljóðbrot máli sínu til stuðnings „Ég þyrfti líka að tala við hann, sjá hvar hausinn á honum er og taka stöðuna í félaginu. Ég myndi líklega jafnvel tala við ákveðna hópa stuðningsfólks, held þetta sé ákvörðun félagsins frekar en ákvörðun um einstakan leikmann,“ sagði Rio um stöðu Greenwood. Hér að ofan má sjá svör Rio við öðrum leikmönnum en hann virðist til í að halda flestum leikmönnum liðsins eins og staðan er í dag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira