Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júní 2024 20:40 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Sigurjón Ólason Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. Eldgosið sem núna stendur yfir hófst með miklum látum fyrir fimmtán dögum. Í nýju yfirliti sem Veðurstofan birti í dag segir að hraunbreiðan í þessu gosi sé sú stærsta að flatar- og rúmmáli í þeim fimm eldgosum sem orðið hafa á svæðinu frá því í desember. En það er fleira sem Þorvaldur Þórðarson les úr nýjustu gögnum: Flæði kviku úr dýpra kvikuhólfinu undir Svartsengi, sem fæðir eldgosin, heldur áfram að minnka. Yfirstandandi eldgos hófst þann 29. maí síðastliðinn.Vilhelm Gunnarsson „Það er svona á bilinu fjórir til sex rúmmetrar á sekúndu. Og þetta er mun minna en var fyrir jól. Þá var þetta um það bil níu rúmmetrar á sekúndu. Þannig að þetta hefur eiginlega helmingast og virðist vera á niðurleið. Og halda áfram að vera á niðurleið. Og ef fer sem horfir þá náum við núllpunktinum í lok sumars,” segir eldfjallafræðingurinn í fréttum Stöðvar 2. Hann segir eldfjallafræðin miða við að gosum ljúki þegar kvikuflæðið sé komið niður í tvo til þrjá rúmmetra á sekúndu. En verður þetta þá hugsanlega síðasta gosið? „Umbrotin gætu stöðvast þá síðsumars. Þetta gæti orðið síðasta gosið í þessari hrinu.” -En telur hann þá að umbrotum á þessu svæði geti þar með verið lokið? „Já, það eru góðar líkur á því að þetta séu eiginlega andarslitrurnar á þessum umbrotum á Sundhnúkareininni. Svo er bara spurning hvað kemur næst.” Varnargarðar umlykja núna Grindavík að mestu.Arnar Halldórsson -Gætu menn þá jafnvel síðsumars farið að huga að því að byggja Grindavík aftur? „Ég mundi halda það, já. Og maður náttúrlega heldur í þá von að það verði hægt. En það er náttúrlega er ýmislegt sem þarf að huga að áður en menn geta farið að flytja í bæinn. Það er fullt af sprungum þarna sem eru ennþá opnar og það getur vel verið að það haldist einhver hreyfing á þessum sprungum áfram eftir sumarið. Þannig að það þarf að leyfa þessu svona að jafna sig. En maður er að halda í þá von að það sé hægt að fara að huga að því að byggja upp Grindavík aftur bara með haustinu,” segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Nokkuð mikil gasmengun frá gosinu heldur áfram næstu daga Gasmengun frá eldgosinu við Sundhnúk er nokkuð mikil og líklegt er að hún haldi áfram næstu daga. Hraunbreiðan í þessu gosi er orðin 9,2 km2 og rúmmál um 41 milljón m3 og þar með sú stærsta síðan í desember 2023. 13. júní 2024 16:20 Landris hafið að nýju og má gera ráð fyrir öðru gosi Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi en það þýðir að það muni líklegast gjósa aftur á Reykjanesi. Áttunda eldgosið sem stendur yfir um þessar mundir mun því líklegast ekki verða það síðasta á svæðinu. 11. júní 2024 10:41 Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Eldgosið sem núna stendur yfir hófst með miklum látum fyrir fimmtán dögum. Í nýju yfirliti sem Veðurstofan birti í dag segir að hraunbreiðan í þessu gosi sé sú stærsta að flatar- og rúmmáli í þeim fimm eldgosum sem orðið hafa á svæðinu frá því í desember. En það er fleira sem Þorvaldur Þórðarson les úr nýjustu gögnum: Flæði kviku úr dýpra kvikuhólfinu undir Svartsengi, sem fæðir eldgosin, heldur áfram að minnka. Yfirstandandi eldgos hófst þann 29. maí síðastliðinn.Vilhelm Gunnarsson „Það er svona á bilinu fjórir til sex rúmmetrar á sekúndu. Og þetta er mun minna en var fyrir jól. Þá var þetta um það bil níu rúmmetrar á sekúndu. Þannig að þetta hefur eiginlega helmingast og virðist vera á niðurleið. Og halda áfram að vera á niðurleið. Og ef fer sem horfir þá náum við núllpunktinum í lok sumars,” segir eldfjallafræðingurinn í fréttum Stöðvar 2. Hann segir eldfjallafræðin miða við að gosum ljúki þegar kvikuflæðið sé komið niður í tvo til þrjá rúmmetra á sekúndu. En verður þetta þá hugsanlega síðasta gosið? „Umbrotin gætu stöðvast þá síðsumars. Þetta gæti orðið síðasta gosið í þessari hrinu.” -En telur hann þá að umbrotum á þessu svæði geti þar með verið lokið? „Já, það eru góðar líkur á því að þetta séu eiginlega andarslitrurnar á þessum umbrotum á Sundhnúkareininni. Svo er bara spurning hvað kemur næst.” Varnargarðar umlykja núna Grindavík að mestu.Arnar Halldórsson -Gætu menn þá jafnvel síðsumars farið að huga að því að byggja Grindavík aftur? „Ég mundi halda það, já. Og maður náttúrlega heldur í þá von að það verði hægt. En það er náttúrlega er ýmislegt sem þarf að huga að áður en menn geta farið að flytja í bæinn. Það er fullt af sprungum þarna sem eru ennþá opnar og það getur vel verið að það haldist einhver hreyfing á þessum sprungum áfram eftir sumarið. Þannig að það þarf að leyfa þessu svona að jafna sig. En maður er að halda í þá von að það sé hægt að fara að huga að því að byggja upp Grindavík aftur bara með haustinu,” segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Nokkuð mikil gasmengun frá gosinu heldur áfram næstu daga Gasmengun frá eldgosinu við Sundhnúk er nokkuð mikil og líklegt er að hún haldi áfram næstu daga. Hraunbreiðan í þessu gosi er orðin 9,2 km2 og rúmmál um 41 milljón m3 og þar með sú stærsta síðan í desember 2023. 13. júní 2024 16:20 Landris hafið að nýju og má gera ráð fyrir öðru gosi Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi en það þýðir að það muni líklegast gjósa aftur á Reykjanesi. Áttunda eldgosið sem stendur yfir um þessar mundir mun því líklegast ekki verða það síðasta á svæðinu. 11. júní 2024 10:41 Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Nokkuð mikil gasmengun frá gosinu heldur áfram næstu daga Gasmengun frá eldgosinu við Sundhnúk er nokkuð mikil og líklegt er að hún haldi áfram næstu daga. Hraunbreiðan í þessu gosi er orðin 9,2 km2 og rúmmál um 41 milljón m3 og þar með sú stærsta síðan í desember 2023. 13. júní 2024 16:20
Landris hafið að nýju og má gera ráð fyrir öðru gosi Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi en það þýðir að það muni líklegast gjósa aftur á Reykjanesi. Áttunda eldgosið sem stendur yfir um þessar mundir mun því líklegast ekki verða það síðasta á svæðinu. 11. júní 2024 10:41
Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44