Hótanir í garð lögreglumanna komnar á borð saksóknara Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júní 2024 19:23 Fjölnir setur hótanirnar í beint samhengi við Palestínumótmælin, en lögregla hefur tvisvar beitt piparúða á mótmælendur í mótmælum á síðustu vikum. vísir/arnar Lögregla hefur kært tvær hótanir í garð lögreglumanna til héraðssaksóknara. Formaður Landssambands lögreglumanna tengir hótanirnar beint við Palestínumótmæli sem staðið hafa yfir síðustu vikur og mánuði. „Þetta eru hótanir um að koma heim til lögreglu og meðal annars kasta pokum með terpentínu á húsin þeirra. Það er verið að fletta upp börnum og mökum lögreglumanna og hafa samband við þau líka með hótanir í garð lögreglumanna,“ segir Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir fólk þekkja andlit þeirra lögreglumanna og hafi uppi á þeim. „Það er vitað allavega í tveimur tilfellum um hverja er að ræða og það er bara kært.“ Fjölnir segir um nýmæli að ræða, að lögreglumönnum berist slíkar hótanir. „Ég var nú að ræða við lögerglumann sem hefur starfað í fjörutíu ári í lögreglu og hann hefur aldrei orðið fyrir svona hótunum. Hann starfaði í gegnum alla búsáhaldabyltinguna, og aldrei varð hann fyrir svona hótunum þar.“ „Þetta eru skyldustörf lögreglumanna, að passa Alþingi, ráðuneyti, ráðamenn og alla borgara landsins,“ bætir Fjölnir við. Fjölnir Sæmundsson, formaður stjórnar Landssambands lögreglumanna.Vísir/Arnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að lögreglan hafi neyðst til þess að beita piparúða gegn mótmælendum við Alþingishúsið í gær, þar sem mótmæli fóru fram gegn aðgerðarleysis Íslands í málefnum Palestínu. Kristján Helgi sagði að reyksprengju og blysum hafi verið kastað í átt að Alþingishúsinu. Svipuð atburðarás átti sér stað í lok síðasta mánaðar við Skuggasund og vöktu þau mótmæli mikla athygli. Piparúða var beitt gegn mótmælendum og um tíu mótmælendur voru illa haldnir eftir að til átaka kom við lögreglu. Fjölnir setur hótanirnar í beint samhengi við Palestínumótmælin. „Ég verð samt að taka fram að auðvitað eru 95 prósent af þeim sem eru í mótmælum að fara eftir reglum. Það er enginn að segja að fólk megi ekki mótmæla og ég hef sjálfur tekið þátt í mótmælum í sambandi við Palestínu og hef mikla samúð með fólki frá Palestínu, og hef labbað hér niður Skólavörðustíg og annað.“ Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
„Þetta eru hótanir um að koma heim til lögreglu og meðal annars kasta pokum með terpentínu á húsin þeirra. Það er verið að fletta upp börnum og mökum lögreglumanna og hafa samband við þau líka með hótanir í garð lögreglumanna,“ segir Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir fólk þekkja andlit þeirra lögreglumanna og hafi uppi á þeim. „Það er vitað allavega í tveimur tilfellum um hverja er að ræða og það er bara kært.“ Fjölnir segir um nýmæli að ræða, að lögreglumönnum berist slíkar hótanir. „Ég var nú að ræða við lögerglumann sem hefur starfað í fjörutíu ári í lögreglu og hann hefur aldrei orðið fyrir svona hótunum. Hann starfaði í gegnum alla búsáhaldabyltinguna, og aldrei varð hann fyrir svona hótunum þar.“ „Þetta eru skyldustörf lögreglumanna, að passa Alþingi, ráðuneyti, ráðamenn og alla borgara landsins,“ bætir Fjölnir við. Fjölnir Sæmundsson, formaður stjórnar Landssambands lögreglumanna.Vísir/Arnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að lögreglan hafi neyðst til þess að beita piparúða gegn mótmælendum við Alþingishúsið í gær, þar sem mótmæli fóru fram gegn aðgerðarleysis Íslands í málefnum Palestínu. Kristján Helgi sagði að reyksprengju og blysum hafi verið kastað í átt að Alþingishúsinu. Svipuð atburðarás átti sér stað í lok síðasta mánaðar við Skuggasund og vöktu þau mótmæli mikla athygli. Piparúða var beitt gegn mótmælendum og um tíu mótmælendur voru illa haldnir eftir að til átaka kom við lögreglu. Fjölnir setur hótanirnar í beint samhengi við Palestínumótmælin. „Ég verð samt að taka fram að auðvitað eru 95 prósent af þeim sem eru í mótmælum að fara eftir reglum. Það er enginn að segja að fólk megi ekki mótmæla og ég hef sjálfur tekið þátt í mótmælum í sambandi við Palestínu og hef mikla samúð með fólki frá Palestínu, og hef labbað hér niður Skólavörðustíg og annað.“
Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira