The Guardian hefur þetta eftir lögregluyfirvöldum í borginni, en samkvæmt yfirlýsingu var hinn 43 ára gamli Jorge N í heitum potti ásamt eiginkonu sinni þegar þau urðu fyrir rafstraumnum. Konan, sem er sögð heita Lizbeth N, hlaut lífshættulega áverka og var flutt til Bandaríkjanna til aðhlynningar.
Í samfélagsmiðlafærslu frá ríkissaksóknara í Sonora segir að verði sé að rannska tildrög slyssins sem og upptök bilunarinnar sem leiddi til slyssins.
Í myndbandi sem mexíkóski miðillin Telemundo 48 birti af atvikinu sjást gestir hótelsins hópast í geðshræringu í kring um heita pottinn. Þá sést kona beita hjartahnoði á mann sem liggur í jörðinni.