Stór skörð að fylla eftir að þúsundir drápust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2024 15:00 Dauðar kríur sem Ólafur gekk fram á. Ólafur K. Nielsen Þúsundir fugla hafa drepist á norðausutrhorni landsins eftir að vetrarveður gekk yfir landshlutann í upphafi mánaðar. Fuglafræðingur telur líklegt að allt mófuglavarp á svæðinu hafi misfarist. Líkt og nokkuð hefur verið fjallað um gerði aftakaveður á Norðausturlandi í upphafi mánaðar, en mikill og blautur snjór féll víða á svæðinu í þónokkra daga, til að mynda í Öxarfirði. „Þar snjóaði linnulítið í hátt í þrjá sólarhringa. Þegar upp var staðið þá var þetta örugglega 40 sentimetra djúpur snjór,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Hann er staddur fyrir norðan við rannsóknir á fálkum. Af ferðalagi sínu um Norðausturland segir hann augljóst að snjómagnið nái yfir víðfemt svæði. „Allt land, þegar þú ert kominn upp í svona 150 metra hæð yfir sjó, var alsnjóað. Það var snjór yfir öllu landi.“ Vaðfuglar á borð við jaðrakan eru meðal þeirra tegunda sem fóru illa út úr veðrinu.Ólafur K. Nielsen Krían viðkvæm fyrir afföllum Fjöldi mófugla hafi orðið fyrir barðinu á veðurofsanum, en einnig vaðfuglar og spörfuglar. Allir hafi þeir verið búnir að verpa. „Þar sem hretið beit hvað harðast, þar sem landið var á kafi í snjó, þar hefur allt varp alveg örugglega misfarist hjá mófuglum.“ Þá hafi fullorðnir fuglar einnig drepist vegna þess hve veðrið stóð yfir í langan tíma. Þá hafi sjófgular á borð við kríur einnig fundist dauðir á svæðinu. „Þetta eru alveg örugglega þúsundir fugla sem hafa drepist, alveg örugglega.“ Ólafur K. Nielsen er staddur á Norðausturlandi við fálkarannsóknir.vísir/egill Veðrið í upphafi mánaðar sé upptaktur að fækkunarári. Hversu lengi fuglarnir verði að fylla í skörðin ráðist af mismunandi lífsháttum þeirra, en tegundir séu misviðkvæmar fyrir fjöldadauða fullorðinna fugla. Þar sé krían sérstaklega viðkvæm. Margar fuglategundanna séu greinilega að reyna endurvarp. „Þeir sem eftir lifa syngja núna á fullu og dásama vorið,“ segir Ólafur. Fuglar Dýr Veður Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira
Líkt og nokkuð hefur verið fjallað um gerði aftakaveður á Norðausturlandi í upphafi mánaðar, en mikill og blautur snjór féll víða á svæðinu í þónokkra daga, til að mynda í Öxarfirði. „Þar snjóaði linnulítið í hátt í þrjá sólarhringa. Þegar upp var staðið þá var þetta örugglega 40 sentimetra djúpur snjór,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Hann er staddur fyrir norðan við rannsóknir á fálkum. Af ferðalagi sínu um Norðausturland segir hann augljóst að snjómagnið nái yfir víðfemt svæði. „Allt land, þegar þú ert kominn upp í svona 150 metra hæð yfir sjó, var alsnjóað. Það var snjór yfir öllu landi.“ Vaðfuglar á borð við jaðrakan eru meðal þeirra tegunda sem fóru illa út úr veðrinu.Ólafur K. Nielsen Krían viðkvæm fyrir afföllum Fjöldi mófugla hafi orðið fyrir barðinu á veðurofsanum, en einnig vaðfuglar og spörfuglar. Allir hafi þeir verið búnir að verpa. „Þar sem hretið beit hvað harðast, þar sem landið var á kafi í snjó, þar hefur allt varp alveg örugglega misfarist hjá mófuglum.“ Þá hafi fullorðnir fuglar einnig drepist vegna þess hve veðrið stóð yfir í langan tíma. Þá hafi sjófgular á borð við kríur einnig fundist dauðir á svæðinu. „Þetta eru alveg örugglega þúsundir fugla sem hafa drepist, alveg örugglega.“ Ólafur K. Nielsen er staddur á Norðausturlandi við fálkarannsóknir.vísir/egill Veðrið í upphafi mánaðar sé upptaktur að fækkunarári. Hversu lengi fuglarnir verði að fylla í skörðin ráðist af mismunandi lífsháttum þeirra, en tegundir séu misviðkvæmar fyrir fjöldadauða fullorðinna fugla. Þar sé krían sérstaklega viðkvæm. Margar fuglategundanna séu greinilega að reyna endurvarp. „Þeir sem eftir lifa syngja núna á fullu og dásama vorið,“ segir Ólafur.
Fuglar Dýr Veður Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira