Vill úrbætur sem fyrst á Flóttamannaleið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. júní 2024 14:08 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar deilir áhyggjum íbúa. Vísir/Arnar Bæjarstjóri Garðabæjar deilir áhyggjum íbúa í bænum af öryggi barna sem þurfa að fara yfir Flóttamannaleið á leið sinni á sumarnámskeið. Vegurinn sé illa farinn og umferð um hann hafi margfaldast. Hann kallar eftir því að Vegagerðin, sem á veginn, geri úrbætur sem fyrst. Íbúar í Urriðaholti í Garðabæ óttast um öryggi barna sem fara gangandi á sumarnámskeið hjá golfklúbbi þar nærri. Til að komast á golfvöllinn þurfa börnin að fara yfir Elliðavatnsveg eða Flóttamannaleið. Umferð um veginn er þung og vegurinn illa farinn. Faðir sem fréttastofa ræddi við í gær sagðist til að mynda ekki þora að senda stálpuð börn sín ein á æfingar vegna slysahættu. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir veginn í eigu Vegagerðarinnar en engu að síður hafi bærinn gert ýmislegt til að reyna að bæta ástandið. „Við tökum að sjálfsögðu heilshugar undir áhyggjur okkar íbúa og höfum í raunog veru gert svo misserum skiptir. Því að Flóttamannavegurinn sem að Vegagerðin sér um og á er ekki í góðu ástandi. Þannig við höfum krafið þau um úrbætur sem okkur þykja ganga hægt og það endurspeglast í þessu máli.“ Á meðal þess sem bærinn hefur látið gera er að setja upp sérstök skilti til að reyna að draga úr umferðarhraða. „Við brugðum því á það óvenjulega ráð að fara í úrbætur þarna hvað varðar öryggi barnanna, sem þarna fara inn á golfvallarsvæðið, með því að við erum þarna í framkvæmdum núna til þess að hægja á umferð þannig að gangandi geti farið öruggari þarna yfir.“ Hann segir mikilvægt að Vegagerðin geri sem fyrst úrbætur. „ Þegar umferð um veg hefur fjór- eða fimmfaldast þá skiptir mjög miklu máli að það liggi fyrir plan að gera við veginn og uppfæra hann. Gera endurbætur á honum að öllu leyti og það er auðvitað fyrst og fremst það sem að við köllum eftir.“ Meðal þess sem rætt hefur verið um er að gera undirgöng undir veginn. Það taki hins vegar tíma. „Annað sem við erum ósátt með í meðhöndlun Vegagerðarinnar er að millitíðinni ber okkur öllum skylda til þess að sjá til þess að öryggi sé tryggt með betri hætti heldur en nú er. Til dæmis með þeim aðgerðum sem að við erum að fara í þarna með gangandi vegfarendur. Það eru fleiri mál þarna. Það eru óþægilega mörg tilvik þarna sem að bílar fara út af og annað þess háttar. Auðvitað verðum við sameiginlega að finna lausnir á því þannig að við endum ekki með einhver leiðindaatvik þarna umfram það sem þegar er orðið.“ Garðabær Vegagerð Börn og uppeldi Samgöngur Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Íbúar í Urriðaholti í Garðabæ óttast um öryggi barna sem fara gangandi á sumarnámskeið hjá golfklúbbi þar nærri. Til að komast á golfvöllinn þurfa börnin að fara yfir Elliðavatnsveg eða Flóttamannaleið. Umferð um veginn er þung og vegurinn illa farinn. Faðir sem fréttastofa ræddi við í gær sagðist til að mynda ekki þora að senda stálpuð börn sín ein á æfingar vegna slysahættu. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir veginn í eigu Vegagerðarinnar en engu að síður hafi bærinn gert ýmislegt til að reyna að bæta ástandið. „Við tökum að sjálfsögðu heilshugar undir áhyggjur okkar íbúa og höfum í raunog veru gert svo misserum skiptir. Því að Flóttamannavegurinn sem að Vegagerðin sér um og á er ekki í góðu ástandi. Þannig við höfum krafið þau um úrbætur sem okkur þykja ganga hægt og það endurspeglast í þessu máli.“ Á meðal þess sem bærinn hefur látið gera er að setja upp sérstök skilti til að reyna að draga úr umferðarhraða. „Við brugðum því á það óvenjulega ráð að fara í úrbætur þarna hvað varðar öryggi barnanna, sem þarna fara inn á golfvallarsvæðið, með því að við erum þarna í framkvæmdum núna til þess að hægja á umferð þannig að gangandi geti farið öruggari þarna yfir.“ Hann segir mikilvægt að Vegagerðin geri sem fyrst úrbætur. „ Þegar umferð um veg hefur fjór- eða fimmfaldast þá skiptir mjög miklu máli að það liggi fyrir plan að gera við veginn og uppfæra hann. Gera endurbætur á honum að öllu leyti og það er auðvitað fyrst og fremst það sem að við köllum eftir.“ Meðal þess sem rætt hefur verið um er að gera undirgöng undir veginn. Það taki hins vegar tíma. „Annað sem við erum ósátt með í meðhöndlun Vegagerðarinnar er að millitíðinni ber okkur öllum skylda til þess að sjá til þess að öryggi sé tryggt með betri hætti heldur en nú er. Til dæmis með þeim aðgerðum sem að við erum að fara í þarna með gangandi vegfarendur. Það eru fleiri mál þarna. Það eru óþægilega mörg tilvik þarna sem að bílar fara út af og annað þess háttar. Auðvitað verðum við sameiginlega að finna lausnir á því þannig að við endum ekki með einhver leiðindaatvik þarna umfram það sem þegar er orðið.“
Garðabær Vegagerð Börn og uppeldi Samgöngur Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira