Viðurkennum þjóðarmorð á Armenum Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 15. júní 2024 10:02 Í gær kom ég á einn áhrifamesta og jafnframt dapurlegasta stað sem ég veit um – stað sem jafnast alveg á við Auschwitz í hryllingi og óhugnaði. Þetta er minningarsafn í Jerevan um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. Grimmdin og illskan var ólýsanleg. Útlimir voru slitnir af börnum og þau brennd lifandi, karlmönnum slátrað en konur og börn rekin út í eyðimörkina þar sem þeim var nauðgað og þau pyntuð á ýmsan hátt þar til þau sem eftir lifðu vesluðust að lokum upp af hungri og þorsta. Eina sök þessa fólks var að vera ekki af réttu þjóðerni. Nasistar notuðu þetta þjóðarmorð sem skálkaskjól fyrir þjóðarmorð á Gyðingum – fyrst Tyrkir hefðu komist upp með þetta án þess að alþjóðasamfélagið hreyfði legg eða lið hlytu Þjóðverjar að gera það líka. Það er þyngra en tárum taki að sambærilegir atburðir skuli enn vera að gerast á Gaza – enn án þess að alþjóðasamfélagið geri nokkuð í málinu. Armenum er mjög í mun að þjóðir heims viðurkenni að þarna var framið þjóðarmorð, en hingað til hafa aðeins um þrjátíu þjóðir gert það – þar á meðal Danmörk, Svíþjóð og ýmsar fleiri bandalagsþjóðir Tyrkja í NATO, svo sem Þýskaland og Bandríkin. Ísland er ekki þar á meðal, en þingsályktunartillaga þess efnis hefur verið lögð fram á Alþingi einum níu sinnum frá árinu 2012 án þess að hljóta afgreiðslu. Sumum kann að finnast ástæðulaust að vera eitthvað að álykta um þetta núna – þessir atburðir gerðust fyrir meira en hundrað árum og allir sem báru ábyrgð á þjóðarmorðinu og stjórnuðu því eru löngu látnir og verður ekki refsað úr þessu – a.m.k. ekki þessa heims. En þetta snýst ekki um refsingu eða hefnd, heldur um viðurkenningu á því sem gerðist – uppgjör við fortíðina. Tillaga um viðurkenningu á þjóðarmorði á Armenum var endurflutt á Alþingi í enn eitt skipti í haust af fólki úr öllum þingflokkum nema einum. Þess vegna hefði mátt vænta þess að hún yrði samþykkt enda hefur gefist nægur tími til að ræða hana – hún var lögð fram í september. En hún hefur ekki enn verið afgreidd úr utanríkismálanefnd, þrátt fyrir að formaður nefndarinnar sé í hópi flutningsmanna. Litlar líkur eru á að hún verði forgangsmál í þeim hrossakaupum sem nú standa væntanlega yfir um afgreiðslu mála fyrir þinglok sem eru að bresta á. Það má samt alltaf vona og ég skora á Alþingi að reka af sér slyðruorðið og samþykkja tillöguna áður en þingi verður slitið – það er þinginu til skammar að þæfa málið svona. Þar hljóta að vera einhverjar óeðlilegar ástæður eða ytri þrýstingur að baki. Höfundur er ferðamaður í Armeníu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Armenía Tyrkland Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Í gær kom ég á einn áhrifamesta og jafnframt dapurlegasta stað sem ég veit um – stað sem jafnast alveg á við Auschwitz í hryllingi og óhugnaði. Þetta er minningarsafn í Jerevan um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. Grimmdin og illskan var ólýsanleg. Útlimir voru slitnir af börnum og þau brennd lifandi, karlmönnum slátrað en konur og börn rekin út í eyðimörkina þar sem þeim var nauðgað og þau pyntuð á ýmsan hátt þar til þau sem eftir lifðu vesluðust að lokum upp af hungri og þorsta. Eina sök þessa fólks var að vera ekki af réttu þjóðerni. Nasistar notuðu þetta þjóðarmorð sem skálkaskjól fyrir þjóðarmorð á Gyðingum – fyrst Tyrkir hefðu komist upp með þetta án þess að alþjóðasamfélagið hreyfði legg eða lið hlytu Þjóðverjar að gera það líka. Það er þyngra en tárum taki að sambærilegir atburðir skuli enn vera að gerast á Gaza – enn án þess að alþjóðasamfélagið geri nokkuð í málinu. Armenum er mjög í mun að þjóðir heims viðurkenni að þarna var framið þjóðarmorð, en hingað til hafa aðeins um þrjátíu þjóðir gert það – þar á meðal Danmörk, Svíþjóð og ýmsar fleiri bandalagsþjóðir Tyrkja í NATO, svo sem Þýskaland og Bandríkin. Ísland er ekki þar á meðal, en þingsályktunartillaga þess efnis hefur verið lögð fram á Alþingi einum níu sinnum frá árinu 2012 án þess að hljóta afgreiðslu. Sumum kann að finnast ástæðulaust að vera eitthvað að álykta um þetta núna – þessir atburðir gerðust fyrir meira en hundrað árum og allir sem báru ábyrgð á þjóðarmorðinu og stjórnuðu því eru löngu látnir og verður ekki refsað úr þessu – a.m.k. ekki þessa heims. En þetta snýst ekki um refsingu eða hefnd, heldur um viðurkenningu á því sem gerðist – uppgjör við fortíðina. Tillaga um viðurkenningu á þjóðarmorði á Armenum var endurflutt á Alþingi í enn eitt skipti í haust af fólki úr öllum þingflokkum nema einum. Þess vegna hefði mátt vænta þess að hún yrði samþykkt enda hefur gefist nægur tími til að ræða hana – hún var lögð fram í september. En hún hefur ekki enn verið afgreidd úr utanríkismálanefnd, þrátt fyrir að formaður nefndarinnar sé í hópi flutningsmanna. Litlar líkur eru á að hún verði forgangsmál í þeim hrossakaupum sem nú standa væntanlega yfir um afgreiðslu mála fyrir þinglok sem eru að bresta á. Það má samt alltaf vona og ég skora á Alþingi að reka af sér slyðruorðið og samþykkja tillöguna áður en þingi verður slitið – það er þinginu til skammar að þæfa málið svona. Þar hljóta að vera einhverjar óeðlilegar ástæður eða ytri þrýstingur að baki. Höfundur er ferðamaður í Armeníu.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun