Kjósendur Jóns Gnarr líklegastir til að vera ósáttir með Höllu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júní 2024 13:48 Þjóðarpúls Gallup var framkvæmdur 5. til 10. júní. Heildarúrtaksstærð var 1779 og þátttökuhlutfall var 49,9 prósent. Vísir/Vilhelm Almenn sátt virðist ríkja meðal landsmann aum kjör Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands samkvæmt niðurstöðum nýs þjóðarpúls Gallup. Ríflega helmingur svarenda sagðist mjög eða að öllu leyti sáttur við kjör hennar í embættið. Tveir af hverjum tíu svarendum sögðust frekar sátt með kjör Höllu. Átta prósent sögðust frekar ósátt en sex prósent sögðust mjög eða að öll leyti ósátt. Fyrir utan þá svarendur sem kusu Höllu Tómasdóttur eru þeir sem kusu Katrínu Jakobsdóttur og Höllu Hrund Logadóttur líkleglegastir til að vera sáttir með kjör hennar. Kjósendur Jóns Gnarr voru líklegastir til að vera ósáttir með kjörið. Í þjóðarpúlsinum voru þátttakendur að auki spurðir hvenær þeir tóku ákvörðun um hvern þeir ætluðu að kjósa. Meira en þrjátíu prósent svarenda sögðust hafa ákveðið sig á kjördag og ellefu prósent svarenda sögðust hafa ákveðið sig daginn fyrir kjördag. Yngra fólk var almennt líklegra til að ákveða sig seinna en eldra fólk. Níu af hverjum tíu kusu fyrsta val Langflestir svarendur kusu þann frambjóðanda sem þeir vildu helst sjá sem forseta Íslands, eða 87 prósent. Þrettán prósent svarenda sögðust hafa kosið annan frambjóðanda en þeir vildu helst, sem þeir töldu eiga meiri möguleika á að ná kjöri. Af þeim sem kusu annan frambjóðanda en þeir vildu helst kusu 23 prósent Höllu Tómasdóttur, fimmtán prósent Höllu Hrund og sex prósent Katrínu. Flestir þeirra sem kusu Höllu sáu eða heyrðu til hennar í umræðuþáttum eða viðtölum, 35 prósent í auglýsingum og 34 prósent á samfélagsmiðlum. Sextíu og eitt prósent svarenda á aldrinum 18 til 29 ára hafði séð hana á samfélagsmiðlum, og 81 prósent 18 til 29 ára svarenda sem höfðu sé hana á samfélagsmiðlum hafði séð hana á TikTok. Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Flestir ánægðir með kjör Höllu Tómasdóttur Sextíu og þrjú prósent svarenda eru ánægð með kjör Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Prósents. Tuttugu og fjögur prósent segjast hvorki vera ánægð né óánægð og 13 prósent eru óánægð. Könnunin var framkvæmd dagana 6. til 12. júní. 12. júní 2024 13:59 Flestir vilja kalla Björn „forsetaherra“ Skiptar skoðanir eru á því hvað fólk vill kalla Björn Skúlason, eiginmann Höllu Tómasdóttur og þar af leiðandi fyrsta eiginmann forseta Íslands. Lesendum Vísis líst best á að kalla hann forsetaherra eða hreinlega eiginmann forseta. 5. júní 2024 10:59 Halla hefði unnið án taktískra atkvæða Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, hefði unnið í forsetakosningunum án þessara svokölluðu taktísku atkvæða sem mikið hafa verið til umræðu. Einnig hefði hún unnið kosningarnar sama hvaða kosningakerfi væri notað. 4. júní 2024 20:41 „Viðskiptakonan“ sem komst á Bessastaði í annarri tilraun Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. 4. júní 2024 10:46 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Tveir af hverjum tíu svarendum sögðust frekar sátt með kjör Höllu. Átta prósent sögðust frekar ósátt en sex prósent sögðust mjög eða að öll leyti ósátt. Fyrir utan þá svarendur sem kusu Höllu Tómasdóttur eru þeir sem kusu Katrínu Jakobsdóttur og Höllu Hrund Logadóttur líkleglegastir til að vera sáttir með kjör hennar. Kjósendur Jóns Gnarr voru líklegastir til að vera ósáttir með kjörið. Í þjóðarpúlsinum voru þátttakendur að auki spurðir hvenær þeir tóku ákvörðun um hvern þeir ætluðu að kjósa. Meira en þrjátíu prósent svarenda sögðust hafa ákveðið sig á kjördag og ellefu prósent svarenda sögðust hafa ákveðið sig daginn fyrir kjördag. Yngra fólk var almennt líklegra til að ákveða sig seinna en eldra fólk. Níu af hverjum tíu kusu fyrsta val Langflestir svarendur kusu þann frambjóðanda sem þeir vildu helst sjá sem forseta Íslands, eða 87 prósent. Þrettán prósent svarenda sögðust hafa kosið annan frambjóðanda en þeir vildu helst, sem þeir töldu eiga meiri möguleika á að ná kjöri. Af þeim sem kusu annan frambjóðanda en þeir vildu helst kusu 23 prósent Höllu Tómasdóttur, fimmtán prósent Höllu Hrund og sex prósent Katrínu. Flestir þeirra sem kusu Höllu sáu eða heyrðu til hennar í umræðuþáttum eða viðtölum, 35 prósent í auglýsingum og 34 prósent á samfélagsmiðlum. Sextíu og eitt prósent svarenda á aldrinum 18 til 29 ára hafði séð hana á samfélagsmiðlum, og 81 prósent 18 til 29 ára svarenda sem höfðu sé hana á samfélagsmiðlum hafði séð hana á TikTok.
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Flestir ánægðir með kjör Höllu Tómasdóttur Sextíu og þrjú prósent svarenda eru ánægð með kjör Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Prósents. Tuttugu og fjögur prósent segjast hvorki vera ánægð né óánægð og 13 prósent eru óánægð. Könnunin var framkvæmd dagana 6. til 12. júní. 12. júní 2024 13:59 Flestir vilja kalla Björn „forsetaherra“ Skiptar skoðanir eru á því hvað fólk vill kalla Björn Skúlason, eiginmann Höllu Tómasdóttur og þar af leiðandi fyrsta eiginmann forseta Íslands. Lesendum Vísis líst best á að kalla hann forsetaherra eða hreinlega eiginmann forseta. 5. júní 2024 10:59 Halla hefði unnið án taktískra atkvæða Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, hefði unnið í forsetakosningunum án þessara svokölluðu taktísku atkvæða sem mikið hafa verið til umræðu. Einnig hefði hún unnið kosningarnar sama hvaða kosningakerfi væri notað. 4. júní 2024 20:41 „Viðskiptakonan“ sem komst á Bessastaði í annarri tilraun Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. 4. júní 2024 10:46 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Flestir ánægðir með kjör Höllu Tómasdóttur Sextíu og þrjú prósent svarenda eru ánægð með kjör Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Prósents. Tuttugu og fjögur prósent segjast hvorki vera ánægð né óánægð og 13 prósent eru óánægð. Könnunin var framkvæmd dagana 6. til 12. júní. 12. júní 2024 13:59
Flestir vilja kalla Björn „forsetaherra“ Skiptar skoðanir eru á því hvað fólk vill kalla Björn Skúlason, eiginmann Höllu Tómasdóttur og þar af leiðandi fyrsta eiginmann forseta Íslands. Lesendum Vísis líst best á að kalla hann forsetaherra eða hreinlega eiginmann forseta. 5. júní 2024 10:59
Halla hefði unnið án taktískra atkvæða Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, hefði unnið í forsetakosningunum án þessara svokölluðu taktísku atkvæða sem mikið hafa verið til umræðu. Einnig hefði hún unnið kosningarnar sama hvaða kosningakerfi væri notað. 4. júní 2024 20:41
„Viðskiptakonan“ sem komst á Bessastaði í annarri tilraun Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. 4. júní 2024 10:46