Yngsti þjálfari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2024 23:17 Nýr þjálfari Brighton er stemningsmaður. Stuart Franklin/Getty Images Brighton & Hove Albion heldur áfram að fara ótroðnar slóðir í þjálfararáðningum sínum en nýr þjálfari liðsins mun verða sá yngsti í sögu ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Þegar Roberto De Zerbi ákvað að segja skilið við Brighton eftir tæplega tvö tímabil við stjórnvölin var næsta víst að Brighton myndi fara sínar eigin leiðir þegar kæmi að því að ráða nýjan stjóra. De Zerbi var óvænt ráðning enda aðeins starfað í Úkraínu og Ítalíu þar sem hann náði misjöfnum árangri en spilaði þó alltaf áferðafallega knattspyrnu. Þar áður var Graham Potter nokkuð óvænt ráðning en hann hafði átt fínt tímabil með Swansea City eftir að skapa sér nafn hjá Östersund í Svíþjóð. Nýr þjálfari Brighton er svo heldur betur óvæntur en það er hinn 31 árs gamli Fabian Hürzeler. Hann verður um leið yngsti þjálfari í sögu deildarinnar. We are pleased to confirm that Fabian Hürzeler will become our new men’s first-team head coach. 💙🤍 Fabian has agreed a contract until June 2027. Once his work permit is processed, he will begin work straight away! 🤝— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) June 15, 2024 Hürzeler hefur þjálfað St. Pauli síðan 2022 og kom liðinu upp í þýsku úrvalsdeildina á nýafstöðnu tímabili. Þar áður stýrði hann FC Pipinsried í neðri deildum Þýskalands ásamt því að spila með liðinu. Þjálfarinn ungi var á sínum tíma efnilegur leikmaður og á landsleiki með U15-U19 ára landsliðum Þýskalands. Spilaði hann með stórum félögum - Bayern München, Hoffenheim og 1860 München – en hins vegar eingöngu með varaliðum þeirra. Það virðist hafa verið rétt skref að snúa sér að þjálfun en hann mun nú stýra Brighton í því sem er af mörgum talið vera sterkasta deild heims. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Þegar Roberto De Zerbi ákvað að segja skilið við Brighton eftir tæplega tvö tímabil við stjórnvölin var næsta víst að Brighton myndi fara sínar eigin leiðir þegar kæmi að því að ráða nýjan stjóra. De Zerbi var óvænt ráðning enda aðeins starfað í Úkraínu og Ítalíu þar sem hann náði misjöfnum árangri en spilaði þó alltaf áferðafallega knattspyrnu. Þar áður var Graham Potter nokkuð óvænt ráðning en hann hafði átt fínt tímabil með Swansea City eftir að skapa sér nafn hjá Östersund í Svíþjóð. Nýr þjálfari Brighton er svo heldur betur óvæntur en það er hinn 31 árs gamli Fabian Hürzeler. Hann verður um leið yngsti þjálfari í sögu deildarinnar. We are pleased to confirm that Fabian Hürzeler will become our new men’s first-team head coach. 💙🤍 Fabian has agreed a contract until June 2027. Once his work permit is processed, he will begin work straight away! 🤝— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) June 15, 2024 Hürzeler hefur þjálfað St. Pauli síðan 2022 og kom liðinu upp í þýsku úrvalsdeildina á nýafstöðnu tímabili. Þar áður stýrði hann FC Pipinsried í neðri deildum Þýskalands ásamt því að spila með liðinu. Þjálfarinn ungi var á sínum tíma efnilegur leikmaður og á landsleiki með U15-U19 ára landsliðum Þýskalands. Spilaði hann með stórum félögum - Bayern München, Hoffenheim og 1860 München – en hins vegar eingöngu með varaliðum þeirra. Það virðist hafa verið rétt skref að snúa sér að þjálfun en hann mun nú stýra Brighton í því sem er af mörgum talið vera sterkasta deild heims.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira