Ronaldinho hættur að horfa á Brasilíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2024 08:01 Ronaldinho og Eiður Smári Guðjohnsen í leik Barcelona og Chelsea á sínum tíma. Phil Cole/Getty Images Brasilíska goðsögnin Ronaldinho segist hættur að horfa á brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu og sömu leiðis hættur að fagna þegar liðið sigrar. Hinn 44 ára gamli Ronaldo de Assis Moreira, betur þekktur sem Ronaldinho, var á sínum tíma besti leikmaður heims. Frægðarsól hans reis hvað hæst þegar hann spilaði með Barcelona árin 2003 til 2008 en hann varð jafnframt heimsmeistari með Brasilíu á HM í Japan og Suður-Kóreu árið 2002. Alls spilaði hann 97 A-landsleiki á ferli sínum og í raun aldrei verið langt undan þegar brasilíska landsliðið er að spila. Það er þangað til nú. Það styttist í að Suður-Ameríkukeppnin fari af stað en Ronaldinho ætlar sér ekki að horfa á einn leik með Brasilíu. „Ég hef fengið nóg. Þetta er sorglegt augnablik fyrir þau sem elska brasilíska landsliðið. Það er erfitt að finna viljann til að horfa á leiki. Þetta er eitt versta lið sem Brasilíu hefur boðið upp á undanfarin ár, engir virðingarverðir leiðtogar og í raun ekkert nema miðlungs leikmenn,“ sagði landsliðsmaðurinn fyrrverandi um stöðu mála í brasilíska landsliðinu. Ronaldinho on Instagram does NOT hold back on Brazil. 🤯🇧🇷 pic.twitter.com/MgpiTy2L3e— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) June 15, 2024 Hann var þó ekki hættur. „Ég man ekki til þess að staðan hafi verið verri. Það vantar alla ástríðu fyrir treyjunni sem og alla ástríðu fyrir góðum fótbolta.“ „Frammistöður okkar hafa verið einhverjar þær verstu sem ég hef séð. Það er synd og skömm,“ sagði Ronaldinho að endingu. Brasilía er í D-riðli Suður-Ameríkukeppninnar ásamt Kólumbíu, Paragvæ og Kosta Ríka. Fótbolti Copa América Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira
Hinn 44 ára gamli Ronaldo de Assis Moreira, betur þekktur sem Ronaldinho, var á sínum tíma besti leikmaður heims. Frægðarsól hans reis hvað hæst þegar hann spilaði með Barcelona árin 2003 til 2008 en hann varð jafnframt heimsmeistari með Brasilíu á HM í Japan og Suður-Kóreu árið 2002. Alls spilaði hann 97 A-landsleiki á ferli sínum og í raun aldrei verið langt undan þegar brasilíska landsliðið er að spila. Það er þangað til nú. Það styttist í að Suður-Ameríkukeppnin fari af stað en Ronaldinho ætlar sér ekki að horfa á einn leik með Brasilíu. „Ég hef fengið nóg. Þetta er sorglegt augnablik fyrir þau sem elska brasilíska landsliðið. Það er erfitt að finna viljann til að horfa á leiki. Þetta er eitt versta lið sem Brasilíu hefur boðið upp á undanfarin ár, engir virðingarverðir leiðtogar og í raun ekkert nema miðlungs leikmenn,“ sagði landsliðsmaðurinn fyrrverandi um stöðu mála í brasilíska landsliðinu. Ronaldinho on Instagram does NOT hold back on Brazil. 🤯🇧🇷 pic.twitter.com/MgpiTy2L3e— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) June 15, 2024 Hann var þó ekki hættur. „Ég man ekki til þess að staðan hafi verið verri. Það vantar alla ástríðu fyrir treyjunni sem og alla ástríðu fyrir góðum fótbolta.“ „Frammistöður okkar hafa verið einhverjar þær verstu sem ég hef séð. Það er synd og skömm,“ sagði Ronaldinho að endingu. Brasilía er í D-riðli Suður-Ameríkukeppninnar ásamt Kólumbíu, Paragvæ og Kosta Ríka.
Fótbolti Copa América Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira