Innlent

Slökkvi­starf í Kringlunni og staða Vinstri grænna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir hefjast á Bylgjunni klukkan 12. 
Hádegisfréttir hefjast á Bylgjunni klukkan 12. 

Slökkvistarfi við Kringluna lauk klukkan eitt í nótt eftir að eldur kom upp í þaki verslunarmiðstöðvarinnar síðdegis í gær. Slökkviliðsstjóri segir vel hafa gengið að ráða niðurlögum eldsins og vettvangur sé nú í höndum tryggingafélaganna. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri grænna segir að flokkurinn þurfi að fara í innra uppgjör og leita í ræturnar, en flokkurinn mælist aðeins með um þriggja prósenta fylgi í skoðanakönnunum og myndi því detta út af þingi ef gengið yrði til kosninga í dag.

Þá hefur Ísraelsher tilkynnt að gerð verði dagleg hlé á hernaði með fram stofnbraut á Gasa í þeim tilgangi að hleypa meiri neyðarbirgðum inn á svæðið. Almenna borgara hefur skort nærri allar nauðsynjar mánuðum saman. 

Klippa: Hádegisfréttir 16. júní 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×