Pavlović er djúpliggjandi miðjumaður og braut sér leið í aðalliðið í vetur.
Hann hefur verið hjá félaginu síðan hann var aðeins sjö ára gamall og þreytti frumraun sína með aðalliðinu í Der Klassiker gegn Borussia Dortmund í nóvember og lagði upp eitt mark í 4-0 sigri.
🎬 𝗕𝗘𝗦𝗧 𝗢𝗙 𝗔𝗟𝗘𝗞𝗦 𝗣𝗔𝗩𝗟𝗢𝗩𝗜Ć 🍿#Pavlović2029 #MiaSanMia pic.twitter.com/XMOaUgnE9i
— FC Bayern München (@FCBayern) June 16, 2024
„Þetta er falleg saga að sjá hversu mikið Aleksander Pavlović hefur risið sem leikmaður undanfarna mánuði. Hann hefur fest sig í sessi sem lykilmaður í aðalliðinu á fyrsta tímabili sínu og er strax orðinn landsliðsmaður,“ sagði Cristoph Freund, yfirmaður íþrótta hjá Bayern München.
Pavlović spilaði alls 22 leiki á tímabilinu, þar af þrjá í Meistaradeildinni. Julian Nagelsmann valdi hann í landsliðshóp Þýskalands fyrir Evrópumótið í sumar en Pavlović þurfti að draga sig úr hópnum vegna hálskirtlabólgu.