„Vitum að Agla er markagráðug en ég held hún hafi ekki verið að reyna þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2024 16:52 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar. vísir / anton brink Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var nokkuð ánægður með spilamennsku síns liðs þrátt fyrir 3-0 tap gegn Breiðablik í Bestu-deild kvenna í dag. „Það var smá stress í liðinu fyrstu tíu mínúturnar, en eftir að við hristum það af okkur fannst mér við stjórna leiknum bara nokkuð vel. Bæði með og án bolta og við lokuðum á það sem Breiðablik vildi gera og við náðum að skapa okkur færi og hættu,“ sagði Ólafur að leik loknum. „Þannig að ég var nokkuð brattur þegar við komum inn í hálfleikinn. En svo er það þetta fyrsta korter í seinni hálfleik sem er okkur dýrt. Fáum á okkur eitthvað sem er alltaf kallað aulamörk en mér fannst þetta vera meira svona frík-mörk. Skot af varnarmanni þar sem Mollee [Swift] er komin til hægri og boltinn fer vinstra megin við hana, svo er skorað úr horni og svo einn djúpur í gegn sem við vorum búin að ráða vel við. Þá var leikurinn farinn.“ „Þetta er svekkjandi því mer fannst liðið að mörgu leyti spila prýðilega,“ bætti Ólafur við. Hann segir einnig að þegar lið fær á sig þrjú mörk á tíu mínútna kafla sé erfitt að snúa taflinu við. „Þau koma svolítið hratt og þá er það spurning hvort við verðum að sýna meiri mótstöðu gegn því. En ég verð nú að segja að þegar þú færð á þig mark beint úr horni þá þarf maður aðeins að skoða hvernig það kemur. Við vitum að Agla [María Albertsdóttir] er góður spyrnumaður og markagráðug, en ég held að hún hafi ekki verið að reyna þetta.“ „Við bognuðum svolítið, en Breiðablik þurfti svosem bara að keyra þetta heim því við náðum illa að klóra í bakkann eftir 3-0.“ Eftir hálfgerða markaþurrð í upphafi móts hefur Þróttur verið að finna netmöskvana í meiri mæli í undanförnum leikjum í deild og bikar. Þrátt fyrir góð færi í fyrri hálfleik náði liðið þó ekki að skora í dag. „Það vantaði bara smá lukku með okkur í liði. Við fengum ágætis færi sem við þurfum bara að nýta. Kristrún [Rut Antonsdóttir] fær ágætis skot og Freyja [Karín Þorvarðardóttir] á góðan skalla og svo vorum við með stöður sem voru góðar. Þetta er bara gamla sagan um það að lið sem eru skilvirk þau refsa, en við erum ekki alveg þar ennþá.“ Að lokum segir Ólafur liðið klárlega ekki vera á þeim stað sem vonast var eftir, enda hefur Þróttur aðeins nælt í fjögur stig í fyrstu átta leikjum tímabilsins. „Ég vonaðist auðvitað eftir fleiri stigum. En við þurfum bara að halda áfram og þessum sófa er kastað í fangið á okkur öllum og við verðum að flytja hann eitthvað áfram. Ég er búinn að tala um það og ég held áfram að tala um það að mér fannst þessi leikur vera þess eðlis að spilamennskan var að mörgu leyti fín. En við erum ekki að fá úrslit og það er sá múr sem við þurfum að brjóta.“ „Hvort sem það er að vinna 1-0 sigra, en þá þurfum við líka að verja markið okkar betur, að þá getum við farið að safna fleiri stigum. Ég fer að hætta að tala um góða frammistöðu ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Ólafur að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
„Það var smá stress í liðinu fyrstu tíu mínúturnar, en eftir að við hristum það af okkur fannst mér við stjórna leiknum bara nokkuð vel. Bæði með og án bolta og við lokuðum á það sem Breiðablik vildi gera og við náðum að skapa okkur færi og hættu,“ sagði Ólafur að leik loknum. „Þannig að ég var nokkuð brattur þegar við komum inn í hálfleikinn. En svo er það þetta fyrsta korter í seinni hálfleik sem er okkur dýrt. Fáum á okkur eitthvað sem er alltaf kallað aulamörk en mér fannst þetta vera meira svona frík-mörk. Skot af varnarmanni þar sem Mollee [Swift] er komin til hægri og boltinn fer vinstra megin við hana, svo er skorað úr horni og svo einn djúpur í gegn sem við vorum búin að ráða vel við. Þá var leikurinn farinn.“ „Þetta er svekkjandi því mer fannst liðið að mörgu leyti spila prýðilega,“ bætti Ólafur við. Hann segir einnig að þegar lið fær á sig þrjú mörk á tíu mínútna kafla sé erfitt að snúa taflinu við. „Þau koma svolítið hratt og þá er það spurning hvort við verðum að sýna meiri mótstöðu gegn því. En ég verð nú að segja að þegar þú færð á þig mark beint úr horni þá þarf maður aðeins að skoða hvernig það kemur. Við vitum að Agla [María Albertsdóttir] er góður spyrnumaður og markagráðug, en ég held að hún hafi ekki verið að reyna þetta.“ „Við bognuðum svolítið, en Breiðablik þurfti svosem bara að keyra þetta heim því við náðum illa að klóra í bakkann eftir 3-0.“ Eftir hálfgerða markaþurrð í upphafi móts hefur Þróttur verið að finna netmöskvana í meiri mæli í undanförnum leikjum í deild og bikar. Þrátt fyrir góð færi í fyrri hálfleik náði liðið þó ekki að skora í dag. „Það vantaði bara smá lukku með okkur í liði. Við fengum ágætis færi sem við þurfum bara að nýta. Kristrún [Rut Antonsdóttir] fær ágætis skot og Freyja [Karín Þorvarðardóttir] á góðan skalla og svo vorum við með stöður sem voru góðar. Þetta er bara gamla sagan um það að lið sem eru skilvirk þau refsa, en við erum ekki alveg þar ennþá.“ Að lokum segir Ólafur liðið klárlega ekki vera á þeim stað sem vonast var eftir, enda hefur Þróttur aðeins nælt í fjögur stig í fyrstu átta leikjum tímabilsins. „Ég vonaðist auðvitað eftir fleiri stigum. En við þurfum bara að halda áfram og þessum sófa er kastað í fangið á okkur öllum og við verðum að flytja hann eitthvað áfram. Ég er búinn að tala um það og ég held áfram að tala um það að mér fannst þessi leikur vera þess eðlis að spilamennskan var að mörgu leyti fín. En við erum ekki að fá úrslit og það er sá múr sem við þurfum að brjóta.“ „Hvort sem það er að vinna 1-0 sigra, en þá þurfum við líka að verja markið okkar betur, að þá getum við farið að safna fleiri stigum. Ég fer að hætta að tala um góða frammistöðu ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Ólafur að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira