„Vilja öll lið verða fyrsta liðið til að taka af okkur stig“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2024 17:05 Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Diego Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, stýrði liðinu til 3-0 sigurs gegn sínu gamla félagi, Þrótti, er liðin mættust í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag. „Það er mikilvægt að við höldum áfram að sækja sigra. Með hverjum leiknum sem við vinnum stækkar skotmarkið á bakinu á okkur því það vilja öll lið verða fyrsta liðið til að taka af okkur stig,“ sagði Nik að leik loknum. „Það var stress í okkur í fyrri hálfleik og mögulega er það eitthvað sem ég bjó til hjá leikmönnunum. En í seinni hálfleik, og sérstaklega eftir fyrsta markið, vorum við með stjórn á leiknum og ég hafði aldrei áhyggjur eftir það. En fyrri hálfleikurinn var mjög jafn.“ Breiðablik hefur skorað að meðaltali þrjú mörk í hverjum deildarleik á tímabilinu, en framan af leik leit alls ekki út fyrir að liðið myndi ná að troða inn þremur mörkum í dag. „Við vorum bara frekar kærulaus framan af og vorum ekki að nýta okkur svæðin sem við vildum nýta. En þrátt fyrir það fengum við færi áður en fyrsta markið kom. Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] átti mjög gott færi og svo björguðu þær einu sinni á línu og á einhverjum öðrum degi myndi ég búast við því að sjá allavega annað af þessum skotum í netinu.“ „En á hinum endanum átti Kristrún [Rut Antonsdóttir] gott færi og Freyja [Karín Þorvarðardóttir] einnig þannig að fyrri hálfleikur var mjög jafn.“ Þá segir hann mikilvægt að hans konur hafi náð að halda hreinu í fyrri hálfleik. „Já miðað við það hvernig við vorum að spila. Við þurftum bara að komast inn í hálfleikinn og endurstilla okkur aðeins. Ég minnti þær á það í hálfleik að við værum ekki búnar að fá á okkur mark og það væri það sem skipti máli.“ „Seinni hálfleikurinn var svo allt annað. Þá mættum við til leiks eins og ég þekki þetta lið.“ Breiðablik hefur nú unnið alla átta deildarleiki tímabilsins og trónir á toppi deildarinnar með 24 stig af 24 mögulegum. Nik segir það gríðarlega mikilvægt að halda áfram á sömu braut og að liðið þurfi að passa sig að gefa ekki eftir. „Það er mjög mikilvægt. Við þurfum að nota þetta sjálfstraust og halda áfram að gera það sem við erum að gera. Sérstaklega þar sem Þór/KA og Valur halda líka áfram að vinna sína leiki. Við þurfum að ganga úr skugga um að við séum alltaf allavega einu skrefi á undan þeim.“ „Núna er að taka við erfitt tímabil þar sem fimm af næstu sex leikjum eru útileikir ef við teljum bikarinn með. Þannig nú kemur smá tími á þessu tímabili sem verður mjög erfiður fyrir okkur, en við þurfum að halda áfram með sama hugarfari,“ sagði Nik að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
„Það er mikilvægt að við höldum áfram að sækja sigra. Með hverjum leiknum sem við vinnum stækkar skotmarkið á bakinu á okkur því það vilja öll lið verða fyrsta liðið til að taka af okkur stig,“ sagði Nik að leik loknum. „Það var stress í okkur í fyrri hálfleik og mögulega er það eitthvað sem ég bjó til hjá leikmönnunum. En í seinni hálfleik, og sérstaklega eftir fyrsta markið, vorum við með stjórn á leiknum og ég hafði aldrei áhyggjur eftir það. En fyrri hálfleikurinn var mjög jafn.“ Breiðablik hefur skorað að meðaltali þrjú mörk í hverjum deildarleik á tímabilinu, en framan af leik leit alls ekki út fyrir að liðið myndi ná að troða inn þremur mörkum í dag. „Við vorum bara frekar kærulaus framan af og vorum ekki að nýta okkur svæðin sem við vildum nýta. En þrátt fyrir það fengum við færi áður en fyrsta markið kom. Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] átti mjög gott færi og svo björguðu þær einu sinni á línu og á einhverjum öðrum degi myndi ég búast við því að sjá allavega annað af þessum skotum í netinu.“ „En á hinum endanum átti Kristrún [Rut Antonsdóttir] gott færi og Freyja [Karín Þorvarðardóttir] einnig þannig að fyrri hálfleikur var mjög jafn.“ Þá segir hann mikilvægt að hans konur hafi náð að halda hreinu í fyrri hálfleik. „Já miðað við það hvernig við vorum að spila. Við þurftum bara að komast inn í hálfleikinn og endurstilla okkur aðeins. Ég minnti þær á það í hálfleik að við værum ekki búnar að fá á okkur mark og það væri það sem skipti máli.“ „Seinni hálfleikurinn var svo allt annað. Þá mættum við til leiks eins og ég þekki þetta lið.“ Breiðablik hefur nú unnið alla átta deildarleiki tímabilsins og trónir á toppi deildarinnar með 24 stig af 24 mögulegum. Nik segir það gríðarlega mikilvægt að halda áfram á sömu braut og að liðið þurfi að passa sig að gefa ekki eftir. „Það er mjög mikilvægt. Við þurfum að nota þetta sjálfstraust og halda áfram að gera það sem við erum að gera. Sérstaklega þar sem Þór/KA og Valur halda líka áfram að vinna sína leiki. Við þurfum að ganga úr skugga um að við séum alltaf allavega einu skrefi á undan þeim.“ „Núna er að taka við erfitt tímabil þar sem fimm af næstu sex leikjum eru útileikir ef við teljum bikarinn með. Þannig nú kemur smá tími á þessu tímabili sem verður mjög erfiður fyrir okkur, en við þurfum að halda áfram með sama hugarfari,“ sagði Nik að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn