Mcllroy missti sigur úr greipum sér og DeChambeau vann opna bandaríska Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júní 2024 22:47 Spennan var gríðarleg eftir að Mcllroy klikkaði á einföldu pútti en DeChambeau stóðst pressuna og stóð uppi sem sigurvegari Gregory Shamus/Getty Images Bryson DeChambeau endaði sex höggum undir pari og vann opna bandaríska meistaramótið í golfi eftir afar dramatískan lokadag. DeChambeau átti frábæran gærdag og var með þriggja högga forystu þegar hringurinn hófst en spilaði ekki eins vel í dag. Forystan færðist formlega til Rory Mcllroy þegar DeChambeau þrípúttaði á 14. holu. Bryson's first three-putt of the championship comes at the WORST time. 😫Rory now leads by 1. pic.twitter.com/UdCJtsFino— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Pressan virtist ná til Mcllroy sem skollaði 15. og 16. holu en þetta var í fyrsta sinn á mótinu sem hann fór tvær holur í röð yfir pari. RORY ALSO THREE-PUTTS 😮McIlroy and DeChambeau are now tied at -6. pic.twitter.com/e9n8G9rRC5— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 DeChambeau átti frábært upphafshögg á 17. holu en tókst ekki að setja niður fimm metra pútt fyrir fugl og forystu. Spennan var því gríðarleg á 18. holunni. Rory Mcllroy var á undan og horfði á eftir slöku upphafshöggi DeChambeau fljúga utanbrautar en klikkaði sjálfur á sáraeinföldu pútti. Hreinlega grátlegur endir fyrir Norður-Írann. 😱 😱 😱 😱RORY MISSES ON 18.Bryson can win the U.S. Open with a par on 18. pic.twitter.com/lSk0ZzzZK2— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 DeChambeau tók þannig eins höggs forystu en var sjálfur í mjög erfiðri stöðu utan brautarinnar. Boltinn lá við trjárætur, kylfingurinn þurfti að beygja sig langt niður í sveifluna og boltinn endaði í sandgryfju fjörtíu metra frá. Þá átti DeChambeau algjört draumahögg og setti sjálfan sig upp til sigurs. THE BUNKER SHOT OF HIS CAREER!@b_dechambeau has this putt left to win the U.S. Open! pic.twitter.com/Vleb6k6PvO— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Spennan var gríðarleg þegar hann stillti upp og setti svo niður stutt pútt til sigurs. DeChambeau stóðst pressuna og fagnaði sigri á mótinu í annað sinn á ferlinum en tíu ára bið Mcllroy eftir risamótstitli lengist enn. ANOTHER ONE! 🏆@b_dechambeau has won the 124th U.S. Open Championship! pic.twitter.com/rzxg7eiDMc— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Golf Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira
DeChambeau átti frábæran gærdag og var með þriggja högga forystu þegar hringurinn hófst en spilaði ekki eins vel í dag. Forystan færðist formlega til Rory Mcllroy þegar DeChambeau þrípúttaði á 14. holu. Bryson's first three-putt of the championship comes at the WORST time. 😫Rory now leads by 1. pic.twitter.com/UdCJtsFino— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Pressan virtist ná til Mcllroy sem skollaði 15. og 16. holu en þetta var í fyrsta sinn á mótinu sem hann fór tvær holur í röð yfir pari. RORY ALSO THREE-PUTTS 😮McIlroy and DeChambeau are now tied at -6. pic.twitter.com/e9n8G9rRC5— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 DeChambeau átti frábært upphafshögg á 17. holu en tókst ekki að setja niður fimm metra pútt fyrir fugl og forystu. Spennan var því gríðarleg á 18. holunni. Rory Mcllroy var á undan og horfði á eftir slöku upphafshöggi DeChambeau fljúga utanbrautar en klikkaði sjálfur á sáraeinföldu pútti. Hreinlega grátlegur endir fyrir Norður-Írann. 😱 😱 😱 😱RORY MISSES ON 18.Bryson can win the U.S. Open with a par on 18. pic.twitter.com/lSk0ZzzZK2— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 DeChambeau tók þannig eins höggs forystu en var sjálfur í mjög erfiðri stöðu utan brautarinnar. Boltinn lá við trjárætur, kylfingurinn þurfti að beygja sig langt niður í sveifluna og boltinn endaði í sandgryfju fjörtíu metra frá. Þá átti DeChambeau algjört draumahögg og setti sjálfan sig upp til sigurs. THE BUNKER SHOT OF HIS CAREER!@b_dechambeau has this putt left to win the U.S. Open! pic.twitter.com/Vleb6k6PvO— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024 Spennan var gríðarleg þegar hann stillti upp og setti svo niður stutt pútt til sigurs. DeChambeau stóðst pressuna og fagnaði sigri á mótinu í annað sinn á ferlinum en tíu ára bið Mcllroy eftir risamótstitli lengist enn. ANOTHER ONE! 🏆@b_dechambeau has won the 124th U.S. Open Championship! pic.twitter.com/rzxg7eiDMc— U.S. Open (@usopengolf) June 16, 2024
Golf Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira