Ferðamaður fannst látinn og þriggja saknað á eyjum Grikklands Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2024 08:33 Ferðamaður fannst látinn á strönd á eyjunni Mathraki, sem staðsett er nærri eyjunni Corfu. Getty Bandarískur ferðamaður sem leitað var að síðan á fimmtudaginn fannst látinn á grískri eyju nærri eyjunni Corfu í gær. Tikynnt hefur verið um hvörf þriggja ferðamanna á grískum ferðamannaeyjum síðastliðna viku. Lík mannsins fannst á strönd á eyjunni Mathraki, sem er hundrað íbúa eyja vestan eyjunnar Corfu. Ferðafélagi mannsins tilkynnti um hvarf hans á fimmtudag en þá hafði ekki sést til hans í tvo daga. Nánari upplýsingar um manninn liggja ekki fyrir. Bylgja mannshvarfa og dauðsfalla ferðamanna virðist nú herja á grísku eyjarnar. Flestir, ef ekki allir ferðamennirnir sem leitað hefur verið að eiga það sameiginlegt að hafa haldið af stað í göngu eða hjólatúr í miklum hita og ekki snúið aftur. Á laugardag fannst lík 74 ára gamals hollensks ferðamanns í gili á eyjunni Samos. Hann hafði verið týndur í tæpa viku en fannst um þrjú hundruð metrum frá því svæði sem síðast hafði sést til hans. Sjónvarpslæknirinn Michael Mosley fannst látinn á Eyjunni Symi síðasta sunnudag. Talið er að hann hafi verið látinn í fjóra daga þegar hann fannst og hann hafi látist af náttúrulegum orsökum. Á eyjunni Sikinos á eyjaklasanum Hringeyjum í Eyjahafi var á föstudaginn tilkynnt um hvarf tveggja franskra kvenna, 64 og 73 ára. Þeirra er enn leitað. Þá var tilkynnt um hvarf 59 ára gamals bandarísks ferðamanns á þriðjudaginn og stendur leit að honum enn yfir. Grikkland Tengdar fréttir Lést af náttúrulegum orsökum Breski sjónvarpslæknirinn, Michael Mosley, sem fannst látinn í gær á grísku eyjunni Symi lést af náttúrulegum orsökum samkvæmt fyrstu krufningu sem var framkvæmd á líki hans í dag. 10. júní 2024 13:34 Talið að lík Mosley sé fundið Lík af manni hefur fundist í helli við grísku eyjuna Symi. Talið er að þar sé um að ræða breska sjónvarpsmanninn Michael Mosley sem hefur verið saknað síðan á miðvikudag. 9. júní 2024 08:23 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Lík mannsins fannst á strönd á eyjunni Mathraki, sem er hundrað íbúa eyja vestan eyjunnar Corfu. Ferðafélagi mannsins tilkynnti um hvarf hans á fimmtudag en þá hafði ekki sést til hans í tvo daga. Nánari upplýsingar um manninn liggja ekki fyrir. Bylgja mannshvarfa og dauðsfalla ferðamanna virðist nú herja á grísku eyjarnar. Flestir, ef ekki allir ferðamennirnir sem leitað hefur verið að eiga það sameiginlegt að hafa haldið af stað í göngu eða hjólatúr í miklum hita og ekki snúið aftur. Á laugardag fannst lík 74 ára gamals hollensks ferðamanns í gili á eyjunni Samos. Hann hafði verið týndur í tæpa viku en fannst um þrjú hundruð metrum frá því svæði sem síðast hafði sést til hans. Sjónvarpslæknirinn Michael Mosley fannst látinn á Eyjunni Symi síðasta sunnudag. Talið er að hann hafi verið látinn í fjóra daga þegar hann fannst og hann hafi látist af náttúrulegum orsökum. Á eyjunni Sikinos á eyjaklasanum Hringeyjum í Eyjahafi var á föstudaginn tilkynnt um hvarf tveggja franskra kvenna, 64 og 73 ára. Þeirra er enn leitað. Þá var tilkynnt um hvarf 59 ára gamals bandarísks ferðamanns á þriðjudaginn og stendur leit að honum enn yfir.
Grikkland Tengdar fréttir Lést af náttúrulegum orsökum Breski sjónvarpslæknirinn, Michael Mosley, sem fannst látinn í gær á grísku eyjunni Symi lést af náttúrulegum orsökum samkvæmt fyrstu krufningu sem var framkvæmd á líki hans í dag. 10. júní 2024 13:34 Talið að lík Mosley sé fundið Lík af manni hefur fundist í helli við grísku eyjuna Symi. Talið er að þar sé um að ræða breska sjónvarpsmanninn Michael Mosley sem hefur verið saknað síðan á miðvikudag. 9. júní 2024 08:23 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Lést af náttúrulegum orsökum Breski sjónvarpslæknirinn, Michael Mosley, sem fannst látinn í gær á grísku eyjunni Symi lést af náttúrulegum orsökum samkvæmt fyrstu krufningu sem var framkvæmd á líki hans í dag. 10. júní 2024 13:34
Talið að lík Mosley sé fundið Lík af manni hefur fundist í helli við grísku eyjuna Symi. Talið er að þar sé um að ræða breska sjónvarpsmanninn Michael Mosley sem hefur verið saknað síðan á miðvikudag. 9. júní 2024 08:23