Dæmi um að ökumenn slökkvi á skynjara sem bjargaði lífi hans Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. júní 2024 14:22 Mikkó þakkar nýjustu tækninni í Teslu lífbjörgina. Mótorhjólamaður segir að dæmi séu um að eigendur Tesla bíla slökkvi á skynjara í bílnum sem bjargaði lífi hans á dögunum. Litlu mátti muna að hann hafi fengið Teslu á sig á miklum hraða á gatnamótum Klettagarða og Sæbrautar og segir hann alveg ljóst að það hefði verið hans síðasta. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem búnaðurinn kemst í fréttir hér á landi. „Þegar ég er kominn af stað þá lít ég til vinstri og þá sé ég Tesluna koma bara nánast á framstuðaranum hún hemlaði svo fast. Mér verður um og gæinn með hendur upp í loft og jafn hissa og ég,“ segir mótorhjólamaðurinn Mikkó sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alveg ljóst að það hafi verið bíllinn, skynjari í Teslunni, sem hafi stöðvað bílinn en ekki ökumaðurinn sjálfur. Ekki í fyrsta sinn sem skynjarinn bjargar Mikkó hefur áður lýst atvikinu í pistli á Vísi. Í Bítinu segir Mikkó að umferðarmenningin á Íslandi sé ekki nægilega góð. Alltof mörg dæmi séu um að ökumenn séu ekki vakandi í umferðinni en á Sæbraut hafi bíllinn þó í hið minnsta verið vakandi. „Þess vegna erum við hér í dag. Ég allavega, af því að bíllinn var vakandi en ekki maðurinn.“ Ekki er um að ræða fyrsta sinn sem fréttist af því að búnaðurinn í rafbílnum, sem er sá vinsælasti á Íslandi, hafi komið í veg fyrir slys hér á landi. Litlu munaði að ekið hefði verið á fimm ára strák á hjóli á Seltjarnarnesi í ágúst í fyrra en skynjari í Teslu snarhemlaði og kom í veg fyrir árekstur. Mikkó segir miklar umræður hafa skapast um pistil sinn í hópi eigenda Tesla á Facebook. Auðvelt er að breyta hemlunarstillingum í Tesla bílum, að því er fram kemur á heimasíðu bílaframleiðandans. „Ég sá nú einn sem vissi að margir slökkvi á þessum búnaði af því að bílarnir ættu til að hemla svona, það kæmi fólki á óvart og fólki finndist það óþægilegt.Hann kysi að hafa kveikt á þessu því hann vildi frekar að þetta tæki völdin en að hann í einhverju gáleysi, gleymsku, eða mistökum sjái ekki eitthvað.“ Hryllingur að fylgjast með fólki í umferðinni Sjálfur starfar Mikkó jafnframt sem vöruflutningabílstjóri. Hann hefur því séð margt í umferðinni en að hans mati er umferðarmenning á Íslandi á niðurleið. „Það er algjör hryllingur bara hvað fólk er bara ekki að fylgjast með nokkru. Maður sér fólk fylgjast með sjónvarpsþætti á meðan það keyrir, og bara einhvern veginn rása á milli akreina, það kann ekki á hringtorg,“ segir Mikkó, sem tekur fram að þar séu ferðamenn þó sér á báti. Hann segist hafa keyrt um 2500 kílómetra nýlega í Kaliforníu, rétt hjá Los Angeles. Þar hafi hann ekki lent í neinu óhappi, vegir í standi og fólk að mestu með augun á veginum. „Ég tók tvo hjólarúnta hérna heima og á sitthvorum rúntinum þá var það þetta með Tesluna í eitt skiptið og hitt skiptið var það einhver stelpa sem ákvað að skipta um akrein bara skyndilega. Og þetta var ekkert mörghundruð kílómetra ferðalag hérna innanlands, þar sem ég lendi í þessu hérna á sitthvorum deginum.“ Mikkó segist telja marga þætti spila inn í. Hugsunarleysið sé mikið hjá ökumönnum. Fólk verði að vera vakandi í umferðinni. „Það bara áttar sig ekki á hvaða tjóni það getur í raun og veru valdið. Ég sé þetta allan daginn, alla daga.“ Umferð Umferðaröryggi Bílar Bítið Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Þegar ég er kominn af stað þá lít ég til vinstri og þá sé ég Tesluna koma bara nánast á framstuðaranum hún hemlaði svo fast. Mér verður um og gæinn með hendur upp í loft og jafn hissa og ég,“ segir mótorhjólamaðurinn Mikkó sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alveg ljóst að það hafi verið bíllinn, skynjari í Teslunni, sem hafi stöðvað bílinn en ekki ökumaðurinn sjálfur. Ekki í fyrsta sinn sem skynjarinn bjargar Mikkó hefur áður lýst atvikinu í pistli á Vísi. Í Bítinu segir Mikkó að umferðarmenningin á Íslandi sé ekki nægilega góð. Alltof mörg dæmi séu um að ökumenn séu ekki vakandi í umferðinni en á Sæbraut hafi bíllinn þó í hið minnsta verið vakandi. „Þess vegna erum við hér í dag. Ég allavega, af því að bíllinn var vakandi en ekki maðurinn.“ Ekki er um að ræða fyrsta sinn sem fréttist af því að búnaðurinn í rafbílnum, sem er sá vinsælasti á Íslandi, hafi komið í veg fyrir slys hér á landi. Litlu munaði að ekið hefði verið á fimm ára strák á hjóli á Seltjarnarnesi í ágúst í fyrra en skynjari í Teslu snarhemlaði og kom í veg fyrir árekstur. Mikkó segir miklar umræður hafa skapast um pistil sinn í hópi eigenda Tesla á Facebook. Auðvelt er að breyta hemlunarstillingum í Tesla bílum, að því er fram kemur á heimasíðu bílaframleiðandans. „Ég sá nú einn sem vissi að margir slökkvi á þessum búnaði af því að bílarnir ættu til að hemla svona, það kæmi fólki á óvart og fólki finndist það óþægilegt.Hann kysi að hafa kveikt á þessu því hann vildi frekar að þetta tæki völdin en að hann í einhverju gáleysi, gleymsku, eða mistökum sjái ekki eitthvað.“ Hryllingur að fylgjast með fólki í umferðinni Sjálfur starfar Mikkó jafnframt sem vöruflutningabílstjóri. Hann hefur því séð margt í umferðinni en að hans mati er umferðarmenning á Íslandi á niðurleið. „Það er algjör hryllingur bara hvað fólk er bara ekki að fylgjast með nokkru. Maður sér fólk fylgjast með sjónvarpsþætti á meðan það keyrir, og bara einhvern veginn rása á milli akreina, það kann ekki á hringtorg,“ segir Mikkó, sem tekur fram að þar séu ferðamenn þó sér á báti. Hann segist hafa keyrt um 2500 kílómetra nýlega í Kaliforníu, rétt hjá Los Angeles. Þar hafi hann ekki lent í neinu óhappi, vegir í standi og fólk að mestu með augun á veginum. „Ég tók tvo hjólarúnta hérna heima og á sitthvorum rúntinum þá var það þetta með Tesluna í eitt skiptið og hitt skiptið var það einhver stelpa sem ákvað að skipta um akrein bara skyndilega. Og þetta var ekkert mörghundruð kílómetra ferðalag hérna innanlands, þar sem ég lendi í þessu hérna á sitthvorum deginum.“ Mikkó segist telja marga þætti spila inn í. Hugsunarleysið sé mikið hjá ökumönnum. Fólk verði að vera vakandi í umferðinni. „Það bara áttar sig ekki á hvaða tjóni það getur í raun og veru valdið. Ég sé þetta allan daginn, alla daga.“
Umferð Umferðaröryggi Bílar Bítið Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira