Hinn 23 ára gamli Zirkzee er sagður falur fyrir 40 milljónir evra, tæpa sex milljarða íslenskra króna. Hann skoraði 11 mörk og gaf fimm stoðsendingar á síðustu leiktíð þegar Bologna tryggði sér þátttöku í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
🚨 Man Utd exploring deal for Bologna striker Joshua Zirkzee. Interest advanced + dialogue with striker’s camp - 23yo among multiple options. No club-to-club talks yet but #MUFC considering approach + aware of €40m buyout clause in contract @TheAthleticFC https://t.co/krjIMfHzCh
— David Ornstein (@David_Ornstein) June 18, 2024
Man Utd mun spila í Evrópudeildinni á komandi leiktíð en ætti að geta hækkað laun Zirkzee umtalsvert ásamt því að félagið er töluvert stærra á heimsvísu en Bologna.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hollendingurinn komið víða við. Hann gekk í raðir akademíu Bayern München eftir að hefja ferilinn hjá Feyenoord í heimalandinu. Þaðan fór Zirkzee á láni til Parma á Ítalíu og Anderlecht í Belgíu áður en Bologna keypti hann árið 2022.
Zirkzee er hluti af hollenska landsliðshópnum sem tekur þátt á EM sem nú fer fram í Þýskalandi. Hann var ónotaður varamaður í 2-1 sigrinum á Póllandi á sunnudaginn var.