Reglulegar uppsagnir „því miður verið okkar raunveruleiki“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2024 10:51 Jón Þór Þorvaldsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/Vilhelm Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir flugmenn duglega að mennta sig og koma sér í aðrar vinnur þegar þeim er sagt upp vegna árstíðasveiflna, en 57 flugmönnum Icelandair var sagt upp í síðustu viku. Tilhneiging þeirra til að snúa aftur til fyrirtækisins sýni heilindi bæði flugmannanna og félagsins. „Tilfinningin er náttúrlega alltaf slæm. Það er alltaf ömurlegt þegar fólki er sagt upp störfum,“ segir Jón Þór Þorvaldsson formaður Fía í samtali við fréttastofu. Flugmenn sem ljúka störfum í október eru 57 en 29 flugstjórar missa stöðuna og færast í stöðu flugmanns. Meiri sveifla hér en í Evrópu Félagið fundaði í gær með þeim flugmönnum sem sagt var upp og farið var yfir stöðuna. „Og við erum að bíða eftir gögnum frá vinnuveitanda um útreikningana á bak við þetta. Þannig að þetta er allt í ferli ennþá,“ segir Jón Þór. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair ræddi við fréttastofu um uppsagnirnar á dögunum. Hann sagði árstíðasveiflu ástæðu uppsagnanna og hann vonist til að flugmennirnir komi aftur til starfa frá félaginu næsta vor. Jón Þór bendir á að mikil sveifla sé í eftirspurn eftir flugsætum á heimsvísu en hún sé ýktari hjá Icelandair en hjá öðrum félögum vegna þess hvar Ísland er staðsett. Eftirspurnin eftir flugsætum sveiflist um rúmlega þrjátíu prósent hjá öðrum flugfélögum í Evrópu milli sumars og vetrar en um fjörutíu prósent hjá Icelandair. „Þannig að þetta hefur því miður verið okkar raunveruleiki að fólk missi vinnuna árstíðarbundið,“ segir Jón Þór. Heilindi félagsins og flugmanna mikil Aðspurður segir hann mjög erfitt fyrir flugmenn að missa vinnuna nokkra mánuði í senn ár hvert. „Enda hafa flugmenn verið ótrúlega duglegir að mennta sig í öðru og koma sér í vinnu annars staðar og íslenskir flugmenn hafa verið mjög eftirsóttir í flugstörf erlendis.“ Það sé vissulega erfitt að koma sér í nýtt starf í nokkra mánuði og ætla svo að snúa aftur. „En það er í raun og veru gæfa Icelandair og hollusta og trúnaður flugmanna við þetta fyrirtæki er alveg ótrúlega mikill. Og það lýsir bæði heilindum þeirra flugmanna sem starfa fyrir Icelandair og ekki síður fyrirtækinu sem er mjög gott fyrirtæki að vinna fyrir,“ segir Jón Þór. Icelandair Stéttarfélög Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21 „Árstíðarsveifla“ ástæða 57 uppsagna Fimmtíu og sjö flugmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu Icelandair á föstudag. Forstjórinn segir ástæðuna árstíðarsveiflu en hann segir auk þess minni eftirspurn eftir Íslandi sem hafi áhrif á reksturinn. 17. júní 2024 21:47 Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
„Tilfinningin er náttúrlega alltaf slæm. Það er alltaf ömurlegt þegar fólki er sagt upp störfum,“ segir Jón Þór Þorvaldsson formaður Fía í samtali við fréttastofu. Flugmenn sem ljúka störfum í október eru 57 en 29 flugstjórar missa stöðuna og færast í stöðu flugmanns. Meiri sveifla hér en í Evrópu Félagið fundaði í gær með þeim flugmönnum sem sagt var upp og farið var yfir stöðuna. „Og við erum að bíða eftir gögnum frá vinnuveitanda um útreikningana á bak við þetta. Þannig að þetta er allt í ferli ennþá,“ segir Jón Þór. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair ræddi við fréttastofu um uppsagnirnar á dögunum. Hann sagði árstíðasveiflu ástæðu uppsagnanna og hann vonist til að flugmennirnir komi aftur til starfa frá félaginu næsta vor. Jón Þór bendir á að mikil sveifla sé í eftirspurn eftir flugsætum á heimsvísu en hún sé ýktari hjá Icelandair en hjá öðrum félögum vegna þess hvar Ísland er staðsett. Eftirspurnin eftir flugsætum sveiflist um rúmlega þrjátíu prósent hjá öðrum flugfélögum í Evrópu milli sumars og vetrar en um fjörutíu prósent hjá Icelandair. „Þannig að þetta hefur því miður verið okkar raunveruleiki að fólk missi vinnuna árstíðarbundið,“ segir Jón Þór. Heilindi félagsins og flugmanna mikil Aðspurður segir hann mjög erfitt fyrir flugmenn að missa vinnuna nokkra mánuði í senn ár hvert. „Enda hafa flugmenn verið ótrúlega duglegir að mennta sig í öðru og koma sér í vinnu annars staðar og íslenskir flugmenn hafa verið mjög eftirsóttir í flugstörf erlendis.“ Það sé vissulega erfitt að koma sér í nýtt starf í nokkra mánuði og ætla svo að snúa aftur. „En það er í raun og veru gæfa Icelandair og hollusta og trúnaður flugmanna við þetta fyrirtæki er alveg ótrúlega mikill. Og það lýsir bæði heilindum þeirra flugmanna sem starfa fyrir Icelandair og ekki síður fyrirtækinu sem er mjög gott fyrirtæki að vinna fyrir,“ segir Jón Þór.
Icelandair Stéttarfélög Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21 „Árstíðarsveifla“ ástæða 57 uppsagna Fimmtíu og sjö flugmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu Icelandair á föstudag. Forstjórinn segir ástæðuna árstíðarsveiflu en hann segir auk þess minni eftirspurn eftir Íslandi sem hafi áhrif á reksturinn. 17. júní 2024 21:47 Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21
„Árstíðarsveifla“ ástæða 57 uppsagna Fimmtíu og sjö flugmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu Icelandair á föstudag. Forstjórinn segir ástæðuna árstíðarsveiflu en hann segir auk þess minni eftirspurn eftir Íslandi sem hafi áhrif á reksturinn. 17. júní 2024 21:47